Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 10
10 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
JÓLALJÓS Á PÁLMATRJÁM Í Mónakó
hafa menn gert jólalegt fyrir framan
Monte Carlo-spilavítið með því að
hengja jólaljós á pálmatrén.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL Náðst hefur sam-
komulag milli stjórnvalda og starfs-
manna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(AGS) um aðra endurskoðun efna-
hagsáætlunar þeirra sem stjórn-
völd og sjóðurinn komu sér saman
um í nóvember í fyrra.
Franek Rozwadowski, sendifull-
trúi AGS með aðsetur hér á landi og
Mark Flanagan, yfirmaður sendi-
nefndar AGS um málefni Íslands,
kynntu niðurstöðu viðræðna sem
staðið hafa frá fyrsta desember á
fundi í Seðlabankanum í gær.
Fram kom á fundi þeirra að
slak að hefur verið á kröfu um nið-
urskurð hjá ríkinu frá fyrri áætl-
un. Núna er gert ráð fyrir að nið-
urskurður nemi 4,5 prósentum af
landsframleiðslu, í stað 5,5 pró-
senta áður. „Hvar nákvæmlega
verður skorið niður er stjórnvalda
og almennings á Íslandi að ákveða,“
áréttaði Flanagan, og taldi að með
áætluninni væri gætt að lykilþátt-
um í uppbyggingu norræns velferð-
arsamfélags.
Flanagan sagði að í viðræðun-
um hafi verið lögð áhersla á fjár-
hagsáætlun ríkisins 2010, leiðir til
að stýra opinberum skuldum og
skref til að endurfjármagna fjár-
málakerfið og styrkja regluverk
þess. Stjórnvöld og sendinefndin
vænta þess að í janúar verði búið
að hrinda í framkvæmd öllum
stefnumarkandi aðgerðum sem
varða aðra endurskoðun áætlunar-
innar. „Að því gefnu að fjármögnun
áætlunarinnar sé trygg má ætla að
leggja megi endurskoðunina fyrir
framkvæmdastjórn AGS,“ bætti
hann við.
Flanagan segir að þótt sendi-
nefndinni sé ljóst að hagkerfi lands-
ins standi frammi fyrir erfiðri
aðlögun þá hafi aðgerðir, sem þegar
hafi verið gripið til, orðið til þess
að gera samdráttinn minni en búist
hafi verið við. Hann sagði búist við
að hagvöxtur taki við sér á ný þegar
á næsta ári og að með styrkri stjórn
peningamála væru innan seilingar
markmið hvað varðar stöðugleika
krónunnar og verðbólgu.
Sendinefndin komst að því að
horfur hafi batnað hvað varðar
opinberar skuldir, en í því speglast
endurfjármögnun tveggja stóru
bankanna. Þá séu heildaskuldirn-
ar líka heldur lægri, en erlendar
skuldir einkafyrirtækja hærri en
búist hafi verið við. „Heildarbyrði
erlendra skulda er því aðeins yfir
fyrri áætlunum,“ sagði hann, en
áréttaði að þær væru viðráðan-
legar. Gert er ráð fyrir að heild-
arskuldabyrði þjóðarinnar verði
nær 307 prósentum af landsfram-
leiðslu, nokkuð undir orðrómi um
annað, að sögn Flanagans. Inni í
þeim útreikningum er bæði endur-
fjármögnun bankanna og kostnður
vegna Icesave. olikr@frettabladid.is
Á FUNDI Í SEÐLABANKANUM Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins (AGS) með aðsetur hér á landi og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar
AGS á Íslandi, kynntu niðurstöður viðræðna sem fram hafa farið frá mánaðamótum
vegna annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda. FRÉTTABLAIÐ/GVA
Samkomulag við AGS
um aðra endurskoðun
Vonir standa til að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geti fullgilt aðra
endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda í janúar. Skuldir ríkis og þjóðar eru
lægri en áður var gert ráð fyrir. Dregið er úr samdrætti ríkisins á næsta ári.
EFNAHAGSMÁL Fyrirframskatt-
heimta er varasöm að mati Marks
Flanagans, yfirmanns sendi-
nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins (AGS) um málefni Íslands.
Á fundi með Flanagan í gær
kom fram að starfsfólk sjóðsins
hafi varað stjórnvöld sérstaklega
við slíkri skattheimtu í viðræð-
unum sem staðið hafa frá mán-
aðamótum og lauk í gær um aðra
endurskoðun efnahagsáætlunar
stjórnvalda og AGS. Í umræð-
unni hefur verið bæði að heimta
skatta fyrirfram af stóriðju og af
lífeyrissjóðum.
Flanagan lagði áherslu á að
varasamt væri að fresta nauð-
synlegum aðgerðum með slíkum
leiðum og varasamt að draga með
þeim hætti úr skatttekjum fram-
tíðar. - óká
Álit sendinefndar AGS:
Varað við fyrir-
framsköttum
VESTMANNAEYJAR Annar jafnvæg-
isuggi Vestmannaeyjaferjunn-
ar Herjólfs laskaðist þegar hann
rakst utan í bryggju í Vestmanna-
eyjum á mánudagskvöld. Gleymst
hafði að taka uggann inn áður en
skipið sigldi að.
Ugginn hafði verið bilaður
nokkuð lengi þegar Herjólfur var
tekinn í slipp í haust.
Heiðar Halldórsson stýrimað-
ur telur þó að hægt verði að gera
við uggann án þess að skipið fari
í slipp aftur. Það kemur þó í ljós
í dag, þegar skemmdirnar verða
skoðaðar.
„Þetta er sami ugginn og síð-
ast, en það er ekki það sama sem
er að, skilst mér,“ sagði Heiðar
þegar Fréttablaðið náði tali af
honum í gær. - gb
Herjólfur bilaður:
Jafnvægisuggi
laskaðist aftur
HERJÓLFUR Sami ugginn og síðast.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Veiðimenn leigja leitarkofa
Borgarbyggð hefur leigt Veiðifélagi
Arnarvatnsheiðar skála og hesthús
í Álftakrók og við Úlfsvatn. Sem fyrr
hafa þó fjárleitarmenn forgang að
húsunum í leitum á haustin.
BORGARBYGGÐ
Ring er ný farsímaþjónusta á vegum Símans. Fyrir 1.990 kr. áfyllingu á mánuði færðu 1500 mín/SMS á mánuði
til að hafa samband við 160 þúsund vini innan GSM kerfis Símans og 990 kr. inneign til að ringja í fólk í öðrum kerfum.
Skráðu þig á ring.is, fylltu á fyrir 1.990 kr. á mánuði og þá eignastu 160 þúsund vini
innan GSM kerfis Símans og færð 990 kr. til að ringja í fólk í öðrum kerfum.
3G sími,
snertiskjár,
24 þúsund
í inneign, 160
þúsund vinir.
Skelltu þér á ring.is eða í sölubása okkar í Kringlunni
og Smáralind og gakktu frá kaupunum.
Tæknilegi
síminn frá LG
með snertiskjá
Stór snertiskjár, flott
myndavél, spilar DivX og færir
auðveldlega myndbönd beint
yfir á YouTube.
LG Viewty
Eftirstöðvum dreift
á 12 mánuði.*
2.000 kr. inneign á
mán. í 12 mán. fylgir.
*Greiðsludreifingargjald 250 kr. á mánuði.
0 kr.
Útborgun24 þús
und
í inneig
n
yfir 12
mán. EN
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
19
4