Fréttablaðið - 14.12.2009, Síða 10
10 14. desember 2009 MÁNUDAGUR
* Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði. Upphafsgjald 0 kr. í skráða vini en 5,90 kr. í önnur númer. Mánaðarverð 1.990 kr.
Það er
ein faldara en þú heldur
að skipta um símafélag.
800 7000
Hringdu strax í dag og
kynntu þér kosti
Símans.
SJÁVARÚTVEGUR Hraðfrystihúsið Gunnvör í
Hnífsdal gerði í fyrravetur tilraun til að nýta
gulldeplu sem fóður í áframeldi á villtum
þorski. Tilraunin gafst það vel að hugmynd-
ir eru uppi um að leggja áherslu á gulldeplu
sem fóður og Álfsfell, annað þorskeldisfyrir-
tæki í Djúpinu, hefur bæst við. Huginn VE
frá Vestmannaeyjum ætlar
að frysta 500 tonn fyrir jól,
gefi á sjó.
Þessi nýting gulldeplunn-
ar sætir nokkrum tíðindum
í því ljósi að fisktegundin
var ekki veidd hér við land
fyrr en loðnuvertíð brást
og uppsjávarskipin þurftu
að leita sér nýrra verkefna
í fyrra, segir Einar Valur
Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Gunnvarar. Hann
segir tilraunina í fyrra hafa staðfest að þorsk-
ur í áframeldi taki gulldepluna sem fóður. Það
hafi verið fyrsta skrefið. Hins vegar sé ekki
enn þá hægt að fullyrða um hversu gott fóður
hún sé í samanburði við loðnu, síld og fisk-
úrgang sem nýtt hafi verið hingað til. „Þetta
er mjög spennandi, sérstaklega ef hægt er að
landa þessu beint til okkar, en það er einmitt
hugmyndin,“ segir Einar.
Við áframeldi á þorski er eins til tveggja
kílógramma þorskur veiddur og færður lif-
andi í sjókvíar. Þar er hann alinn í nokkra
mánuði og síðan slátrað. Þá hefur hann oft
tvöfaldað þyngd sína. Um lítið magn er að
ræða á landsvísu, eða um 500 tonn hjá þeim
fyrirtækjum sem þetta eldi stunda.
Einar segir að í áframeldið noti fyrirtækið
á milli eitt og tvö þúsund tonn á ári. „Við verð-
um að vita hvað við erum með í höndunum en
ef vel gengur skiptum við út öðru fóðri fyrir
þetta. Það er líka ánægjulegt að vinna með
mönnum sem vilja gera meira með hráefnið
en selja það allt í bræðslu.“
Guðmundur Huginn Guðmundsson, skip-
stjóri á Huginn VE, segir hafa staðið til að
veiða 500 tonn af gulldeplu í fóður en brælur
hafi ekki leyft það hingað til. „Það stóð til að
landa þessu fyrir vestan. Þeir vilja sjá hvern-
ig fiskurinn dafnar af þessu. Ef það er í lagi
vilja þeir fá nokkur þúsund tonn til viðbótar.“
Huginn segir gulldepluna vera spikfeitan
fisk sem hljóti að henta vel í fiskeldi. „Hann
er líka svo smávaxinn að hann er ábyggilega
þægilegur munnbiti fyrir þorskinn.“
svavar@frettabladid.is
Tilraun til að nýta gulldeplu
sem aðalfóður í þorskeldi
Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur hug á að nota gulldeplu sem aðalfóður í áframeldi á þorski. Tilraun sem
hófst í fyrra lofar góðu. Huginn frá Vestmannaeyjum freistar þess að frysta 500 tonn fyrir jól.
SLÁTURTÍÐ HJÁ GUNNVÖRU Þorskeldi er góð búbót og miklar vonir eru bundnar við eldið til lengri tíma litið.
MYND/VALDIMAR
GUÐMUNDUR
HUGINN
GUÐMUNDSSON
GULLDEPLA Gulldepla er lítill fiskur af silfurfiskaætt.
Hún er 5-8 sentimetra löng. Hún er miðsjávarfiskur
sem finnst frá yfirborðinu niður í allt að 1.500 metra
dýpi en er algengust á 150-250 metrum um nætur en
við 50 metra á daginn. Hún er algengust í heittempr-
uðum sjó í Norður- og Suður-Atlantshafi og lifir á
rauðátu. Gulldepla finnst allt í kringum Ísland.
GENGIÐ Á VATNI Ungur maður gengur
yfir vatn í þar til gerðri kúlu. Myndin
er tekin í Dighalipukhuri í Guwahati,
sem er höfuðborgin í indverska ríkinu
Assam. NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Danskir fjárfestar trúa
á viðsnúning í efnahagsmálum og
taka nú í stórum stíl lán til kaupa
á hlutabréfum. Frá þessu greindi
danska viðskiptablaðið Børsen
fyrir skömmu.
Blaðið segir að með Norðmönn-
um séu danskir fjárfestar nú þeir
áhættusæknustu á Norðurlöndum
vegna aukinnar lántöku til hluta-
bréfakaupa. Vitnað er til nýrra
talna frá Nordnet, stærsta fjár-
festingarmiðlara Norðurlanda,
sem greint hefur hegðun fjár-
festa á þriðja ársfjórðungi þessa
árs meðal 300 þúsund viðskipta-
vina sinna.
Danirnir hafa aukið lánsfjár-
mögnunarhlutfall eignasafna
sinna um 29 prósent milli árs-
fjórðunga og eru sagðir tvöfalt
skuldsettari en kollegar þeirra í
Svíþjóð. - óká
Danskir fjárfestar:
Viljugastir til
að taka áhættu