Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 18
18 14. desember 2009 MÁNUDAGUR
UMRÆÐAN
Ragnar Sær Ragnarsson skrif-
ar um leikskólamál í Reykjavík
Að undanförnu hefur verið fjall-að um fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar í fjölmiðlum. Þar hefur
leikskólastarf m.a. verið til umfjöll-
unar og fram hefur komið að for-
eldrar og starfsfólk leikskóla bera
ugg í brjósti um áhrif hagræðingar
á starf skólanna á komandi ári. Við
fyrri umræðu um fjárhags áætlun
Reykjavíkurborgar í borgarstjórn
þann 3. desember var ákveðið að
leggja aukalega 150 milljónir króna
til starfs leikskóla borgarinnar á
komandi ári.
Nú er ljóst að eftir þessa ákvörð-
un munu heildarfjárveitingar til
leikskólastarfs í Reykjavík
aukast um 100 milljónir á
milli ára. Heildarkostnað-
ur leikskólasviðs Reykja-
víkur er um tíu milljarðar
á árinu 2010. Stærstur hluti
þessara fjármuna er fram-
lag úr borgarsjóði en hlut-
ur foreldra í kostnaði er um
11 prósent. Við vinnslu fjár-
hagsáætlunar var upphaf-
lega miðað við 5,76% hag-
ræðingarkröfu á leikskólasvið en
niðurstaðan varð hagræðing sem
nemur 4,1%. Meginhluti hagræð-
ingarinnar næst fram í yfirstjórn
og innkaupum, en starfsemi leik-
skólanna sjálfra ber einungis 1,8%
hagræðingu. Verulegur ávinningur
er nú þegar sýnilegur með nýjum
útboðum. Aukning verður í græn-
um innkaupum með því
að akstur aðfanga og inn-
kaup verða samtvinnuð. Þá
hefur verið ákveðið að ný
börn verði ekki vistuð inn
á sumarleyfistíma starfs-
fólks eins og verið hefur í
nokkrum skólum.
Af þessu leiðir að starfs-
fólk getur tekið samfellt
sumarleyfi án þess að álag
aukist á aðra starfsmenn
eða afleysingarfólk sé ráðið í stað-
inn. Jákvæð og eðlileg viðbrögð for-
eldra um gæði í leikskólastarfi eru
ofarlega í huga þeirra sem koma að
gerð tillagna fyrir sviðið enda erum
við flest jafnframt foreldrar barna í
leikskólum borgarinnar. Leikskóla-
svið hélt opinn fund með foreldrum
þann 12. nóvember sl. til að fara yfir
stefnu og markmið í leikskólastarfi
næsta árs og kynna markmiðasetn-
ingu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir
árið 2010. Fulltrúum úr foreldraráð-
um og foreldrafélögum var sérstak-
lega boðið að taka þátt í umræðum.
Á fimmta tug mættu og komu fram
margar góðar ábendingar til leik-
skólasviðs sem fylgt hefur verið.
Farið er eftir ábendingum foreldra,
barna og starfsfólks þegar tilgreind
eru framtíðarskref og áherslur í
starfi leikskólanna á næsta starfs-
ári.
Foreldrar þurfa í engu að kvíða
um metnaðarfullt og faglegt starf í
leikskólunum og því síður um öryggi
barna sinna. Allt slíkt tal er ábyrgð-
arlaust.
Aldrei áður hafa leikskólar borg-
arinnar verið jafn vel skipaðir
starfsfólki og er nýting skólanna
af þessum sökum 100% um þessar
mundir. Rúmlega 200 börn eiga nú
kost á leikskólaplássi vegna þessa,
umfram þann fjölda sem skólarnir
hafa annað undanfarin ár. Í mörgum
tilvikum þýðir þetta beinan peninga-
legan sparnað fyrir foreldrana, þar
sem leikskólagjöldin eru lægri en
kostnaður foreldra við önnur úrræði.
