Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. desember 2009 11 Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.* Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun Símans eða í síma 800 7000. Sex vinir alveg óháð kerfi Sími Netið SjónvarpÞað er800 7000 • siminn.is Hengjum okkur ekki í smáatriði! Vinátta – alveg óháð kerfi. HEILSA Stöku yfirvinnutímar skaða engan en ef unnin er of mikil yfir- vinna getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar, segir í finnskri rannsókn sem Aftenpos- ten segir frá. Ef unnið er meira en 50 tíma í vikunni verður orðaforðinn verri sem og hæfileikinn til að draga ályktanir. Skammtímaminni hrak- ar líka. Samkvæmt rannsókn- inni versnar svefninn einnig hjá þeim sem vinna meira en 55 tíma á viku. Þeim er þrisvar sinnum hættara við svefntruflunum en þeim sem ekki vinna yfirvinnu. Ekki er samt algilt að of mikil vinna hafi slæm áhrif á heilsuna. Þeir sem vinna 40 tíma á viku hafa það best samkvæmt rann- sókninni, bæði þeir sem vinna meira eða minna en það eiga þunglyndi og kvíða á hættu. - sbt 40 tíma vinnuvika fullkomin: Of mikil vinna heilsuspillandi SKATTUR Ríkissjóður leggur fram 400 milljónir króna í ár til að standa undir rekstri Samtaka iðnaðarins (SI) með svokölluðu iðnaðarmála- gjaldi. Gjaldið samsvarar 0,08 prósentum af veltu allra iðnaðarfyrirtækja í landinu. Fyrirtækjum sem stunda iðnrekstur í land- inu er skylt samkvæmt lögum að greiða gjald- ið eins og hvern annan skatt. Ríkisfyrirtæki, álver og Járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga hafa þó verið undanþegin gjaldinu. Af því sem innheimtist renna 95 prósent í gegn- um ríkissjóð til SI. Ríkissjóður heldur eftir fimm prósentum af því sem innheimtist og stendur þannig undir kostnaði við innheimt- una. SI eru hagsmunasamtök og hafa meðal annars að markmiði að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Sum iðnfyrirtæki kjósa að standa utan samtakanna en greiða gjaldið engu að síður. Félagsgjald er einnig innheimt af félögum. Félagsgjöld skiluðu SI 122 milljóna króna tekjum á síðasta ári, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar, framkvæmdastjóra samtak- anna. Iðnaðarmálagjald hefur verið lagt á frá 1975. Núgildandi lög eru frá 1993. Undanfar- in tvö ár hefur iðnaðarmálagjald skilað mun meiri tekjum en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. 2008 var áætlað að gjaldið skilaði um 260 milljónum króna. Þegar upp var staðið kom í ljós að ríkið hafði innheimt 502 milljón- ir króna, eða nær tvöfalt meira en áætlað var. Af því áttu um 476 milljónir að renna í gegn- um ríkissjóð til SI. Með sama hætti er nú ljóst að iðnaður- inn hefur greitt mun hærra iðnaðarmálagjald árið 2009 en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir, þótt samdrátturinn sé talsverður frá 2008. Þetta sést í frumvarpi til fjáraukalaga 2009, sem Alþingi hefur til meðferðar. Þar kemur fram að iðnaðarmálagjald mun skila 420 milljónum króna, eða 120 milljónum króna meira en fjárlög áætluðu. Af því munu Sam- tök iðnaðarins fá 400 milljónir. Í fjárlagafrumvarpi 2010 var gert ráð fyrir 300 milljóna króna tekjum af iðnaðarmála- gjaldi. Í breytingartillögu sem lögð var fram á laugardaginn var tekjuáætlunin hækkuð í 420 milljónir á árinu 2010. peturg@frettabladid.is 400 milljóna króna skattur til Samtaka iðnaðarins Hagsmunasamtök iðnfyrirtækja fá um 400 milljónir úr ríkissjóði í ár. Tekjurnar hafa verið vanáætlaðar undanfarin tvö ár. Í breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið 2010 var tekjuáætlun hækkuð í 420 milljónir. IÐNAÐUR Í Samtökum iðnaðarins (SI) mætast stórfyrirtæki eins og Actavis, Alcan og Alcoa annars vegar og hins vegar hvers konar smáfyrirtæki sem stunda iðnaðarstarfsemi. 0,08 prósent af veltu iðnfyrirtækja eru inn- heimt sem skattur og skilað til SI. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Innan Samtaka iðnaðarins eru rúmlega 1.200 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Meðal þeirra eru stærri fyrirtæki eins og: Alcan og Alcoa/Fjarðaál, Actavis, Ístak og Mjólkursamsalan, í bland við smærri fyrirtæki, einyrkja, svo og meistarafélög og hagsmuna- samtök einstakra iðngreina. „Samtök iðnaðarins vinna að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum og í nánu samráði við fyrirtækin sjálf,“ segir á heima- síðu samtakanna. Meðal mark- miða þeirra er að bæta almennt rekstrarumhverfi með því að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. HAGSMUNASAMTÖK IÐNAÐARINS VIÐSKIPTI Viðskiptasmiðjan, hrað- braut nýrra fyrirtækja, braut- skráði í gær níu sprotafyrirtæki. Samanlagt verðmæti fyrirtækj- anna er vel á annan milljarð króna, að því er fram kemur í til- kynningu frá Viðskiptasmiðjunni. Rúmlega fjörutíu sprotafyrir- tæki tóku þátt í starfsemi smiðj- unnar á fyrsta starfsárinu, og eru níu nú formlega útskrifuð. Dæmi um útskrifuð fyrirtæki eru Gogoyoko, tónlistarverslun á Netinu, Trackwell, sem hefur raf- rænt eftirlit með langferðabílum og skipum, Clara, sem rannsakar umtal á Netinu, og Hafmynd, sem framleiðir ómannaða kafbáta. - bj Níu sprotafyrirtæki útskrifuð: Verðmætin á annan milljarð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.