Fréttablaðið - 14.12.2009, Side 36

Fréttablaðið - 14.12.2009, Side 36
28 14. desember 2009 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Gáfumannahljómsveitin The Esoteric Gender vann nýverið alþjóðlega laga- keppni sem var haldin á Netinu. Hljómsveitin er skipuð erlendum nemum úr Háskóla Íslands og einum háskólaprófessor. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Við áttum alls ekki von á því að vinna þetta,“ segir söngkonan Lisa Jamesdaughter frá Manchest- er. Hljómsveitin, sem spilar seið- andi rafpopp, sigraði með laginu Pretty Muted Blue. Keppnin nefn- ist SEAT og geta notendur síðunn- ar Sellband.com í hverjum mánuði kosið eitt lag af þeim tíu sem eru tilnefnd. Þær hljómsveitir sem bera sigur úr býtum eru síðan styrktar til plötuútgáfu. Einnig geta notendur síðunnar tekið þátt í að styrkja sveitirnar til plötuút- gáfu og fá þeir í staðinn hluta af hagnaði plötunnar. Lisa fluttist til Íslands árið 2003 eftir að hafa útskrifast sem hljóðmaður úr listaháskóla Bítils- ins Pauls McCartney í Liverpool. Hún skráði sig í nám í skapandi ritsmíðum við Háskóla Íslands og kynntist þar Frakkanum Jean- Christophe Salaün. Saman stofn- uðu þau hljómsveitina The Esot- eric Gender og skömmu síðar bættist við danski trommuleikar- inn Thomas Brorsen Smidt, sem stundar meistaranám í kynja- fræði. „Fyrstu tónleikarnir okkar voru á Café Rosenberg. Okkur vantaði stóra trommu og fengum eina lánaða sem Egill Ólafsson átti. Mér var bent á að banka upp á hjá honum og þá gerði ég mér enga grein fyrir því að hann ætti heima þarna. Allt í einu mætti náunginn úr Stuðmönnum til dyra og hann var mjög vingjarnlegur og lánaði okkur trommuna,“ segir Lisa. Einn meðlimur til viðbótar bættist við nokkru síðar og það var Gabriel Malenfant frá Que- bec í Kanada, sem kennir heim- speki við Háskóla Íslands. „Hann er prófessor í háskólanum og við komumst að því að hann væri gít- arleikari líka. Það er dálítið fyndið að hann skuli vera að kenna í skól- anum og sé núna hluti af hljóm- sveitinni okkar.“ Það var síðan upptökustjórinn og hljóðmaður- inn Tony Platt, sem Lisa kynnt- ist í listaskóla McCartneys, sem hvatti þau til að taka þátt í keppn- inni á Netinu. Hann hefur unnið með flytjendum á borð við The Who, Led Zeppelin, Wings, AC/ DC, Metallica og Bob Marley. The Esoteric Gender er sem sagt mikil gáfumannahljóm- sveit. Spurð hvort gáfurnar end- urspeglist í tónlistinni segir Lisa að vissulega hafi þær eitthvað að segja. „Nýjasta lagið okkar fjall- ar um hvernig bókmenntir hafa áhrif á okkur og við syngjum líka mikið um kynjamál. Sumir text- arnir virka stundum femínískir en eru það ekki alltaf. Til dæmis gerði ég einn texta um að konur drepi karla tilfinningalega,“ segir hún og hlær. Hljómsveitin er starfrækt á Íslandi og lítur hún á sig sem íslenska þótt allir meðlimirnir séu erlendir. „Reykjavík er mjög hentugur staður fyrir okkur sem hljómsveit og hérna er gott alþjóð- legt samfélag. Við lítum á okkur sem íslenskt band því við stofnuð- um hljómsveitina hér og fáum mik- inn innblástur úr umhverfi okkar,“ segir Lisa. freyr@frettabladid.is Gáfumannahljómsveit sem kynntist á Íslandi THE ESOTERIC GENDER Gáfumannahljómsveitin vann alþjóðlega lagakeppni sem var haldin á Netinu. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta stóð fyllilega undir væntingum,“ segir Pétur Már Kristjánsson, sem er nýkominn heim frá Lundúnum. Þar var hann ásamt konu sinni Gígju Jónsdóttur viðstaddur heimsfrum- sýningu á stórmyndinni Avatar á Leicester Square. Spókuðu þau sig á rauða dreglinum innan um leikstjóra myndarinnar, James Cameron, og stjörnur á borð við Sam Worthington, Sigourney Weaver og Michelle Rodriguez. „Þau sátu þarna rétt hjá okkur,“ segir Pétur, sem vann bíómiðana í leik sem Sena stóð fyrir. Eftir sýning- una var Pétur síðan tekinn í við- tal hjá blaðamanni Boston Herald ásamt fleiri frumsýningargestum og birtist það á heimasíðu blaðsins. Avatar verður frumsýnd hérlend- is föstudaginn 18. desember og einn- ig verður Nexus með forsýningu 16. desember. Myndin fékk nýverið fullt hús stiga hjá kvikmyndatímaritinu Empire og einnig hafa birst mjög jákvæðir dómar í Hollywood Reporter og Variety. Avatar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda er hún fyrsta myndin frá James Cam- eron síðan hann sendi frá sér stórvirk- ið Titanic árið 1997. Innan um stórstjörnur Avatar> ORÐIN MAMMA Playboy-kanínan Kendra Wilkin- son eignaðist sitt fyrsta barn nú á dögunum. Hún og eig- inmaður hennar, ruðn- ingsleikmaðurinn Hank Baskett, eignuðust lít- inn son sem skírð- ur var í höfuðið á föður sínum, Hank Baskett IV. Glæpasaga Yrsu Sigurðardótt- ur, Sér grefur gröf, er sögð ein af glæpasögum ársins á heimasíðu breska dagblaðsins The Independ- ent. „Orðspor íslenskra glæpasagna fer ört vaxandi. Önnur skáldsaga Yrsu Sigurðardóttur, Sér gref- ur gröf, er fyndin en á sama tíma þétt og vel skrifuð saga sem gerist í íslenskri heilsulind sem reynist langt í frá heilsusamleg fyrir gest- ina,“ segir í Independent. Pétur Már Ólafsson hjá Veröld, sem gefur út bækur Yrsu hér á landi, er mjög ánægður með þessi tíðindi. „Það kemur slíkur fjöldi af glæpasögum út í Bretlandi að það að komast í svona úrtak er frábær árangur,“ segir hann. „Hún hefur fengið frábæra dóma fyrir Sér gref- ur gröf á þessu ári. Times sagði að hún væri í hópi fremstu glæpa- sagnahöfunda Norðurlanda. Hún er greinilega að ná augum og eyrum manna á þessum erfiða markaði.“ - fb Hrós í Independent YRSA SIGURÐARDÓTTIR Yrsa fær góða dóma fyrir Sér grefur gröf hjá The Independ- ent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON www.lapulsa.is Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Jólasveinninn getur keypt Friendtex bangsa til styrktar Krabbameinsfélaginu hjá okkur á 1.000.- krónur Opið í dag mán-fös kl. 11-18, lau 11-16 Útsala 30–50% afsláttur! Mikið úrval að fallegum fatnaði Á HEIMSFRUMSÝNINGU Pétur Már lukkulegur í London á frumsýningu myndarinnar Avatar sem fer í almennar sýningar hérlendis 18. desember.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.