Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 40
32 14. desember 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is ST O FA 5 3 MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS Enska úrvalsdeildin: BIRMINGHAM CITY - WEST HAM UNITED 1-0 1-0 Lee Bowyer (51.). BOLTON - MANCHESTER CITY 3-3 1-0 Ivan Klasnic (10.), 1-1 Carlos Tevez (27.), 2-1 Gary Cahill (42.), 2-2 Micah Richards (46.), 3-2 Ivan Klasnic (52.), 3-3 Carlos Tevez (76.). BURNLEY - FULHAM 1-1 0-1 Bobby Zamora (49.), 0-1 Bobby Zamora (50.), 1-1 Wade Elliott (59.). CHELSEA - EVERTON 3-3 0-1 Petr Cech, sjm (12.), 1-1 Didier Drogba (17.), 2-1 Nicolas Anelka (22.), 2-2 Yakubu Aiyegbeni (49.), 3-2 Didier Drogba (58.), 3-3 Louis Saha (62.), 3-3 Louis Saha (63.). MANCHESTER UNITED - ASTON VILLA 0-1 0-1 Gabriel Agbonlahor (20.). STOKE CITY - WIGAN ATHLETIC 2-2 0-1 Emmerson Boyce (15.), 0-1 Emmerson Boyce (17.), 1-1 Tuncay Sanli (36.), 1-2 Maynor Figueroa (72.), 2-2 Ryan Shawcross (73.). SUNDERLAND - PORTSMOUTH 1-1 1-0 Darren Bent (21.), 1-1 Younes Kaboul (93.). TOTTENHAM - WOLVES 0-1 0-1 Kevin Doyle (2.) LIVERPOOL - ARSENAL 1-2 1-0 Dirk Kuyt (41.), 1-1 Glen Johnson, sjm (50.), 1-2 Andrei Arshavin (58.) STAÐAN: Chelsea 16 12 1 3 40-13 37 Man. United 16 11 1 4 34-14 34 Arsenal 15 10 1 4 40-18 31 Aston Villa 16 8 5 3 26-14 29 Tottenham 16 8 3 5 35-22 27 Manchester City 15 6 8 1 29-21 26 Liverpool 16 7 3 6 32-22 24 Birmingham 16 7 3 6 16-16 24 Fulham 16 6 5 5 20-17 23 Sunderland 16 6 3 7 22-22 21 Stoke City 16 5 6 5 15-19 21 Blackburn 16 5 4 7 16-28 19 Burnley 16 5 3 8 20-34 18 Wigan Athletic 16 5 3 8 19-36 18 Everton 16 4 5 7 22-30 17 Hull City 17 4 5 8 17-34 17 Wolves 16 4 4 8 15-28 16 West Ham 16 3 5 8 24-31 14 Bolton 15 3 4 8 20-32 13 Portsmouth 16 3 2 11 14-24 11 N1-deild karla: Valur-FH 20-23 (9-10) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (7/1), Elvar Friðriksson 4 (11), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 3 (8), Ingvar Árnason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (5). Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3) 43% Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (6/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Guðmundsson 4 (10), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunn- arsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 1 (4). Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (33/1) 39%. Fram-Stjarnan 26-34 N1-deild kvenna: Fram-Víkingur 41-14 Haukar-KA/Þór 33-20 Valur-HK 41-22 Fylkir-KA/Þór 25-23 ÚRSLIT FH tekur þátt í deildabikarnum eftir góðan baráttusigur á Val, 23-20. Bæði lið voru lengi að finna leiðina í gegnum vörn andstæðingsins því leikmenn beggja liða stóðu vaktina vel í vörninni. Vörn heimamanna var mjög góð framan af og markvörðurinn Hlynur Morthens varði vel í marki Vals. Gestirnir í liði FH voru einnig að spila góðan varnaleik og var Pálmar Pétursson traustur í rammanum. Staðan í hálfleik, 9-10. Það var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði að hirða öll stig- in því liðin fylgdust að fram á lokamínútu leiksins. Það var hornamaður FH, Bjarni Fritzson sem náði að skora áður en flautan gall og