Fréttablaðið - 14.12.2009, Page 42
34 14. desember 2009 MÁNUDAGUR
KÖRFUBOLTI Það var mikið um dýrð-
ir í íþróttamiðstöðinni í Grafar-
vogi þegar bestu körfuboltamenn
Iceland Express-deildanna mættu
til að taka þátt í Stjörnuleiksdegi
KKÍ.
Áhorfendur fjölmenntu á svæð-
ið og urðu ekki fyrir vonbrigðum
enda var þetta hin besta skemmt-
un. Bestu leikmenn Stjörnuleikj-
anna sjálfra voru þeir Andre Dab-
ney úr Hamri og Heather Ezell úr
Haukum. Karlaleikurinn var afar
spennandi en kvennaleikurinn var
aldrei neitt spennandi enda tók lið
Benedikts Guðmundssonar strax
góða forystu og hélt henni út leik-
inn.
Magnús Gunnarsson úr Njarð-
vík vann þriggja stiga keppnina
hjá körlunum eftir harða baráttu
við Sean Burton í Snæfelli en sá
skoraði 16 þriggja stiga körfur í
einum leik á dögunum. Magnús
hafði eins stigs sigur í úrslitunum
en Burton brást bogalistin á ögur-
stundu í keppninni. Guðjón Skúla-
son, þjálfari Keflavíkur, tók þátt í
keppninni og komst í úrslit. Hann
náði samt ekki að ógna þeim Magn-
úsi og Burton í úrslitunum.
Kristi Smith úr Keflavík vann
þriggja stiga keppnina hjá konun-
um. Hún var aðeins þriðja í for-
keppninni en sýndi allar sínar
bestu hliðar í úrslitunum og fékk
13 stig. Koren Schram úr Hamri
varð þriðja en Heather Ezell, sem
varð efst í forkeppninni, varð að
sætta sig við þriðja sætið.
Troðslukeppnin var æsispenn-
andi og stórskemmtileg. Grinda-
víkurgormurinn Ólafur Ólafsson
hafði skorað á erlenda leikmenn í
keppnina og Ólafur veitti útlend-
ingunum svo sannarlega harða
keppni. Hann var efstur í for-
keppninni ásamt John Davis úr
Ármanni. Í úrslitunum urðu Ólafi
síðan á mistök er hann kláraði ekki
troðslu. Davis nýtti sér mistökin og
landaði troðslutitlinum þetta árið.
Einn af hápunktum dagsins var
síðan leikur eldri landsliðsmanna
gegn liði landsþekktra einstakl-
inga. Gömlu mennirnir sýndu
strax í upphafi að lengi lifir í göml-
um glæðum því þeir náðu strax
góðu forskoti. Munurinn 19 stig í
hálfleik, 23-8, en hvor hálfleikur
var aðeins átta mínútur.
Stjörnurnar brugðu á það ráð að
fjölga í liði sínu í síðari hálfleik og
undir lokin voru þeir allir inn á
vellinum. Það dugði þó ekki til því
landsliðskempurnar lönduðu sigri,
39-27. henry@frettabladid.is
Vel heppnaður Stjörnuleiksdagur
KKÍ bauð upp á mikla körfuboltasýningu á laugardag þegar hinir árlegu stjörnuleikir fóru fram. Einnig
var keppt í þriggja stiga skotkeppnum, troðslukeppnin var á sínum stað. Svo mættu gamlar landsliðskemp-
ur liði landsþekktra einstaklinga í sérstökum sýningarleik sem áhorfendur höfðu afar gaman af.
STJÖRNURNAR SLAKAR Lið landsþekktra einstaklinga sýndi ekki merkilega takta með
körfuboltann gegn gömlum landsliðskempum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SEAN BURTON Tapaði fyrir Magnúsi
Gunnarssyni í þriggja stiga keppninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
GRINDAVÍKURGORMURINN Ólafur Ólafs-
son sýndi lipur tilþrif í troðslukeppninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SVAKALEG TILÞRIF Bandaríkjamaðurinn John Davis vann troðslukeppnina og hann tróð meðal annars eftir að hafa stokkið yfir tvo
leikmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HANDBOLTI Lærisveinar Alfreðs
Gíslasonar í þýska meistaralið-
inu Kiel halda uppteknum hætti
í þýsku úrvalsdeildinni og vinna
alla leiki.
