Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 20
20 14. desember 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
GEORGE WASHINGTON LÉST
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1732.
„Leitaðu kynna við mann-
kostafólk, ef þú virðir þitt
eigið mannorð, því að betra
er að vera einn en í slæm-
um félagsskap. “
George Washington var hers-
höfðingi í meginlandshernum
sem sigraði Breta í banda-
ríska frelsisstríðinu og var
kjörinn fyrsti forseti Banda-
ríkjanna. Hann sat tvö fjög-
urra ára kjörtímabil. Hann var
eindreginn lýðveldissinni og
fylgjandi hlutleysi Bandaríkj-
anna í alþjóðastjórnmálum.
Á þessum degi árið 2003 var tilkynnt um að fyrr-
verandi forseti Íraks, Saddam Hussein, hefði
fundist í holu skammt frá heimabæ sínum Tikrit.
Ekkert hafði sést til Saddams síðan bandaríski
herinn réðst inn í Írak í apríl sama ár, en Uday
og Qusay, synir hans, voru drepnir af bandarísk-
um hermönnum í júlí. Voru 25 milljónir dollara
boðnar hverjum þeim sem gefið gæti upplýsing-
ar um dvalarstað Saddams, og þegar tilkynnt var
að hann hefði fundist fylgdi sögunni að einn úr
hans eigin fjölskyldu hefði gefið vísbendingar um
ferðir hans.
Holan sem Saddam fannst í var svokölluð
„köngulóarhola“, tveggja metra djúp og rúmaði
einungis eina manneskju. Saddam var vopnað-
ur byssu þegar hann fannst en veitti enga mót-
spyrnu við handtökuna. Saddam var hengd-
ur samkvæmt dómsúrskurði 30. desember árið
2006.
ÞETTA GERÐIST: 14. DESEMBER 2003
Saddam Hussein finnst í holu
MERKISATBURÐIR
1542 María Stúart verður
drottning Skotlands.
1890 Eyrarbakkakirkja er vígð.
Altaristafla hennar er eftir
Lovísu Danadrottningu,
máluð árið 1891.
1911 Roald Amundsen kemur
á suðurpólinn.
1934 Golfklúbbur Reykjavíkur
er stofnaður undir nafn-
inu Golfklúbbur Íslands.
1939 Sovétríkin eru rekin úr
Þjóðabandalaginu vegna
innrásarinnar í Finnland
en það stríð var síðar
nefnt Vetrarstríðið.
1989 Í Síle eru haldnar fyrstu
lýðræðislegu kosningarn-
ar í sextán ár.
AFMÆLISBÖRN
JANE BIRK-
IN leik- og
söngkona
er 63 ára í
dag.
GUÐ-
MUNDUR
ÓLAFSSON
leikari er 58
ára í dag.
„Það verður engin veisla í dag. Ég eyði
bara deginum með fjölskyldunni,“
segir Haraldur Gíslason, tónlistar-
maður og deildarstjóri á leikskólanum
Hörðuvöllum í Hafnarfirði, sem á 35
ára afmæli í dag.
Haraldur er trommari rokksveitar-
innar Botnleðju, sem hefur haft hægt
um sig undanfarin ár en þó aldrei gefið
út formlega dánartilkynningu. Hann
og Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari
og gítarleikari í téðri Botnleðju, út-
skrifuðust báðir sem leikskólakenn-
arar frá Kennaraháskóla Íslands fyrir
tveimur árum, og lokaverkefni þeirra
við skólann var platan Pollapönk, sem
notið hefur mikilla vinsælda hjá yngri
kynslóðinni. Nú hafa félagarnir lagt í
nýja plötu, Meira Pollapönk, og stefna
á að gefa hana út í vor. „Við erum búnir
að semja fimmtán lög sem við erum
rosalega ánægðir með. Við höfum líka
bætt í bandið, en þeir Arnar Gíslason
trommari og Guðni Finnson bassaleik-
ari, sem hafa leikið með sveitum á borð
við Dr. Spock og Ensími, eru gengnir
til liðs við okkur. Þetta er hörkuband
og platan verður gott stöff,“ segir Har-
aldur.
Spurður um umfjöllunarefni Meira
Pollpönks upplýsir Haraldur að meðal
lagatitla verði „113 Vælubíllinn“ og
„Keyrða kynslóðin“, sem fjallar um
krakka sem eru keyrð út um allt, í
skólann og jafnvel í næsta hús. Ung-
viði landsins á því væntanlega von á
góðu þegar vorar.
