Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 34
AÐAL— STRÆTI 4 «f skáldarmerkisins, eru hrifning í samræmi, rétt- læti og samúð með þeim, sem þjást og kveljast. Hann hefur háþroskaðan næmleika fyrir feg- urð og er mjög alþýðlegur og góður félagi, og kærir sig lítt um einveruna. í raun og veru nær hann beztum árangri i félagi með öðrum annað hvort i gegnum giftingu eða einhver önnur náin tengsl. Hann er sveigjanlegur, kurteis og þakklátur þeim, sem gera honum greiða og hann er sjaldan sekur um að valda öðrum sársauka viljandi. Dýrahringsmerkið er Krabbinn 24 gráður, þ. e. a. s. hið rísandi merki á fæðingarstund- inni. Sakir þessa er hann undir mjög sterkum áhrifum Krabbamerkisins og fylgir því sérlega mikill næmleiki bæði andlega og likamlega. Hér á það sérstaklega við þegar geðsmunir manns mótast svo til einvörðungu af umhverfinu og þar sem um aðalmerki er að ræða, eiga sér stað ör geðsmunaleg skipti. Sakir þessa næmleika býr hann yfir ríku ímyndunarafli, sem er eitt höfuðeinkenni Krabbamerkisins. Þetta skapar oft sérstakan hæfileika til bókmenntalegoar sköpunar á sviði hinna rómantisku ritverka, sérstaklega ef hið risandi merki er 25°. 25° Krabbamerkisins er talin vera hápunktur þessa hæfileika og er mjög áberandi í fæðingar- kortum þeirra, sem skrifa mikið á hinu róman- tíska sviði. í þessu fæðingarkorti eru þvi sér- staklega sterkar afstöður til að skapa „séní“ á sviði rómantískra bókmennta. Hinar sterku afstöður í sjötta húsi, gera hon- um einnig kleyft að gagnrýna bókmenntir ann- arra, og þar sem hann hefur tilfinningu fyrir hvað er rétt og rangt vegna sólmerkisafstöðunn- ar í Metaskálarmerkinu fer honum öll gagn- rýni vel úr hendi. 34 VIKAN med (j||) mistekst Sltipkttlt k/r SKIPHOLTI 1 • REYKJAVÍK SÍMI 17373 Ég vildi einnig taka til sérstakrar umræðu tunglafstöður hans, sem er einkenni hins þekkta manns innan sins samfélags. Máninn er staddur i tíunda húsi og er að nokkru leiti tákn almenn- ings, móðurinnar og eiginkonu. Þegar máninn er i tíunda húsi við fæðingu verður hlutað- eigandi óhjákvæmilega undir smásjá almenn- ings, svo fremi að hann á annað borð geri eitthvað. Til eru margir, sem eru merkilegir menn, án þess að fjöldinn veiti því nokkra athygli. Með hliðsjón af stöðu mánans i Fiska- merkinu er hætt við að móðir hans verði ávallt fjarlæg honum einhverra orsaka vegna. Þetta á einnig við að nokkru leyti um eiginkonuna, en þar sem hér er um að ræða eitt af hinum tvöföldu merkjum eru sterkar aðstöður til að hann sé ekki við eina fjölina felldur í þeim efnum. Ráðandi pláneta sjötta húss er Satúrn, en hann er að nokkru leyti tákn félagsins eða giftingarfélagsins. Samband hans og maka hans er því ávallt undir áberandi spennu, þar sem mjög erfitt er fyrir hann að ná sér i konu sem hæfir þeim kröfum, sem hann gerir til hennar. í Bogamannsmerkinu eru staddar þrjár plánetur á fæðingarstundu hans, þ. e. Mars, Venus og Cranus. Þe-tta gefur tvennt til kynna. Það er dvöl erlendis lengur eða skemur ein- hvern tíma ævinnar og hæfileika til ævisagnar- ritunar, siðari ár ævinnar, þar sem Bogmanns- merkið fellur i sjötta hús. Á sextugasta og öðru ári þarf hann að varast ýmsar sviksamlegar aðstæður, sem hann mun komast i og gæti leitt til efnalegs skaða að ein- hverju leyti. Síðari hluti ævinnar er riiikið efna- meiri og betri heldur en fyrri hlutinn. Síðustu ár ævinnar verða honum sérlega ánægjuleg. Slmi 15985. ÍTALSKA SNIÐIÐ Á KARLMANNA- BUXUNUM FRÁ SKIKKJU HEFUR NÁÐ MIKLUM VINSÆLDUM. ÞÆR FÁST NÚ í MIKLU LITAÚRVALI TERRILÍN OG ULLAREFNI. SAUMUM EINNIG EFTIR MÁLI. LYFTIDUFT

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.