Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 46
38 14. desember 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? „Við pabbi hennar erum að rifna úr stolti. Það er draumur hennar að hafa atvinnu af þessu og ég er viss um að henni tekst það. Hún er róleg týpa og niðri á jörðinni svo ég hef engar áhyggjur af henni.“ Auður Sólmundardóttir er mamma Karenar Pálsdóttur, sextán ára söngkonu sem tekur þátt í Eurovision eftir áramót með laginu „Future“. „Ég þrái að liggja uppi í rúmi með tærnar upp í loftið og horfa á DVD. Það móment kemur bara ekki nógu oft,“ segir konungur poppsins, Páll Óskar Hjálmtýsson. Vinsældir Palla eru með ólík- indum. Hann hefur selt plöturnar Allt fyrir ástina og Silfursafnið í meira en 32 þúsund eintökum og er búinn að bóka sig á skemmtanir út árið 2010 – og árið er ekki einu sinni hafið! „Síminn stoppar ekki. Ég er löngu hættur að taka við bók- unum, ég er að reyna að skera niður ef eitthvað er. Mig vant- ar ekki vinnu, mig vantar frí,“ segir Palli, en hann var staddur í Vestmannaeyjum að æfa fyrir jólatónleika þegar Fréttablaðið náði í hann. „Ég er staddur á ein- hverjum skrýtnum stað, þar sem mér líður eins og ég sé búinn að keyra mig út og er að sýna merki ofþreytu. Það er bara ekki baun sniðugt. Það er staður sem ég vil ekki vera á.“ Páll Óskar fagnar stórafmæli á næsta ári þegar hann verður fer- tugur og því hyggst hann fagna veglega. Þá vonast hann til að senda frá sér plötu, en ætlar ekki að stressa sig á því, heldur vinna að henni þar til hún verður góð. - Á svo ekki að skella sér á strönd í janúar – taka smá frí? „Jú. Ég er búinn að teikna upp árið 2010 í stórum dráttum og inni í því eru líka verðskulduð frí.“ - afb Þreyttur Páll Óskar þráir frí DUGNAÐUR Páll Óskar er bókaður út næsta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þegar ég var í háskóla var ég oft með námskeið í Keflavík og á Akureyri. Eftir það var maður oft að hitta gömlu nemendurna og það var verið að skora á mann að koma aftur, svo ég tók bara ákvörðun um að láta verða af þessu núna,“ segir Ásta Bærings dansari sem opnar dansskólann Danscentrum í Reykja- nesbæ 11. janúar næstkomandi. Sjálf er Ásta aðalkennari skól- ans, en hún hóf dansnám í Dans- listarskóla JSB aðeins fimm ára gömul og lauk dansaradiplómu árið 2001. Síðan þá hefur hún starf- að sem dansari og danshöfundur í leikhúsum og tekið þátt í söng- leikjum á borð við Fame, Grease og Hafið bláa svo eitthvað sé nefnt. Aðspurð segir hún námið skiptast í tvær annir og fjölbreytileikann vera í fyrirúmi, en nemendur læra ýmsa dansstíla svo sem, jazzdans, street jazz og hip hop. „So You think you can dance-þættirnir eru svo lít- il fyrirmynd að náminu. Allir læra ákveðna grunntækni, en við viljum að nemendur geti tileinkað sér mis- munandi dansstíla,“ segir Ásta. Auk hennar kenna þær Guðríður Haf- steinsdóttir og Ósk Björnsdóttir við skólann, en vegna fjölda stráka sem hafa skráð sig ætlar hún að bæta við kennara. „Það eru rúmlega 100 nemendur búnir að skrá sig og þar af eru rúmlega tuttugu strákar. Ég er náttúrlega tilbúin að gera allt til að halda þeim og vil ekki að þeir flosni upp úr dansnáminu,“ útskýrir hún og hvetur nemendur til að skrá sig sem fyrst, en opið verður fyrir skráningu til 9. janúar á heimasíðu skólans danscentrum.is. -ag Suðurnesjastrákar vilja læra dans FJÖLBREYTT NÁM Ásta segir So you think you can dance-þættina vera fyrirmynd að dansnáminu í Danscentrum sem hún opnar í janúar í Reykjanesbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÁRÉTT 2. hálfgras, 6. lést, 8. hyggja, 9. svelg, 11. í röð, 12. kryddblanda, 14. skæla, 16. skst., 17. arr, 18. erlendis, 20. tveir eins, 21. sjúkdómur. LÓÐRÉTT 1. lífræn sýra, 3. tveir eins, 4. pinku- lítið, 5. rekkja, 7. æðibunugangs, 10. dýrahljóð, 13. farvegur, 15. flatormur, 16. nudda, 19. ryk. LAUSN LÁRÉTT: 2. stör, 6. dó, 8. trú, 9. iðu, 11. lm, 12. karrí, 14. gráta, 16. no, 17. sig, 18. úti, 20. ðð, 21. asmi. LÓÐRÉTT: 1. edik, 3. tt, 4. örlítið, 5. rúm, 7. óðagots, 10. urr, 13. rás, 15. agða, 16. núa, 19. im. Auglýsingasími – Mest lesið VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Hún er skosk og heitir Graeme Massie. 