Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 6
6 14. desember 2009 MÁNUDAGUR www.reykjavik.is/kjostu UM VERKEFNI Í ÞÍNU HVERFI KJÓSTU Kosningu lýkur í dag! Ætlar þú að þrífa allt hátt og lágt fyrir jólin? JÁ 32,4 NEI 67,6 SPURNING DAGSINS Í DAG: Viltu að forseti Íslands synji Icesave-lögum staðfestingar? Segðu skoðun þína á visir.is STJÓRNMÁL Auka á fjárveiting- ar til dómstóla og verja yfir 100 milljónum í fjölgun fangarýma á næsta ári. Þetta er meðal þess sem gert er ráð fyrir í breyting- artillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs, sem ræddar verða á Alþingi í dag. Meðal annars er lagt til að fjárveitingar til héraðsdómstóla hækki tímabundið um 86 millj- ónir, í samræmi við þær breyt- ingar sem gert er ráð fyrir í nýju frumvarpi um dómstólalög. Þar er kveðið á um að héraðsdómar- ar landsins skuli vera 43 fram til ársins 2013, í stað 38 eins og nú er, vegna mikillar fjölgunar dómsmála, meðal annars vegna bankahrunsins. Laun þessara fimm dómara til viðbótar nema 53 milljónum á ári, og auk þess er gert ráð fyrir 33 milljónum í laun fimm aðstoðarmanna dóm- ara til viðbótar. Nefndin leggur jafnframt til að fjárveitingar til Hæstaréttar verði hækkaðar um 16 milljónir til að takast á við aukinn mála- fjölda. Féð á fyrst og fremst að fara í að fjölga aðstoðarmönnum dómara. Þá er lagt til að útgjöld Hæstaréttar lækki um 8 milljón- ir, enda hefur kjararáð ákveðið að lækka laun hæstaréttardóm- ara um 15 prósent, en í fjárlaga- frumvarpinu gleymdist að reikna með því. Á móti þessu á að hækka dóms- málagjöld umfram önnur gjöld. Þá hefur verið ákveðið að leigja gistiheimilið Bitru og koma þar upp sextán fangarýmum. Kostn- aðurinn við það er áætlaður 107 milljónir, þar af eru 18 milljón- ir í húsaleigu. Einnig hefur verið hætt við að skera niður framlög til meðferðargangsins á Litla- Hrauni, og eru 30 milljónir vegna hans lagðar til í breytingartillög- unum. stigur@frettabladid.is Framlög til fangelsa og dómstóla aukin Ráðstöfunarfé ráðherra verður skorið niður um rúmar 20 milljónir samkvæmt breytingartillögum við fjárlög næsta árs. Leigja á gistiheimili og útbúa þar fang- elsi og ráða fimm nýja héraðsdómara. Tillögurnar verða ræddar á þingi í dag. LITLA-HRAUN Plássið á Litla-Hrauni og í öðrum fangelsum landsins er löngu uppurið og því verður 107 milljónum varið í að koma upp sextán fangarýmum á gistiheimilinu Bitru. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA ■ Hallinn á fjárlögum næsta árs verður öllu meiri en áður var gert ráð fyrir, eða 102 milljarðar í stað 87,4. ■ Lækka á ráðstöfunarfé ráðherra úr samtals 70,6 í 49,4 milljónir. ■ Gerð verður krafa um 500 milljóna króna hærri arðgreiðslu frá ÁTVR á næsta ári en að var stefnt. ■ 185 milljónum veitt aukalega til byggingarframkvæmda og tækjakaupa við Háskóla Íslands. ■ Framlag til sjóvarnargarðagerðar hækkar úr 63,6 milljónum í 163,6. ■ Samtök iðnaðarins fá 420 milljónir frá ríkinu í stað 300 milljóna. ■ Sautján milljónum varið í endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refaveiða. PUNKTAR ÚR BREYTINGARTILLÖGUNUM SLYSFARIR „Aðstæðurnar voru mjög erfiðar, rok, ausandi rigning og mikill vöxtur í ánni. En allir eru sammála um að björgunin hafi gengið ljómandi vel,“ segir Jón Hermannsson, svæðisstjóri björg- unarsveita á Suðurlandi. Björgun- arsveitir komu þremur mönnum til hjálpar í Steinsholtsá í Þórsmörk á laugardagskvöld. Tíu menn á þremur jeppum voru á leið yfir ána í Bása þar sem þeir hugðust gista í skála um nóttina. Straumurinn hreif einn bílinn sem flaut niður með ánni og festist loks- ins. Tveir farþeganna höfðu komið sér fyrir á þakinu á bílnum þegar björgunarsveit kom á vettvang, en sá þriðji hékk utan á bílnum. Jón segir vatnselginn hafa verið mikinn. „Við settum línu út til mannanna, og það voru bátar á leið- inni ef einhver skyldi hafa losnað og flotið niður ánna. Sem betur fer kom ekki til þess.