Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 16
16 14. desember 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins Dregið 24. desember 2009 163 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 22.690.000 kr. Bent á mistök Fyrir helgi var skýrsla Ríkisendurskoð- unar gerð opinber, þar sem Seðla- bankinn var gagnrýndur harðlega fyrir lán til fjármálafyrirtækja. Þar kom fram að bankarnir sem hrundu hafi aflað sér lausafjár með lánum frá minni fjármálafyrirtækjum sem hafi fengið lán frá Seðlabankanum gegn ótryggðum bréfum. Seðlabankinn hefði getað hert reglur um veðtrygg- ingar mun fyrr en hann gerði og þannig dregið úr því tjóni sem hann og ríkissjóður urðu fyrir vegna bankahrunsins. Líflínan og snaran Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sem sat í bankaráði Seðlabankans og helsti málsverjandi fyrrverandi seðlabankastjóra, segir að stjórnend- ur bankans hafi ekki getað séð þetta fyrir; erfitt geti verið að gera grein- armun á líflínu og snöru sem lengt er í. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, bloggar Hannes. Já, vissulega. En fara þá ekki fyrir lítið fyrri fullyrðingar hans um seðlabankastjórann sem sá hrunið fyrir en ekki var hlustað á? Ómálefnalega skítkastið Tryggvi Þór Herbertsson alþing- ismaður birti bloggfærslu í gær undir yfirskriftinni „Sannleikanum verður hver sárreiðastur“. Þar fjallar hann um viðbrögð þingflokks- formanna Samfylkingarinnar og VG við auglýsingum Sjálfstæðisflokksins um skattahækkanir ríkisstjórnarinnar. Tryggvi lýkur pistli sínum á að taka fram að hann hafi lokað athuga- semdakerfinu á síðu sinni því þar hafi aðallega birst „ómálefnalegt skítkast“. Á dögunum var sagt frá harðri orðasennu sem Tryggvi lenti í við Kristján Möller samgöngu- ráðherra. Kristján hafði rifjað upp ársgömul ummæli Tryggva við BBC, þegar hann var efnahags- ráðgjafi Geirs Haarde. Tryggvi brást við reiður og kvað hafa kallað ráðherrann skíthæl. Ætli Kristján hefði ekki viljað geta lokað fyrir þá athugasemd? bergsteinn@frettabladid.is Starfs- og launaumhverfi borg-arfulltrúa er með þeim hætti að draga má í efa að þunginn í starfi borgarfulltrúa sé í eðlilegu sam- hengi við það sem þeir eru kjörn- ir til að gera. Í hnotskurn helg- ast þetta af því að greiðslur fyrir setu í fagráðum, m.a. menntaráði eða velferðarráði, eru minni en greiðslur fyrir stjórnarsetu í fyr- irtækjum borgarinnar. Í þessu fel- ast alvarlegar brotalamir sem eiga rætur sínar að rekja til stjórn- kerfisbreytinga R-listans sáluga og vekja spurningar um til hvaða verka borgarfulltrúar eru kjörn- ir, hvaða verkefnum þeir sinna og hvernig þeim eru greidd laun. Fimmtán borgarfulltrúar stýra borginni með setu í ráðum borg- arinnar auk setu í stjórnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem borg- in ber ábyrgð á. Fagráðin eru tíu talsins og mynda kjarna um vinnu borgarfulltrúa, þ.e.a.s. þau verk- efni sem flestir borgarbúar hafa í huga þegar þeir velja sér borgar- fulltrúa í kosningum. Undir fag- ráðin falla umhverfis- og sam- göngumál, skólamál, velferðarmál og fleira Sjálf borgarstjórn tekur lokaákvarðanir og þar ræða borg- arfulltrúar ákvarðanir í ráðum og fylgja málum úr hlaði. Þessu til viðbótar sitja borgarfulltrú- ar í ýmsum stjórnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Þær eru fjölmargar, m.a. stjórnir Orku- veitunnar, Faxaflóahafna, Strætó, hjúkrunarheimila og skíðasvæða. Helsti munurinn á fagráðum og stjórnum er sá að skatttekjur borgarinnar fara beint í rekstur sem fellur undir fagráðin en starf- semi sem fellur undir stjórnir á að standa að mestu leyti undir sér. Stjórnkerfi borgarinnar var umturnað 2005 undir forystu Dags B. Eggertssonar. Gamla skipulag borgarinnar var lagt af og heiti eins og borgarritari, borg- arverkfræðingur og menningar- stjóri voru aflögð. Á móti urðu til svið og sviðsstjórar sem mynda núverandi skipulag. Breytingin fól í sér að fjölga í fagráðum úr 3-5 fulltrúum í 7 fulltrúa. Þetta þýðir að sjötíu kjörnir fulltrúar og sjö- tíu til vara eru kjörnir í fagráð en einnig sitja hvern fund starfs- menn