gulltryggði gríðarlega mikilvæg- an sigur FH gegn Val. Það vantaði mikið í Valsliðið í leiknum og sóknar- leikurinn var veikburða og hugmyndasnauður. Fannar Friðgeirsson komst aldrei í takt við leikinn sem og Ernir Hrafn Arnarsson og munar um minna. Hlynur Morthens, markvörð- ur Vals, var ástæðan fyrir því að þeir voru inni í leiknum fram til loka, varði oft frábærlega en það reyndist ekki nóg núna. FH-ingar voru vel samstilltir og unnu þennan leik á liðsheild og baráttu. Þeir stóðu vörnina vel og voru skipulagðir. Pálmar Pétursson átti fínan dag í markinu og sýndi lykilmarkvörslu í lokin. Eftir leikinn eru FH-ingar jafnir Val og Akureyri að stigum í öðru sæti deildarinnar með 11 stig, rétt á eftir Haukum sem sitja á toppnum með fjórtán stig. „Þetta var alveg frábær sigur og gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ég var ánægður með liðsheildina og samstöðuna sem er að koma alltaf meira og meira í liðið. Ef við ætlum að ná árangri í þessari íþrótt þá verðum við að spila sem lið en ekki einstaklingar. Við stóðum allir saman í dag og menn uppskera eftir því,“ sagði Sigurgeir Árni Ægisson, leikmaður FH, ánægður eftir leik. Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega hundfúll með tapið. „Vörnin var góð og ég var að finna mig vel. En það virðist allt stoppa á sóknarleiknum. Það er alltaf grátlegt að tapa svona leikjum. Veit ekki hvað er að en það þarf að skoða það betur,“ sagði Hlynur eftir leik. - rog N1-DEILD KARLA: FH TRYGGÐI SIG Í DEILDABIKARINN MEÐ GÓÐUM SIGRI Á VAL Í VODAFONE-HÖLLINNI Baráttusigur hjá FH-ingum að Hlíðarenda > Allt í mínus hjá Monaco AS Monaco steinlá á heimavelli í gær fyrir Lille, 0-4. Eiður Smári Guðjohnsen var kominn í byrjunarlið Monaco á ný en hann fann sig engan veginn frekar en fyrri daginn. Fór svo að hann var tekinn af velli á 62. mínútu. Þá var staðan 0-2 fyrir Lille. Monaco var í toppbaráttu fyrir nokkrum vikum en leikur liðsins hefur síðan hrunið til grunna og Monaco er nú í tólfta sæti deildarinnar. Lille komst upp í þriðja sæti með sigrin- um stóra. FÓTBOLTI Helgin í enska boltanum var skrautleg. Toppliðin Chelsea og Man. Utd mættu bæði liðum sem þau hafa ekki verið í vandræð- um með í fjölda ára. Að þessu sinni lentu þau bæði í miklu basli. Aston Villa vann sinn fyrsta deildarsigur á Man. Utd síðan 1995 en liðin höfðu mæst 27 sinnum í deildinni eftir það án þess að Villa næði sigri. Aston Villa komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildar- innar sem það missti síðan aftur til Arsenal. Lærisveinar Martins O´Neill hafa verið í fantaformi gegn stóru liðunum en þrátt fyrir það heldur O´Neill sig á jörðinni. „Þessi sigur gefur okkur mikið sjálfstraust en það sjálfstraust gæti auðveldlega fokið aftur út um gluggann gegn Sunderland á þriðjudag. Þetta er frábær sigur og ég vil alls ekki gera lítið úr því en það ánægjulegasta er að leik- menn náðu árangri gegn liði sem þeim hefur ekki gengið vel með,“ sagði O´Neill hæverskur. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ósáttur við þann litla tíma sem var bætt við leikinn og hefur stungið upp á því að aðrir en dóm- arar ákveði uppbótartíma. Dóm- ari leiksins bætti aðeins þremur mínútum við síðari hálfleik þrátt fyrir sex skiptingar og tvö löng hlé vegna meiðsla. „Hléin tóku rúmar tvær mínút- ur og síðan allar þessar skipting- ar. Þessi uppbótartími olli mikl- um vonbrigðum. Það ættu aðrir en dómarinn að halda utan um hver réttur uppbótartími sé. Þetta er í rauninni fáranlegt. Það er næst- um komið árið 2010 og tími til að þessu sé breytt,“ sagði Ferguson svekktur. Chelsea spilaði sinn fjórða leik í röð um helgina án þess að ná sigri. Everton nældi í 3-3 jafntefli á Stamford Bridge en þetta voru fyrstu stigin sem Chelsea tapar á heimavelli í vetur. „Hver getur eiginlega haldið því fram að það sé krísa hjá okkur? Ég er ekki á því að það sé nein krísa. Við lékum vel en klúðruðum leikn- um með því að verjast illa gegn föstum leikatriðum,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, en öll mörk Everton komu upp úr föst- um leikatriðum. „Við eigum enn mikla mögu- leika á að verða meistarar. Það er mikið eftir af þessu móti og enska úrvalsdeildin er erfið,“ bætti Anc- elotti við. henry@frettabladid.is Villa rotar öll stóru liðin Aston Villa vann um helgina sinn fyrsta sigur á Old Trafford síðan 1983. Villa er þar með búið að leggja Man. Utd, Chelsea og Liverpool í vetur. Chelsea missteig sig gegn Everton en United nýtti ekki tækifærið gegn Aston Villa. BEÐIÐ UM HJÁLP Drogba var í fínu formi um helgina en Chelsea tókst samt ekki að vinna. Liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY SVEKKTUR Sir Alex Ferguson upplifði það í fyrsta skipti á löngum ferli um helgina hvernig það er að tapa gegn Aston Villa á heimavelli. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Klaufaskapur Glens Johnson og snilld Andrei Arshav- in urðu þess valdandi að Arsenal vann sætan útisigur, 1-2, á Liver- pool í gær. Arshavin skoraði sig- urmarkið en hann kláraði Liver- pool einnig á sama stað í apríl með fjórum mörkum. Hann kann því vel við sig í Bítlaborginni. Liverpool leiddi í hálfleik, 1-0, en Arsenal var ekki með í fyrri hálfleiknum. Arsene Weng- er, stjóri Arsenal, ku hafa orðið brjálaður í hálfleik og reiðilestur hans skilaði sér. Glen Johnson jafnaði leikinn með skrautlegu sjálfsmarki en hann lagði boltann í eigið net, innanfótar. Glórulaust. John- son mistókst síðan að hreinsa í sigurmarkinu sem og að koma í veg fyrir glæsiskot Rússans sem söng í Netinu. „Wenger öskraði á okkur í hálfleik. Ég hef aldrei áður séð hann svona reiðan,“ sagði Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, eftir leikinn. „Hann var afar svekktur og sagði að við ættum ekki skil- ið að spila í treyju Arsenal ef við ætluðum að spila svona áfram.“ Wenger viðurkenndi að hafa látið leikmenn sína heyra það en vildi annars ekkert tjá sig um hálfleiksræðuna. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sjálfs- mark Johnsons hafi komið sínum mönnum úr jafnvægi. „Sjálfsmarkið breytti öllu. Þá fór sjálfstraust leikmanna og við byrjuðum að gera mistök,“ sagði Benitez eftir leikinn. - hbg Liverpool tapaði enn eina ferðina í gær: Reiðilestur Wengers kveikti í Arsenal VONBRIGÐI Steven Gerrard var svekktur og pirraður í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.