Hlutfall háskólamenntaðra starfs-
manna hefur aukist um 10 prósentu-
stig og er áætlað að tæplega 60%
starfsmanna verði með háskólapróf
á árinu 2010. Í nýlegri könnun kom
fram að aukin og jákvæð þjónustu
við börn og foreldra lýsir sér best
í því að 98% foreldra telja að barni
sínu líði vel í leikskólanum og 95%
telja að komið sé til móts við þarf-
ir barna þeirra. Þetta hlutfall hefur
aldrei verið hærra. Þetta jákvæða
viðhorf er fyrst og fremst að þakka
frábæru starfsfólki og stjórnend-
um leikskólanna. Enginn leikskóli
er betri en starfsfólkið sem þar
vinnur. Gæði leikskólastarfs liggja
í þeim mannauði sem er til staðar í
sérhverjum skóla. Framsækið leik-
skólastarf mun áfram ráða ríkjum.
Má í því sambandi nefna að áfram er
haldið með öflugan sjóð til að byggja
upp nýbreytni og þróunarstarf leik-
skólanna. Þá hefur verið settur á
laggirnar vinnuhópur til að kanna
grundvöll fyrir alþjóðlegar þekking-
arheimsóknir erlendra kennara til
Íslands. Launakjör haldast óbreytt
eða hækka á árinu 2010. Neysluhlé
sem er greiðsla til starfsmanna sem
vinna með börnum á leikskólunum
heldur áfram. Stöðugleiki í starfs-
mannahaldi skapar aukna ánægju
og betri þjónustu.
Um 8.200 börn njóta framlaga
borgarinnar á árinu 2010. Leikskóla-
gjöld í Reykjavík eru lægri en ann-
ars staðar og munar þar verulegu.
Þá er 100% systkinaafsláttur þannig
að foreldrar greiða í raun einungis
gjald með einu barni. Engin áform
eru uppi um breytingu á gjaldskrá.
Höfundur er formaður leikskóla-
ráðs Reykjavíkurborgar.
Leikskólar fá aukið fjármagn
UMRÆÐAN
Gunnar Þór Jóhannesson,
Stefán Pálsson og Helga
Björnsdóttir skrifa um nýtt
félag stundakennara á há-
skólastigi
Háskóli Íslands er ein af lykil-stofnunum íslensks samfélags.
Þessi sannindi þreytast ráðamenn
ekki á að rifja upp, í það minnsta á
tyllidögum, og þau eru leiðarstefið
í þriggja ára átaksverkefni Háskól-
ans sem rektor kynnti á fullveld-
isdaginn 2008 undir yfirskriftinni
„Fjársjóður til framtíðar“. Í ræðu
sinni útskýrði Kristín Ingólfsdótt-
ir að fjársjóðurinn væri í raun „sú
auðlegð sem býr í öflugu starfsliði
Háskóla Íslands“.
Sjálfsagt er að taka undir þessu
hlýju orð í garð starfsliðs Háskól-
ans. Ekki er þar einungis um fast-
ráðna starfsmenn að ræða, því eins
og segir á bls. 85 í Árbók Háskól-
ans 2008 er stór hluti kennslunnar
við skólann „framlag lausráðinna
stundakennara sem kenna sam-
hliða starfi úti í atvinnulífinu“ eða
alls 1.097 manns. Þá kemur fram að
um 14% kennslunnar séu í höndum
starfsmanna Háskólans annarra en
fastráðinna kennara. Samkvæmt
Árbókinni samsvarar stundakennsla
alls 211 ársverkum aðjúnkta. (Hér
er stundakennsla á vegum Mennta-
vísindasviðs ekki meðtalin.)
Af þessum tölum má glögglega sjá
hversu mikilvægt framlag stunda-
kennara er í starfi Háskólans og
raunar vandséð hvernig stofnun-
in yrði rekin án þeirra. Ekki bera
launakjör þess hóps þó með sér að
vinnan sé metin að verðleikum.