2 Roman Abramóvitsj, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. 3 Jón Ólafsson, tónlistar- og dagskrárgerðarmaður. „Hópurinn er hægt og rólega að komast í form,“ segir Rúnar Freyr Gíslason sem leikur í Faust sem verður frumsýnt í Borgar- leikhúsinu 15. janúar. Leikritið krefst mikils líkamlegs styrks og hafa Rúnar Freyr og samleikarar hans æft stíft undanfarinn einn og hálfan mánuð undir styrkri stjórn leikstjórans Gísla Arnar Garðarssonar og þrekþjálfarans Jóhannesar Níels Sigurðssonar. „Þetta er ansi hressandi eftir dálítið mörg blaserjakkahlut- verk sem ég hef verið í, að fá allt í einu að hreyfa sig almenni- lega,“ segir Rúnar Freyr. „Að fá að klifra svolítið, róla sér og hoppa á trampólíni er bara æðis- legt. Við byrjum alltaf í fótbolta á morgnana og tökum svo þrek og púl. Þetta er trúlega gott fyrir líkamann og ekki síst sálina. Maður er alltaf einhvern veginn hress og kátur.“ Rúnar viðurkennir samt að verkefnið sé mjög strembið og að hver dagur sé mikil þrekraun. „Ég er að sýna í Söngvaseiði og Fjölskyldunni í Borgarleikhúsinu fjórar til sex sýningar á kvöld- in. Svo eru æfingar á Faust alla daga þannig að maður er orðinn ansi lúinn. En þetta er samt svo gaman að ég kvarta ekki.“ Nýlega birtist viðtal í Frétta- blaðinu við konu hans Selmu Björnsdóttur sem er önnum kafin við undirbúning á söngleiknum Oliver! sem verður frumsýndur á annan í jólum. Þar voru leidd- ar að því líkur að Rúnar Freyr myndi sjá um jólahaldið vegna anna Selmu. „Ég kasta því bara til baka. Selma sér um það,“ segir Rúnar og hlær. Hann er að vonum spenntur fyrir frumsýn- ingardegi Faust. „Maður verður bara að fara rólega í jólasteikina sem Selma ætlar að elda, þannig að maður sé ekki of þungur á sér 15. janúar.“ freyr@frettabladid.is RÚNAR FREYR GÍSLASON: FÆR LOKSINS AÐ HREYFA SIG Í FAUST Lúinn eftir erfiðar æfingar ERFIÐAR ÆFINGAR Rúnar Freyr og Gísli Örn Garðarsson í ógurlegri teygjuæfingu fyrir Faust. Björn Hlynur Haraldsson fylgist spenntur með. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ingó Veðurguð samdi nýjan suðræn- an smell þegar hann var úti í Argentínu í haust við tökur á Wipe Out. Lagið, sem gengur undir nafninu Adios, verður væntanlega fyrsta Veðurguðalagið sem byrjar að heyrast með vorinu. Útvarpsmað- urinn Ívar Guðmundsson lætur vel af laginu, en þeir Ingó deildu saman hótelherbergi í Argentínu og fékk Ívar þá að finna smjörþefinn af Adios. Stúlknasveitin The Charlies, sem hét áður Nylon, er í skemmtilegu viðtali í nýjasta tölublaði tíma- ritsins Monitor. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að fyrir nokkru bauðst Steinunni, Klöru og Ölmu að láta gera eftir sér dúkkur. Stúlkurnar höfnuðu því vegna þess að þeim fannst hugmyndin kjánaleg, en þær voru einnig hræddar við hvernig dúkk- urnar kæmu út. Talandi um dúkkur, þá var sú sem Hagkaup lét gera eftir Birgittu Haukdal ein sú allra eftirminni- legasta, sérstaklega fyrir þær sakir að vera alls ekkert lík söngkon- unni. Annar Íslendingur verður gerður ódauðlegur á þennan hátt á næstunni, en Lego hyggst fram- leiða leikföng byggð á ævintýramyndinni Prince of Persia, en þar leikur Gísli Örn Garðarsson einn af vondu köllunum. Það verður því spennandi að sjá hvernig Gísli kemur út sem Legokall. - drg/afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.