Fréttablaðið - 14.12.2009, Qupperneq 34
26 14. desember 2009 MÁNUDAGUR
menning@frettabladid.is
13.990kr.Verð frá
- með puttann á púlsinum!!
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Gram kæli – og frystiskápar.
Gram býður upp á notagildi, frábæra endingu
og sígilt útlit sem stenst tímans tönn.
Fullkomin eldhústækjalína í hvítu, áli eða stáli.
Fönix býður nú kæli- og frystiskápa frá Gram
í meira úrvali en áður af öllum stærðum og
gerðum.
Fr
ys
tis
ká
pa
r
Kæ
lis
ká
pa
r
Kæ
li-
o
g
fry
st
is
ká
pa
r
Hátúni 6a . 105 Reykjavík . Sími 552 4420 . www.fonix.is
Jólahádegistónleikar Óp-hópsins í
Íslensku óperunni verða á morgun
15. desember kl. 12.15. Fram
koma allir meðlimir hópsins, en
sérstakur gestur á tónleikunum er
Gissur Páll Gissurarson tenór-
söngvari. Á efnisskrá eru jólalög úr
ýmsum áttum. Tilgangur Op-hóps-
ins var sá að veita menntuðum
söngvurum tækifæri til að koma
fram á sviði óperunnar með valin
stök númer og hafa tónleikarnir til
þessa verið ágætlega sóttir enda
efnisvalið fjölbreytt.
Hópurinn sem flytur söngnúmer
að þessu sinni er óvenju stór:
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla
Björg Káradóttir, Jón Svavar Jósefsson, Rósa-
lind Gísladóttir, Rúnar Þór Guðmundsson, Erla
Björg Káradóttir, Jóhanna Héðinsdóttir, Bylgja
Dís Gunnarsdóttir og Hörn Hrafnsdóttir. Sótt
er í smiðjur ýmissa tónskálda en
efnið tengist allt hátíðinni: Reger,
Mozart, Schubert, Bach, Gounaud,
Sigfús Halldórsson, Franck, Adams
og Webber. Og við þennan lista
bætist enn: Gissur Páll Gissurarson
tenór er sérstakur heiðursgestur
en hann syngur Agnus dei eftir G.
Bizet. Efnisskránni lýkur svo með
því að allur hópurinn syngur Ó
helga nótt eftir Adams. Antonía
Havesi leikur undir.
Miðaverð er aðeins 1.000 kr. og
taka tónleikarnir um 40 mínút-
ur í flutningi. Gestir geta keypt
samlokur, sælgæti og drykki í
anddyri Íslensku óperunnar fyrir
og eftir tónleikana þannig að þeir sem snúa til
vinnu þegar að tónleikunum loknum geta sleppt
hádegismat en gripið samloku þegar tónlistar-
hungrið hefur verið satt.
Jólatónleikar í hádegi á morgun
TÓNLIST Gissur Páll Gissurar-
son tenór
Ath. kl. 18 í Bókasafni
Seltjarnarness.
Þá leikur hljómsveit Tónlistarskóla
Seltjarnarness jólalög á Bókasafni
Seltjarnarness. Stjórnandi sveitar-
innar er Helga Þórarinsdóttir. Hljóm-
sveitin kemur okkur í gott jólaskap.
Te og tónlist eru stuttir tónleikar,
hugsaðir þannig að fólk geti komið
við á bókasafninu, hvílt sig og notið
tónlistar á heimleiðinni. Te og tónlist
er samstarfsverkefni bókasafnsins og
Tónlistarskóla Seltjarnarness. Allir
eru velkomnir.
Þrítugustu og aðrir Jóla-
söngvar Kórs Langholts-
kirkju verða dagana 18.-20.
desember í Langholts-
kirkju. Kórinn í Langholts-
kirkju er brautryðjandi í
flutningi jólaefnisskrár um
þetta leyti árs og verða að
þessu sinni fjórir tónleikar í
Langholtinu.
Fyrstu jólasöngvarnir fóru fram
í Landakotskirkju 1978 og voru
þá nýmæli hérlendis. Þessi siður
hefur nú öðlast miklar vinsæld-
ir og ótölulegur fjöldi jólasöngva
fer nú fram um allt land. Er þessi
siður tekinn að eflast með æ stærri
tónleikum og eru hljóðfæraleik-
arar önnum kafnir við að fylgja
hinum ýmsu kórum og koma fram
með þeim í kirkjum og samkomu-
húsum um allt land. Hefur kirkju-
haldi og trúarlífi ekki í annan tíma
verið sýndur jafn ríkulegur styrk-
ur af fólki úr öllum stéttum sem
áhuga hefur á kórsöng og með í
kaupunum fylgja einsöngvarar.
Einsöngvarar að þessu sinni eru
Eivør Pálsdóttir og Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, nemandi og kenn-
ari, en Ólöf fékk Eivöru hingað
til lands á sínum tíma til að þjálfa
hana í söng. Einnig syngur Andri
Björn Róbertsson, sem er félagi í
Kór Langholtskirkju, og kórfélagar
úr Gradualekór Langholtskirkju.
Jólasöngvarnir eru ávallt síð-
ustu helgi fyrir jól og að þessu
sinni deilast tónleikarnir á þrjá
daga: föstudaginn 18. desember kl.
23.00, laugardaginn 19. desember
kl. 20.00 og 23.00, og loks sunnu-
daginn 20. desember kl. 20.00.
Sterk hefð hefur myndast á efn-
isskránni. Kórarnir flytja jólalög
hvor fyrir sig og einnig saman,
bæði hátíðleg og með léttri sveiflu.
Áheyrendur taka virkan þátt í
almennum söng. Hljóðfæraleik-
ararnir Hallfríður Ólafsdóttir og
Arna Kristín Einarsdóttir leika
á flautur, Monika Abendroth á
hörpu og Tómas Guðni Eggerts-
son á orgel. Um létta djasssveiflu
sjá Kjartan Valdemarsson á píanó,
Gunnar Hrafnsson á bassa og
Pétur Grétarsson á trommur.
Í hléi er boðið upp á rjúkandi
jólasúkkulaði og piparkökur til að
hressa menn við og auka á gildi
þessarar árvissu samverustund-
ar. pbb@frettabladid.is
Jólasöngvar í Langholtinu
TÓNLIST Eivör kemur fram með kór Langholtskirkju á tónleikum undir lok vikunnar.
> Ekki missa af
beinni útsendingu frá Metr-
opolitan þann 19. og 21.
desember. Það er marglofuð
sviðsetning á Ævintýrum
Hoffmanns eftir Offenbach
sem er þar flutt beint frá New
York og valinn maður í hverju
rúmi. Miðasala er á miði. is og
er þetta einstakt tækifæri að
sjá sígilt verk flutt af afburða
listamönnum á heimsvísu.