Flestir stundakennarar eru laus-
ráðnir og fá greitt tímakaup, fast-
ir starfsmenn stofnana Háskólans
hafa þó fengið greidda yfirvinnu
fyrir stundakennslu. Kaup og kjör
þessa hóps eru einhliða ákveðin
af Samráðsnefnd um kjaramál en
í henni sitja lögfræðingur Háskóla
Íslands, fjármálastjóri og einn aka-
demískur starfsmaður. Stundakenn-
arar eiga þar engan fulltrúa.
Kröpp kjör
Samráðsnefndin hefur ákveðið að
frá og með 1. janúar 2009 fái laus-
ráðinn stundakennari með meistara-
prófsgráðu 1.655 krónur á tímann
auk orlofs. Sá sem er með doktors-
próf hækkar um heilar 299 krónur
eða tæpar 60 krónur fyrir hvert ár
umfram grunnnám.
Stundakennarar við Háskóla
Íslands eru fjölbreyttur hópur.
Þegar hefur verið getið um starfs-
menn rannsóknarstofnana skólans.
Aðrir eru í aðalstarfi utan HÍ og
koma inn sem gestakennarar, jafn-
vel aðeins í eina og eina kennslu-
stund. Loks er svo hópur fólks
sem hefur ekkert annað launað
starf en stundakennslu. Oftast eru
þetta framhaldsnemar við Háskóla
Íslands eða sjálfstætt starfandi
fræðimenn sem sinna oft mikilli
stundakennslu eða frá einu og upp í
jafnvel fjögur námskeið á misseri.
Réttlaus hópur
Þau laun sem Háskóli Íslands
metur sæmandi að bjóða sérfræð-
ingum fyrir kennslu á háskóla-
stigi dæma sig sjálf. Alvarlegra
mál er þó réttindaleysi þessa hóps.
Háskóli Íslands borgar ekki stétt-
arfélagsgjöld og ekki launatengd
gjöld í almenna sjóði stéttarfélaga
af launum stundakennara. Það
þýðir að þeir hafa engan veikinda-
rétt og enga möguleika á að nýta
sér þjónustu stéttarfélaga eins og
styrktarsjóði, starfsmenntunar-
sjóði eða sjúkrasjóði. Það er því
ekki fjarri lagi að segja að stunda-
kennarar við Háskóla Íslands séu
líkt og „stéttleysingjar“ og fari á
mis við það sem yfirleitt eru talin
sjálfsögð réttindi launafólks.
Þann 4. nóvember 2009 var
hagsmunafélag stundakennara
á háskólastigi – HAGSTUND –
stofnað. Nokkur undirbúningur
liggur að baki stofnuninni en hlut-
verk félagsins er:
1. Að efla samheldni og sam-
vinnu meðal félagsmanna óháð
sviðum og/eða námsbrautum
háskólanna
2. Að vinna að bættum kjörum
félagsmanna og gæta hags-
muna þeirra
3. Að bæta starfsskilyrði félags-
manna og auka gagnsæi og
skilvirkni í samskiptum þeirra
við háskólann
4. Að hafa samvinnu við kjarafé-
lög háskólamanna, sérstaklega
þau sem hafa rétt til samnings-
gerðar við háskólann
5. Að vera málsvari félagsmanna
út á við
Skipuð hefur verið vinnustjórn,
auk þess sem félagið hefur komið
sér upp fréttasíðu þar sem frétt-
ir og tilkynningar birtast ásamt
greinum og öðrum gagnlegum
upplýsingum. Slóðin er: http://
www.kaninka.net/hagstund. Eru
allir stundakennarar í íslenskum
háskólum eindregið hvattir til að
kynna sér félagið og ganga til liðs
við kollega sína.
Höfundar eru stundakennarar
við Háskóla Íslands.
Hlúum að fjársjóðnum
GROUP
RAGNAR SÆR
RAGNARSSON