og áheyrnarfulltrúar og sitja þar af leiðandi allt upp í tut- tugu manns fundi. Þá eru ótaldir fulltrúar í stjórnum. Tilgangur breytinganna var meðal annars betri nýting fjár- muna og jafnari laun borgarfull- trúa. Því átti að ná fram með því að setja þak á fjölda fagráða sem borgarfulltrúi gat fengið greitt fyrir. Reglan er sú að borgar- fulltrúar eiga að sitja í tveim- ur fag ráðum til að halda fullum launum og hækka ekki ef þeir setjast í fleiri fagráð (til dæmis í það þriðja). Eins er aðeins greitt álag fyrir formennsku í einu ráði. Þetta átti að tryggja að einstakir borgarfulltrúar gætu ekki raðað á sig nefndum og fengið greitt meira en aðrir. Reynslan sýnir að vandamálið hvarf ekki held- ur færðist til. Í flestum stjórnum utan fagráða er nefnilega greitt sérstaklega fyrir stjórnarsetu og er í sumum tilfellum um umtals- verðar upphæðir að ræða. Breyt- ingarnar hafa því haft þau áhrif að stjórnkerfið hvetur borgarfull- trúa til að sinna verkefnum að lág- marki í fagráðum en sækja viðbót- arlaun í stjórnum utan ráðhússins. Annað markmið með stjórn- kerfisbreytingunum var að auka lýðræðislega stjórnunarhætti. Af framansögðu má ráða að þessu markmiði hafi heldur ekki verið náð. Þróunin hefur þau áhrif að inni í borgarstjórn eru afar fáir fulltrúar til að tala máli fagráða borgarinnar. Kjörnum fulltrúum í fagráðum hefur fækkað mjög hlutfallslega enda erfitt að raða fimmtán manna borgarstjórn í sjötíu sæti fagráða. Til dæmis var ég sem formaður í umhverfis- og samgönguráði eini borgarfulltrú- inn í ráðinu. Þetta á við um fleiri fagráð. Í stjórn Faxaflóahafna eru hins vegar fjórir af fimm stjórn- armönnum borgarfulltrúar. Stað- an er því sú að fagráðin, sem eru grunnhluti þeirrar vinnu sem borgarfulltrúar eiga að inna af hendi, líða fyrir skipulagið. Þetta er afleitt og er ekki til að auka lýðræðislega umræðu eins og var markmiðið. Það er mikilvægt að ræða ókosti stjórnkerfisbreytinga borgarinn- ar út frá siðferðislegu og fjár- hagslegu sjónarmiði. Í núverandi fyrirkomulagi felst óhagræði sem verður að laga þar sem það getur ekki verið borgarbúum í hag að borgarfulltrúar hafi sterka fjár- hagslega hagsmuni af því að leita í önnur verkefni en þau sem koma borgarbúum mest við. Núver- andi fyrirkomulag leiðir til þess að margir borgarfulltrúar hafa of mikið af verkefnum á sinni könnu sem tengjast ekki fagráðunum og þeim verkefnum sem þeir voru kosnir til að sinna. Umræðan um fjölgun borgarfulltrúa er vissu- lega þörf í þessu samhengi en ekki fyrr en búið er að vinna markvisst að breytingum á núverandi stjórn- kerfi þar sem lagt er upp með að kjörnir fulltrúar sinni sem best forgangsverkefnum borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi. Hvað skiptir máli? Í DAG | ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Borgarmál UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrif- ar um málefni Orkuveitu Reykjavíkur Skuldir OR hafa fjórfaldast á kjörtímabilinu og skuldsetn- ingarhlutfallið (langtímaskuld- ir á móti eigin fé) sexfaldast. Sú niðurstaða sem greiningardeild Arion banka kemst að í greiningu sinni á fjárhags- stöðu OR staðfesti viðvaranir sem fulltrúar Sam- fylkingar í stjórn OR hafa haft á lofti síðan 2006. Eða frá því fyrsta viljayfirlýsingin við Norðurál um álver í Helguvík kom fyrir stjórn OR og var sam- þykkt af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks. En þeir samningar hafa keyrt framkvæmdir OR áfram. Í bókun sem ég lagði fram við afgreiðsl- una 2006 óska ég eftir upplýsingum um áhrif virkj- anaframkvæmda á efnahag Orkuveitu Reykjavíkur, sérstaklega eiginfjárhlutfall fyrirtækisins til lengri tíma og meðan á framkvæmdum stæði og að þessi áhrif yrðu skoðuð í samhengi við önnur fjárfest- ingaráform fyrirtækisins. Ég spurði: „Hvar liggja þolmörk fyrirtækisins í fjárfestingu? Huga verður að því að fjárfestingar fyrirtækisins á ýmsum svið- um, þótt arðsamar séu til lengri tíma, leiði ekki til þess að grípa þurfi til sérstakra aðgerða til að auka eigið fé fyrirtækisins.