“ Stór bíll frá flug- björgunarsveitinni á Hellu náði loks að keyra út í til mannanna, taka þá upp í og flytja í land. Þeir höfðu þá verið í um tvær klukkustundir utan á bílnum. Að sögn Jóns var einungis einn þeirra orðinn verulega kaldur. Þeir héldu áfram leið sinni í Bása stuttu síðar með hinum bílunum. Alls tóku milli fjörutíu og fimm- tíu björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðinni, að undanskilinni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem var kölluð út en snúið við þegar tek- ist hafði að bjarga mönnunum. - kg Þrír menn voru hætt komnir í miklum vatnavöxtum í Steinsholtsá í Þórsmörk: Bjargað við erfiðar aðstæður KOSNING Fréttaveitan Eyjan.is hefur efnt til rafrænnar atkvæðagreiðslu á Netinu um afstöðu þjóðarinn- ar til Icesave-málsins. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og er fullyrt að þetta sé fyrsta örugga vefkosning- inn sem fram fer á Íslandi. Við atkvæðagreiðsluna er notast við kerfi sem kallast Íslendingaval og er þróað af Íslenskri erfðagrein- ingu. Kerfið er sagt tryggja öryggi og nafnleynd þátttakenda. Aðgangs- kóðar hafa verið sendir sem raf- ræn skjöl til kjósenda í gegnum heimabanka þeirra. Hægt er að nálgast kóðana nú þegar. Opnað var fyrir kosninguna í gær og áætlað er að henni verði lokið síðdegis á fimmtudag. Til stendur að kunngjöra niðurstöð- urnar strax í kjölfarið. Í könnuninni er spurt: „Vilt þú að Alþingi samþykki eða synji rík- isábyrgð á Icesave-samkomulag- inu við Breta og Hollendinga?“ Svarmöguleikar eru þrír: „Alþingi samþykki ríkisábyrgð“, „Alþingi synji ríkisábyrgð“ og „Tek ekki afstöðu.“ Í fréttatilkynningu vegna máls- ins segir að Eyjan hyggist birta fleiri kannanir af þessu tagi á næstu misserum. - sh Vefmiðillinn Eyjan.is og Íslensk erfðagreining taka höndum saman: Kosning um Icesave á Eyjunni KOSNINGUNNI HRINT AF STAÐ Guð- mundur Magnússon, ritstjóri Eyjunnar, og Hákon Guðbjartsson frá Íslenskri erfðagreiningu handsala samninginn. MYND / EYJAN.IS. BJÖRGUN Mikil hlýindi og úrkoma undanfarið hafa orsakað mikla vatnavexti. Menn- irnir þrír voru utan á jeppanum þegar björgunarsveitir komu á vettvang. Kortafé til líknarmála Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ hafa ákveðið að senda starfsmönnum sveitarfélagsins ekki jólakort þetta árið. Með þessari ákvörðun sparast á annað hundrað þúsund krónur sem renna til menningar- og líknarmála. SVEITARSTJÓRNARMÁL Sautján ára brutust inn í bíla Tveir sautján ára piltar hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að brjótast inn í nokkra bíla og hnupla úr þeim. Piltarnir játuðu sök. Ákvörðun refsingar þeirra var frestað haldi þeir skilorð í eitt ár. DÓMSTÓLAR Nýr skóli vígður Hópsskóli, nýr grunnskóli í Grindavík, var vígður á fimmtudag. Skólinn mun hýsa nemendur í 1. til 4. bekk grunn- skóla en gamli grunnskólinn mun hýsa 5. til 10. bekk. GRINDAVÍK STANGVEIÐI NASF – verndarsjóð- ur villtra laxa skorar á Bar- ack Obama Bandaríkjaforseta að koma í veg fyrir að markað- ir opnist fyrir norskan eldislax í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Orri Vigfússon, formaður NASF, segir Norðmenn brjóta alþjóðlegar samþykktir með stórfelldu lax- eldi og óttast að Norðmenn noti heimsókn Obama í Noregs til að liðka fyrir sölu eldislax í Banda- ríkjunum. Fiskeldi Norðmanna hafi veruleg áhrif í Finnlandi og Rússlandi og á norska laxastofna. Laxalús frá norskum fyrirtækj- um hafi mikil áhrif á villta laxa, ekki aðeins í Noregi heldur einn- ig í Chile, Bandaríkjunum, Kan- ada, Írlandi og á Skotlandi. - gar Áskorun frá Orra Vigfússyni: Obama beiti sér gegn laxeldi BANDARÍKIN Annise Parker var kjörin borgarstjóri í Hous- ton í Texas-ríki Bandaríkj- anna. Parker hlaut 53,6 prósent atkvæða. Það sem vekur mestu athygl- ina við kjör Parker er að aldrei hefur samkynhneigður einstakl- ingur verið kjörinn borgarstjóri í jafn fjölmennri borg og Houston. Íbúar borgarinnar eru um 2,2 milljónir talsins. Í kosningabaráttunni var Parker hins vegar gagnrýnd mikið af íhaldsömum trúmönnum og öðrum sem fordæma líferni samkynhneigðra, að því er fram kemur á fréttavef BBC. - jhh Kosningar í Houston: Borgarstýran samkynhneigð M YN D /JÓ N H ER M A N N SSO N KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.