Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 8

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 8
EKKI ER ALLT SEM SKYLDI. Kæra Vika! Nú leita ég til þín meS mitt vandamál, en þaS er þaS, aS okkur mömmu semur alls ekki. Ég er rúmlega 16 ára, en hún hefur aldrei virt mig neitt sem heitir, þaS er eldri systir mín sem fær allt hrós og allt svoleiSis. Ég vinn á skrifstofu hér i plássinu, en fyrir utan þaS verS ég aS vinna alla vinnu á heim- ilinu, elda matinn, taka til þvo þvotta og svo- leiSis, því mamma hefur aldrei litiS viS þvi. ÁSur en eldri systir mín og augasteinninn henn- ar giftist, gerSi hún þetta allt. Samt er mamma aldrei ánægS. Hún vinnur i frystihúsinu, og hún segir aldrei sæl eSa svoleiSis, þegar hún kemur heim. Heldur segir hún: Er ekki matur- inn til ennþá? eSa: Hörmung er aS sjá, hvernig þú hefur þurrkaS af. Ég veit, aS hún er þreytt, þegar hún er búin aS vinna allan daginn, en þaS væri gaman ef hún vildi einhvern tíma vera almennileg. Stnndum spyr hún mig, af hverju ég sé svona þögul og alvarleg alla tiS, en er þaS nema skiljanlegt? Ég reyni eins og ég get aS vera vingjarnleg viS hana, en stundum sýS- ur upp úr. MeS fyrirfram þökk. Öskubuska. P.s. Er ég kannske gerbiluS á taugum? hað er skiljanlegt, Öskubuska mín, að upp úr sjóði annað slagið, en reynslan ætti að hafa sýnt þér, að það gerir aðeins illt verra. 1>Ú hefur rétt fyrir þér, þegar þú segir að Orðin „Gissur fór Mosfellsheiði“ rnamma þín sé þreytt, en ran"t, ef þú heldur að hún haldi ekkert upp á þig. Það hlýtur hún að gera, og þú mátt vera stolt af því að vera svo dugleg að geta haldið hús fyrir hana með annarri vinnu. Reyndu nú í kvöld — og næstu kvöld — að vera svolítið hlýleg og kát, þegar hún kemur heim, spurðu hana hvort hún vilji ekki hvíla sig stundarkorn og hvort vinnan hafi verið erfið o.s.frv. Það hefur venjulega góð áhrif, þegar fólki er vorkennt, og þegar þú ert búin að vorkenna henni svolítið nokkrum sinnum, er eins víst að hún fari að vorkenna þér á móti. En mundu það, að þótt húsið verði að vera í góðu lagi, er meira áríðandi, að þú sért það. TVEIR MENN í EINUM. Kæri Pósturl Ég veit að það er ljótt að kvarta undan mann- inum slnum, en nú er svo komið, aS ég verS aS fá hjálp, ef hjónabandiS á ekki aS slitna. MaS- urinn minn er nefnilega alveg eins og tvær persónur, en það er ekki nema ég, sem þekki þær báSar. Út á viS og í veizlum er hann ákaf- lega elskulegur og hrósar mér á bæSi borS og segir aS ég sé bæSi falleg og skemmtileg og gáfuS. En um leiS og hann er kominn heim eða siðasti gesturinn er farinn, fer hann inn í herbergiS sitt og múrar sig þar inni. ÞaS geta liSiS vikur án þess aS viS tölum saman, þvi viS sjáumst ekki nema i mat og kaffi og þá segir hann ekki orð. Um daginn hringdi vin- kona min í mig og spnrSi hvernig honum liSi, en ég sagSist ekki gela svaraSi því, vegna þess að ég hefði ekki talað viS hann siSan um jól. Þá bara hló hún og sagSi: En hvaS ég skil vel, aS hann skuli alltaf vera jafn skotinn i þér, eins og þú ert sniSug. Og ég bara skellti á. Nú þoli ég jietta ekki lengur. HvaS á ég aS gera? Á ég aS fara frá honum? ViS e-igum engin börn, svo þaS er svo sem ekki þaS, sem heldur en ég vil heldur fá hann til baka. Hvernig á ég að fara aS því? ■ D. Sk. Þú hefur sjálfsagt þínar ástæður til þess að vilja halda í karlinn þinn, þótt ég sjái þær ekki í bréfinu. En mér virðist auðsætt, að hann kunni bezt við sig í fjölmenni, og þá skaltu reyna að útvega honum það, með því að bjóða einhverjum kunningjum ykkar sem oftast heim. Það þarf ekki að vera neinar íburðarveizlur, bara ein eða tvær kökuteg- undir og kaffi. Reyndu þannig að gera „mín- usdaga“ að „plúsdögum,“ Nú — ef það hefur engin áhrif, hef ég ekki annað ráð fyrir þig en að segja honum hreint út, að þú viljir ekki búa með honum lengur upp á þcssi býti, ef hann vill vera lengur hjá þér reynir hann sjálfsagt að sjá að sér. Ef ekki, þá er hjóna- band ykkar ekki þess virði að því sé haldið saman. LÉLEGUR KARLMAÐUR ÞAÐ. Góði Póstur! Við höfum verið gift í fimm ár — maðurinn minn og ég — og erum nýbúin að eignast þriðju stelpuna, og erum mjög hrifin af henni, ekki hvað sizt maðurinn minn. Hann er meira að segja svo áfjáður, að hann krefst þess að skifta á henni á nóttinni, hita pelann hennar o.s.frv. Ég er náttúrulega þakklát fyrir það. En yfirmað- urinn hans er alltaf að gera grín að honum. af því að hann á bara stelpur. Sjálfur á hann þrjá stráka, og getur ekki búið til annað en stráka. Hann segir líka, að það sé lélegur karlmaður, sem á eintómar stelpur. ..Ég hélt að það væri bara í Kína, sem svona lagað þekkist. Það fer ógurlega í taugarnar á mér, þegar einhver ber sér á brjóst og segir ]iað hverjum sem hafa vill, að maðurinn minn sé ekki almennilegur, af því hann hjálpar mér með telp- urnar og hefur ekki áhuga fyrir tómstundaiðju annarra karla, sem mér virðist vera dufl og dað- ur og drykkjusvall. Manninum mínnm er hjartan- lega sama um þetta, en það l'er í tailgarnar á mér, þegar vinir hans segja að ég ríghaldi í hann. Það var sárstaklega, meðan ég gekk með síðustu steipuna, að allir okkar vinir voru að halda veizl- ur og j)artí og héldu að maðurinn minn vildi endilega vera með, en ég héldi í hann. Ég hafði ekkert á móti því að hann færi, en hann bara nennti ekki. Mér finnst að hann hafi rétt fyrir sér, en allir aðrir halda, að hann sé eitthvað skrítinn, og að ég sé heks. Hvað á ég að gera? Didda. Þú átt að þakka fyrir það af öl!u hjarta, að hafa eignast svona góðan eiginmaun og halda í hann af öllum kröftum — það er að segja bara með því að elska hann og láta hann finna það, að þú metir hjálp hans mikils. Þú skalt sjá það, að ef þið haldið á- (Erainhald á hls. 26.) — Kemur hann með eina ljóshærða til viðbótar. — Hann hlýtur að hafa verið myrkfælinn í æsku. — Ég ætla að hætta við Kalla. — Vegna hvers? — Ég bað hann um að vera ekki að kyssa.mig — og hann hlýddi. — Gunna, hann er kominn þessi sem er nr. 22 í dagbókinni hjá þér. B VtKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.