Kiel rúllaði yfir Hannover Burg-
dorf um helgina, 41-22, og hefur
aðeins gert eitt jafntefli í vetur.
Aðrir leikir hafa unnist. Aron
Pálmarsson lék vel fyrir Kiel
um helgina. Skoraði fimm mörk
og mataði síðan félaga sína með
góðum sendingum.
Helsti keppinautur Kiel, HSV,
komst í hann krappann gegn TuS
N-Lübbecke um helgina en marði
að lokum eins marks sigur, 25-24.
Heiðmar Felixson skoraði tvö mörk
fyrir Lübbecke sem er í tólfta sæti
deildarinnar. HSV sem fyrr í öðru
sæti, aðeins stigi á eftir Kiel.
Íslendingaliðið Rhein-Neckar
Löwen laumaði sér upp í þriðja
sæti deildarinnar með öruggum
sigri á Magdeburg, 40-21. Guðjón
Valur Sigurðsson með sex mörk
fyrir Löwen en þeir Snorri Steinn
Guðjónsson og Ólafur Stefáns-
son skoruðu báðir þrjú mörk fyrir
liðið.
Snorri náði um leið merkilegum
áfanga því hann er búinn að skora
600 mörk í þýsku úrvalsdeild-
inni. Hann spilaði í fjögur ár með
Grosswallstadt og Minden. Hélt
svo til Danmerkur en kom aftur í
þýska boltann í vetur.
Grosswallstadt er í áttunda sæti
deildarinnar eftir 33-21 sigur á
Düsseldorf. Sverre Andreas Jak-
obsson skoraði ekki fyrir Gross-
wallstadt en Sturla skoraði eitt
mark fyrir Düsseldorf.
Alexander Petersson tryggði
Flensburg síðan sigur á Gummers-
bach, 26-27. Alexander skoraði
sigurmarkið rúmri mínútu fyrir
leikslok. Landsliðsmaðurinn spil-
aði sinn besta leik í vetur og skor-
aði sex mörk.
Róbert Gunnarsson skoraði
fimm mörk fyrir Gummersbach.
- hbg
Íslendingarnir áberandi sem fyrr í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta:
Kiel á toppnum og Löwen í þriðja sæti
ARON PÁLMARSSON Hefur leikið vel
með Kiel og skoraði fimm mörk fyrir
liðið um helgina. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
HANDBOLTI Stjarnan vann botnbar-
áttuslaginn í N1-deild karla í gær
er liðið mætti Fram í Safamýri.
Liðin voru jöfn á botninum
fyrir leikinn með aðeins tvö stig.
Jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik en í síðari hálfleik
völtuðu Stjörnumenn yfir Fram-
ara.
Þeir náðu mest níu marka for-
skoti og þegar upp var stað-
ið landaði Stjarnan átta marka
sigri, 26-34.
Þetta var síðasti leikur liðanna
fyrir jólafrí og það verða því
Framarar sem munu sitja á botni
deildarinnar yfir jólin en Fram-
arar hafa valdið gríðarlegum
vonbrigðum í vetur.
Liðið rak þjálfarann sinn,
Viggó Sigurðsson, fyrir nokkr-
um vikum en þjálfaraskiptin hafa
ekki skilað sér nema síður sé.
- hbg
N1-deild karla:
Fram fer í jóla-
frí á botninum
Í TÓMU TJÓNI Magnús Stefánsson og
félagar hafa ekkert getað í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SUND Evrópumeistaramótinu í
25 metra laug lauk í Tyrklandi í
gær.
Skagamærin Inga Elín Cryer
setti Íslandsmet á lokadeginum
er hún synti 400 metra fjórsund á
4:50,96 sekúndum. Hún bætti þar
með met Erlu Daggar Haralds-
dóttur. Þetta er fyrsta Íslands-
metið sem Inga Elín setur í
kvennaflokki.
Ragnheiður Ragnarsdóttir
og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
kepptu báðar í 50 metra skrið-
sundi en hvorug komst upp úr
undanrásunum. Ragnheiður varð
í 25. sæti en Ingibjörg í 43. sæti.
Sindri Þór Jakobsson varð í 56.
sæti í 50 metra flugsundi karla
og Davíð Hildiberg Aðalsteins-
son var nálægt sínum besta tíma
í 200 metra skriðsundi. - hbg
EM í sundi í Tyrklandi:
Inga Elín setti
Íslandsmet
DAVÍÐ HILDIBERG Stóð sig ágætlega í
Tyrklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL