Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 20
7. hluti
frnncoise d Eaubonne
Hann kveikti sér í sígarettu.
„Þú vildir kannski skýra þetta nánar.“
„Þetta hvað?“
„Þetta allt saman. . . .“ Hann benti á rótið og
óreiðuna i herberginu, útvarpspilarann á gólfinu,
bæidan legubekkinn, sporin á gólfinu, óhrein vin-
glösin og sigarettustubbana.
„Lifnaðarhætti Þína og allt bað. . . þessa kyn-
legu félaga, sem þú velur þér.“
„Þú mundir ekki skilja það,“ sagði Mic og var
þegar komin í vörn. „Og hvaða þýðingu hefði það,
þó ég reyndi? Það er ekki hægt að skýra það.“
„Jú, þú getur það,“ svaraði Roger hæverkslega.
Hún yppti augnabrúnum. Hann virti hana fyrir
sér og sagði rólega: „Þetta er af leti og engu öðru.
Þið eruð letingjar og ekkert annað.“
„Jæja, Roger minn, þú heldur að það sé ein-
göngu það, sem veldur. . .“ sagði hún og brosti
við, eins og Þetta kæmi henni í rauninni ekkert
við.
„Kannski ekki eingöngu, en það á mestan þátt
í því . . . er ekki svo?“
„Er þetta ekki einkennilegt?" mælti hún
kænskulega. „Þegar ég virði þig fyrir mér, kemur
mér sú spurnig fyrst í hug, hvort Þú hafir aldrei
verið ungur.“
„Ég hef víst aldrei haft tíma til þess“, svaraði
hann. „Þegar ég var á Þinum aldri, barðist ég í
frumskógum Indó-Kina. Lauk ekki einu sinni
námi.“
„Og þegar þú komst þaðan," mælti hún ertnis-
lega, „áttirðu ekki neina atvinnu visa, en hins-
vegar gnægð af dirfsku og þreki og svo fram-
vegis. . . .“
Hún gekk að útvarpsspilaranum, lagðist á hnén
og svipaðist um eftir hljómplötu. Bróðir hennar
virti hana fyrir sér með nokkurri forvitni.
„Gerirðu þér grein fyrir þvi, að þú ert hálf-
gerð drós, Þrátt fyrir allt?“
Mic reiddist honum ekki.
„Þú ert nú ekki neinn engill sjálfur," sagði
hún. „Þú, sem alltaf hefur elskað bíla . . .“
„Ég þekki ekki til neins nema bíla,“ leiðrétti
Roger hana. „Jeppa. . .“
Mic svaraði ekki. Hún reis á fætur, gekk út að
glugganum og horfði út, rétt eins og Roger væri
ekki viðstaddur.
„Hlustaðu á mig, Mic," mælti hann. „Það var
ekki erindið að halda neina umvöndunarprédikun
yfir þér. En mig langar til að minnast á það við
þig, að það eru til unglingar. sem Ijúka námi og
taka próf -— er það ekki?“
Hún yppti öxlum. „Þú þrælar til þess að líða
skort, og þú liður skort, ef þú þrælar ekki. Til
hvers er þá þrældómurinn?", sagði hún og tók sér
í munn eina af kenningum Alains.
„Hvað um þessa unglinga, sem ég var að minn-
ast á?“
„Þeim hefur ekki skilist þetta enn.“
„Hvað meinarðu, Mic? Þú stundaðir nám, og
svo hættirðu því formálalaust. Hvers vegna? Þú
heíðir getað orðið kennari. Það er prýðisgóð staða
og þó mikið frjálsræði."
„Að hvaða gagni hefði Það komið? Að slíta
sjálfri mér út við að kenna krökkum fræði. sem
ég sjálf var löngu hætt að trúa? Nei, bróðir minn
góður — ég hef ekki trú á neinu lengur. Ekki
á nokkrum sköpuðum hlut. Við höfum látið blekkj-
ast of lengi. Það er gamla kynslóðin, sem sjálf
hefur kennt okkur . . . að láta bátinn berast fyrir
straumnum."
„Og Þú ert ekki eldri en þetta," andvarpaði
hann.
Mic dró tjaldið fyrir gluggann.
„Vertu nú tillitssamur, Roger," mælti hún biðj-
andi. „Ég á von á gesti.“
„Þú vilt að ég fari . . . Allt i lagi, ef ég er
til óþæginda."
Hann sagði þetta gremjulaust og brosti við.
Bob kom í sömu svifum og Roger setti á sig húf-
una. Mic beit á vörina.
„Bróðir minn,“ sagði hún af lítilli hæversku.
Bob rétti honum hendina. „Gleður mig að
kynnast yður,“ sagði hann.
Roger leit til systur sinnar dálítið ertnislega.
„Nú trúi ég ekki mínum eigin augum", sagði
hann. „Hann er ekki í grímubúningi! Kannski þú
sért að hugsa um að halda náminu áfram?"
Bob leit vandræðalega á Mic.
„Láttu sem þú heyrir ekki hvað hann segir,"
mælti hún í hálfgerðu fáti.
Hún var nú orðin bróður sínum sárgröm, hálf-
vegis hratt honum út úr dyrunum og mælti síðan
við Bob um leið og hún varp Þungt öndinni: „Það
er furðulegt hvað fjölskylda manns getur verið
þreytandi."
Þau brostu hvort til annars, en reyndu þó bæði
sem þau gátu að leyna fögnuði sínum yfir endur-
fundunum.Mic varð fyrri til að átta sig. Hún gekk
að speglinum, lagfærði hár sitt einu sinni enn og
setti upp kaldranalegan þreytusvip.
„Við erum óheppin í þetta skiptið," sagði hún.
„Þau voru hérna, hin, en Roger kom og fældi
þau burtu — Guy, Lou, Alain og Clo.“
„Afleitt," svaraði Bob og lagði eins mikla sann-
færingu í röddina og honum var unnt. „Mér hefði
þótt gaman að hitta Alain aftur."
„Þú getur það. Hann situr áreiðanlega í veit-
ingahúsinu næstu klukkutimana.
„Allt í lagi. Ég er á skellinöðrunni, svo að þú
getur komið með mér.“
„Ekkert liggur á.“
Það varð nokkur þögn. Hún settist á legu-
bekkinn en hann tók að skoða hljómplöturnar,
sem lágu á víð og dreif.
„Nokkur skemmtileg?"
„Þú getur spilað þær af þeim, sem þig langar
til,“ svaraði hún og kveikti sér í sígarettu.
,.Já — þessi nýja með Kay Wilding!"
Bob rótaði i plötuhrúgunni og virtist í essinu
sínu; gat þvi ekki séð ástina og aðdáunina í
augnaráði hennar og svip, þegar hún virti hann
fyrir sér, ekki heldur brosið, sem minnti á ver-
aldarvana konu. Þegar honum varð loks litið
upp, sá hann aðeins þreytulegan kæruleysissvip-
inn, sem hann var þegar farinn að venjast.
„Langar þig til að leika Wildingplötuna?"
„Ekki svo ákaflega," svaraði hann og var með
á nótunum.
I-Iann las nöfnin á nokkrum plötum. „Ágætt
safn,“ varð honum að orði.
Bnn varð nokkur þögn. Svo spurði hún, rétt
eins og hún spyrði hvort honum geðjaðist að
ávaxtamauki:
„Ertu með eða á móti sjálfsmorði?"
Bob gætti þess að láta ekki neitt á undrun
sinni bera.
„Ég geri ráð fyrir að það sé ekkert við það að
athuga, þótt mig langi ekkert til að reyna það.
Hvers vegna spyrðu?"
„Ekki af neinu sérstöku. Alain var að ræða
þetta fyrir skemmstu. Þangað Lil maður blndur
endi á þetta allt saman, sagði hann ... og ég
lét sem ég væri honum sammála til Þess að gera
honum ekki gramt i geði. Annars er ég lika alltof
værukær til þess að það freisti mín.“
Hún reis á fætur, gekk til hans hægum skrefum
og hann virti fyrir sér menið, sem féll að grönn-
um hálsi hennar, ofanvert við peysukragann.
„Hvaða plötu hefurðu svo valið?"
Bob leit undan.
„Platters," svaraði hann.
„Þeir eru svo hversdagslegir ..." sagði Mic
um leið og hún kom enn nær honum og slökkti
í sigarettunni. „Eins og þessi hárgreiðsla þín,
sem ég hef áður bent þér á.“ Hún rétti út hend-
ina og ýfði hár hans. „Svona, nú svipar þér til
Péturs; nýja kunningjans, sem Clo hefur orðið
sér úti um.“
Bob hló og lagði frá sér hljómplötuna. Hirti ekki
um að spyrja hver hann væri, þessi nýi kunningi
Clo, vinstúlku hennar. Hann vafði Mic örmum og
hálfvegis hratt henni upp á legubekkinn. Hún
titraði, lét sem hún vildi verjast honum. „Láttu
mig vera. Mér fellur ekki við úthverfabúa!"
„Við skulum sjá hvort þú skiptir ekki um skoðun
á þeirn!" svaraði Bob og lét skammt á milli orða
og athafna.
Það var eins og fjötrar féllu af þeim báðum,
Þegar þau þurftu ekki að látast lengur. Hún
stundi lágt: „Bob, Bob, ég ... ég ..."
Og svo varð annarlega hljótt.
SJÖUNDI KAFLI.
Konan, sem húsið átti, sat að kaffidrykkju með
vinkonu sinni, þegar þau, Bob og Mic, leiddust
syngjandi og hlæjandi niður stigann. Gömlu kon-
urnar litu út og fylgdust með því, er þau settust
á bak skellinöðrunni; Mic sveiflaði fótleggjun-
um og hrópaði:
„Eins hratt og hún kemst!"
Gömlu konurnar litu hvor á aðra og andvörp-
uðu.
„Þessi æska!“
„Satt segirðu — en ef hún greiðir mér ekki
húsaleiguna i þessum mánuði, verð ég að visa
henni á brott. Ég er orðin leið á þessum látum.
Auk þess hefur hún alltaf verið eftir á með leig-
una.“
Skellinaðran þaut af stað með hvæsi og hávaða.
Bob lét sem hann sæi ekki umferðarljósin, og það
mátti engu muna að hann rækist ekki á strætis-
vagn, þegar þau nálguðust hljómplötuverzlunina
við Champs Elysées; þau stigu af baki skellinöðr-
unni, rjóð á vanga og með blik 1 augum.
Götuljósmyndari, sem stóð á gangstéttinni,
beindi að þeim vélarauganu, smellti af og afhenti
Þeim síðan litinn miða. „Mynd, til minningar um
daginn. Þið getið viltjað hennar, ef ykkur sýnist
svo, það er engin skuldbinding."
„Ég skuldbind mig ekki til neins!" varð Mic
að orði um leið og hún stakk miðanum í hand-
tösku sína. j
„Ekki skil ég í því, að neinn hirði um slíkar
myndir," sagði Bob.
„Ojæja!" svaraði hún með kaldranalegu yfir-
læti. „Fólk er alltaf að burðast með þessar til-
finningar!"
Bob tók ástúðlega undir arm henni.
„Ég ætla að vita hvort hljómplatan mln er
komin."
„Og ég ætla að halda aftur heim & leið.“
20 vuo>.N