Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 19
Náttsloppur úr mjúku og þykku köflóttu efni. Háls- málið er líkt og á hinum sloppnum. Athugið hvað vasarnir eru stórir og þægilegir. Mjúk og þykk efni og frottefni hafa nú yfirhöndina yfir nælon og þess háttar í sloppum. NATTFO Tvenn falleg náttföt, bæði með hnésíðum blúndubux- um, en þær eru nú mikið í tízku, undirpils líka. Takið eftir ermunum á styttri jakkanum. Fínlegar og fall- egar blúndur skreyta náttföt þessi og eru blúndur og aðrar kvenlegar skreytingar mikið að ryðja sér rúms núna, t. d. á blússum. Fix röndó.t náttföt með hné- síðum buxum. Takið eftir því, hve tölurnar eru litlar og hvernig gengið er frá ermun'- um. Náttföt þessi hljóta aó vera mjög þægileg og góð fyr- ir þær, sem ekki vilja nælon- náttföt. Fínlegur víður sloppur með nýtízkulegu hálsmáli. Flestir nátt- kjólar eru nú stuttir eins og tízkan krefst. Það kann að fara fyrir ofan garð og neSan hjá mörgum J)ó við tölum um náttfatatízku, því reyndin er sú, að flestir sofa i þvi, sem þeim finnst þægilegast. En þrátt fyrir það skapast tízka i náttfötum eins og annars staðar og þetta eru nýjustu sýnishorn frá Paris. ÞaS er óneitan- lega skemmtilegra, þó ekki sé nema fyrir mann sjálfan að vera vel til hafður hvenær sem er, og það þá ekki siður á næturna, þó svo að enginn sjái mann, en nóg um það, hér eru myndirnar. VUCAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.