Eins og áður sagði starfar Harald-
ur sem deildarstjóri á leikskóla. Það
er þungt í honum hljóðið þegar talið
berst að niðurskurði á þeim vettvangi.
„Mér finnst þetta afskaplega kjána-
legt. Það var með herkjum að manna
tókst leikskólana í góðærinu og núna
loksins þegar betur gengur að fá fólk
til starfans erum við látin taka til eftir
partíið sem okkur var ekki boðið í. For-
gangsröðunin er fáránleg. Leikskólarn-
ir þurftu meira að segja að skera niður
í góðærinu líka og það er borin von að
það takist án þess að það bitni á þjón-
ustunni. Það er alveg klárt mál,“ segir
Haraldur og bætir við að hann finni
fyrir miklum stuðningi frá foreldrum
og fleirum vegna þessara mála.
Botnleðja á þrjár plötur á lista yfir
hundrað bestu plötur Íslandssögunn-
ar sem tekinn var saman fyrr á árinu
og gefinn út í veglegri bók fyrir jólin.
Haraldur útilokar ekki að sveitin komi
saman á næstunni, en lofar engu held-
ur. „Við erum allir uppteknir í öðrum
verkefnum, en erum samt góðir vinir.
Það væri gaman að gera eitthvað, ein-
hvern tímann. Þegar tíminn er réttur
þá teljum við í, einn, tveir, þrír, fjór!“
kjartan@frettabladid.is
HARALDUR GÍSLASON TÓNLISTARMAÐUR: Á 35 ÁRA AFMÆLI Í DAG
Telur í meira Pollapönk
AFMÆLI Haraldur Gíslason býst ekki við að fagna afmælisdeginum sérstaklega að öðru leyti en
því að verja honum með fjölskyldunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hrafninn eða krummi er eini
hröfnungurinn sem verpir hér
á landi. Hann er stór og svart-
ur og er spörfugl þótt ótrúlegt
megi virðast, stærstur fugla í
þeim stóra ættbálki. Hrafnar
sýna stundum ótrúlegar flug-
listir sem eru mikið augnayndi.
Varpkjörlendi hans er í klett-
um, giljum og hraunum á lág-
lendi. Stundum verpa hrafn-
ar á mannvirkjum eða jafnvel í
trjám. Þetta á sérstaklega við
á Suðurlandsundirlendinu þar
sem lítið er um náttúrulega
varpstaði. Hrafninn er staðfugl
og einn fárra fugla sem finnast
á hálendinu yfir háveturinn.
„Krummi svaf í kletta-
gjá, kaldri vetrarnóttu á,“
segir í kvæði og um fáa fugla
hefur jafnmikið verið ort og
krumma. Hann er og þekkt-
ur spádóms- og gáfufugl. Hug-
inn og Muninn voru spádóms-
fuglar Óðins og Hrafna-Flóki
treysti á hrafna til að finna Ís-
land.
Auðvelt er að laða hrafna
að hýbýlum manna með mat-
argjöfum á veturna en þeim
þarf að gefa á opnum svæð-
um. Þeir eru næstum alæt-
ur. „Guð launar fyrir hrafninn“
segir máltækið.
www.fuglavernd.is
FUGL VIKUNNAR: HRAFN
Fugl visku og spádóma
HRAFN Hrafninn er staðfugl og einn fárra sem finnast á hálendinu yfir
háveturinn. MYND/JÓHANN ÓLI HILMARSSON.
Ástkær systir mín, föðursystir
og mágkona,
Guðrún Gunnarsdóttir
frá Reykjum í Fnjóskadal,
lést á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík þann
7. desember. Útförin fer fram frá Illugastaðakirkju
miðvikudaginn 16. desember kl. 14.00. Sætaferðir
verða frá Umferðarmiðstöðinni á Akureyri kl. 13.00.
Tryggvi Gunnarsson
Gunnar M. Guðmundsson
Þóra K. Guðmundsdóttir
Pálína Magnúsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Árnína Sigurveig
Guðnadóttir
Löngumýri 8, Akureyri,
lést að Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 8. desember.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 16. desember kl 13.30.
Sóley Sigdórsdóttir Davíð Kristjánsson
Rósa Sigdórsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Okkar ástkæri faðir, sonur og bróðir,
Níels Ólafsson
lést að heimili sínu í Århus í Danmörku þann 1.
desember sl. Minningarathöfn auglýst síðar.
Hafþór Níelsson
Tryggvi Níelsson
Ólafur Hafþór Guðjónsson
Björg Ólafsdóttir
Daniel Ólafsson
Guðjón Hafþór Ólafsson