“ Þessi bókun þótti hlægileg á sínum tíma og var hunsuð. Dagur B. Eggertsson lagði svo fram tillögu 2007 þess efnis að kanna kosti þess að koma virkjunum í dótturfélög án ábyrgðar borgarinnar. Ekki var frek- ar hlustað á það af hálfu Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks og nú sitjum við í súpunni. Á stjórnarfundi í nóvember sl. lagði ég fram svo- hljóðandi tillögu: „… Hluti tekna fyrirtækisins er í USD, en lánasafn fyrirtækisins er í ýmsum gjald- miðlum. Því er lagt til að leiða verði leitað til að umbreyta lánum í lán í USD eða að gera orkusölu- samninga í evrum og halda þá samsvarandi hlutfalli lána í evrum. Þetta er lagt til í því skyni að minnka áhættu og til að ekki komi til frekari áfalla í rekstri OR ef USD lækkar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.“ Síðan hafa verið haldnir tveir fundir og tillagan er enn í frestun og verður það kannski þar til Sam- fylkingin tekur við stjórn OR og borgarinnar. Það væri eftir öðru. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OR. OR og ábyrgð meirihlutans SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Á rið sem er að líða undir lok hefur einkennst öðru fremur af ákvörðunarfælni og hugleysi. Göran Person, fyrrver- andi forsætisráðherra Svíþjóðar, ráðlagði okkur fyrir ári að draga ekki ákvarðanir, það yrði okkur dýrkeypt. Sú virðist þó hafa orðið raunin og nú fyrst, nokkrum dögum fyrir jól, hefjast umræður um fjárlögin 2010. Áform stjórnvalda virðast snúast um að auka tekjur með hækkun skatta. Er það rétta eða eina leiðin? Við höfum þrjá kosti í ríkis- fjármálum; að auka tekjur, lækka kostnað og selja eignir. Sambland af þessu er blönduð leið. Að auka skatta eingöngu er ekki blönduð leið og auðvelt er að efast um að leið sem byggir eingöngu á skatta- hækkunum sé hin eina rétta. Fyrir þinginu liggur grundvallarbreyting á skattkerfinu, veru- lega aukin skattbyrði fyrirtækja og heimila, sem þegar horfast í augu við nær ómögulega stöðu. Þessi stefna virðist hafa orðið til án samráðs eða samtals við atvinnurekendur og fjölskyldur í landinu, án samráðs við þjóðina. En hver er stefnan í útgjöldum ríkisins? Aðferðafræðin þar virð- ist ganga út á að henda hugmyndum út í samfélagið og draga þær svo til baka ef óvinsældir eru miklar. Hvers vegna er umræðan, hugmyndaauðgin og hugrekkið jafn lítið og raun ber vitni þegar kemur að kostnaðarhlið ríkisrekstursins? Þær aðstæður sem eru uppi færa okkur í raun einstakt tækifæri til að gera umbætur á kerfi sem byggst hefur upp og þróast í langan tíma, nær gagnrýnislaust. Fæst okkar eru fyllilega sátt við þetta kerfi og því virðist það bæði skammsýnt og óskynsamlegt að plástra blæðandi sár. Væri ekki nær á þessum tíma að byrja með autt blað og spyrja hvernig heilbrigt og skynsamlegt kerfi lítur út? Við þessar aðstæður þarf að forgangsraða og mikilvægt er að standa vörð um grunnstoðir framtíðarinnar. Þar er menntun einna mikilvægust. En það er hægt að hagræða og bæta í senn. Við getum eflt innihald grunnskólanna þrátt fyrir niðurskurð, stytt og bætt framhaldsskólann, sameinað og eflt háskólana. Við getum skoðað sölu á eignum ríkis og sveitarfélaga sem ekki eru nauðsynlegar til að veita opinbera þjónustu. Selja mætti t.d. fasteignir ríkis og sveitarfélaga til lífeyrissjóða eða annarra fjár- festa gegn sanngjarnri leigu og þar með minnka þörf á aukinni skattheimtu þjakaðra fyrirtækja og fjölskyldna. Með þessu mætti losa um umtalsverð verðmæti án þess að það komi niður á þjónustu á nokkurn hátt og um leið skapa áhugaverða og örugga fjárfest- ingarkosti fyrir atvinnulaust fjármagn sem liggur á innlánsreikn- ingum. Aðstæður kalla á hugrekki og forystu byggða á skýrri framtíð- arsýn. Við höfum einstakt tækifæri til að spyrja, hvers konar kerfi viljum við og þurfum, fremur en að spyrja hvernig við getum breytt núverandi kerfi – jafn gallað og það er. Fjárlög 2010: Hugrekki óskast HALLA TÓMASDÓTTIR SKRIFAR En hver er stefnan í útgjöldum ríkisins? Aðferðafræðin þar virðist ganga út á að henda hugmyndum út í samfé- lagið og draga þær svo til baka ef óvinsældir eru miklar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.