Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 16
16 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ skrifar frá Kaupmannahöfn kolbeinn@frettabladid.is Vísindamenn á vegum heimskauta- ráðsins hafa sent frá sér skýrslu sem sýnir að heimskautaísinn á Grænlandi bráðnar mun hraðar en áður var talið. Tilvikum þar sem ísjakar brotna frá massanum hefur fjölgað um 30 prósent á áratug, úr 330 milljörðum tonna í 430 millj- arða tonna. Dorthe Dahl-Jensen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, er leiðtogi verkefnisins. „Við vitum að Norðurheimskautið hefur hlýn- að gríðarlega síðustu hálfa öldina og hitinn á Grænlandi hefur hækk- að meira en tvisvar sinnum heims- meðaltalið. Þrátt fyrir að þetta væri vitað kemur það mjög á óvart og er ógnvekjandi að sjá hve hratt íshellan yfir Grænalandi bráðn- ar.“ Spurð hvaða ráð hún vildi gefa stjórnmálamönnum sem þinga víða hér í Bella Center, sagði hún það ekki vera í hennar verkahring. Hún sýndi fram á staðreyndir sem stjórnmálamenn yrðu að vinna úr. „Stjórnmálamenn óttast alltaf það sem vísindamenn leggja til mál- anna.“ Norski utanríkisráðherra, Jonas Gar Störe, hefur gefið út skýrslu í samvinnu við Nóbelsverðlaunahaf- ann Al Gore. Jonas segir skýrsluna hafa sýnt að ástandið á Norður- heimskautinu hafi á síðustu árum farið úr því að vera alvarlegt í að verða enn verra. Það sem áður hafi virst öfgafullar aðstæður sé nú normið þar nyrðra. „Kaupmannahafnarráðstefn- an verður að takast, það er ekkert flóknara. Við verðum að fara að hugsa hnattrænt um vandann í stað þess að einblína á nærumhverf- ið.“ Undir þetta tók Per Stig Møll- er, utanríkisráðherra Danmerkur. Kaupmannahöfn gæti orðið byrjun á nýju ferli. Kuupik Kleist, forsætisráðherra Grænlands, segir heimsbyggðina verða að hugsa sem heild. Hann minnir þó á að heimskautaísinn sé ekki bara heimkynni framandi dýra, þar búi einnig fólk. Breyting- ar á loftslagi hafi sérstaklega mikil áhrif á fólk sem lifir á náttúrunni. Í skýrslu heimskautaráðsins segir að sé ekkert að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi stuðla að 5 til 10 sentímetra hækk- un yfirborðs sjávar árið 2100. Hafi hlýnun loftslags sömu áhrif á brotnun ísjaka og undanfarið geti yfirborð sjávar hækkað um 20 sentímetra árið 2100. Ísinn á Grænlandi bráðnar enn hraðar Ný skýrsla heimskautaráðsins sýnir að ísinn á Grænlandi bráðnar mun hraðar en áður var talið. Utanríkisráðherrar Danmerkur og Noregs segja að bregðast verði strax við. Hitastig á Grænlandi hækkar tvöfalt meira en annars staðar. SKÝRSLAN KYNNT Kuupik Kleist, Pehr Stig Møller, Jonas Gahr Store og bandaríski vísindamaðurinn Bob Corell kynntu nýja skýrslu um áhrif hlýnunar loftslags á ísinn á Grænlandi ásamt Dahl-Jensen. FRÉTTABLAÐIÐ/KÓP Jakob S. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavík- ur, kynnti verkefni fyrirtæk- isins um end- urnýjanlega orkugjafa á ráðstefnunni í dag. Jakob sagði frá CarbFix- verkefni fyr- irtækisins, en þar er koltví- sýringi sem kemur upp með jarð- gufu dælt djúpt í berglög. Þá er fyrirtækið einnig að vinna í samgöngumálum, bæði í þróun vetnis og metangass sem elds- neytis. „Þá fór ég yfir söguna, en þangað til í kreppunni sem ríkti árið 1973, keppti heita vatnið við olíu um kyndingu húsa. Nú er kreppa á ný og lag að huga að samgöngumálum.“ Fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur: Kynnti íslensk verkefni í Höfn Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. Fulltrúar Afríkuríkja sýndu í verki að þeim er full alvara með að standa fast á sínu þegar þeir gengu á dyr í stóra salnum í Bella Cent- er. Þá hættu þeir þátttöku í öllum nefndum og ráðum. Aðgerðirnar studdu 135 lönd, þar á meðal öll þróunarríkin, Kína og Indland. Fulltrúarnir sögðu að hin ríkari lönd hefðu engan samningsvilja sýnt og sýndu ekki afstöðu þróun- arríkjanna skilning. Samningavið- ræður fóru af stað á bak við tjöldin og síðdegis tókst að fá þróunarrík- in aftur að samningaborðinu með fullvissu um að alvara byggi að baki viðræðunum. Deilan hefur orðið til þess að ýmsir þjóðarleiðtogar hafa flýtt för sinni til Kaupmannahafnar. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kemur hingað í dag, tveimur dögum fyrr en áætlað var. Þróunarríkin hafa viljað fram- lengja ákvæði Kyoto-bókunarinn- ar frá 1997, en samkvæmt henni þurfa þróaðri ríki að borga sektir fari þau fram úr í útblæstri gróð- urhúsalofttegunda, en undanskilur þróunarríkin slíkum gjöldum. Þau benda á að ríkari lönd hafi grætt á menguninni hingað til. Nokkur ríki, til dæmis Bandaríkin, hafa ekki viljað skrifa upp á það, gjöld- in verði að ganga jafnt yfir alla. Í raun má skipta viðræðun- um hér í tvennt; samkomulag um skiptingu kostnaðar á milli þró- unar- og þróaðri ríkja og viðræð- ur um hve mikið eigi að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hópur sem kallar sig Climate Justice Action hvetur nú alla til að yfirgefa ráðstefnuna 16. desem- ber til að mótmæla yfirgangi rík- ari þjóða, hafi ekki tekist að semja þá. Fulltrúar fátækari ríkja sýndu einbeittan vilja sinn: Gengu allir á dyr MÁLIN RÆDD Fulltrúar nýta sér öll horn ráðstefnuhallarinnar til að ræða sín mál. FRÉTTABLAÐIÐ/KÓP JAKOB S. FRIÐRIKSSON Fjöldi gesta kom til ráðstefn- unnar í gær, þegar síðari vikan hófst. Búist var við miklum fjölda, en eitthvað virðist hann hafa farið fram úr hugmyndum skipuleggjenda. Gríðarlega langar raðir mynduðust við skráningarborð- in og teygðu þær sig langt út úr húsinu og að jarðlestarstöð í grenndinni. Þar mátti heyra reiða fulltrúa kvarta yfir skipu- lagsleysi. Jakob S. Friðriks- son frá Orkuveitunni var einn þeirra sem lenti í vandræðum, en eftir að hafa staðið í klukku- tíma, án þess að röðin hreyfðist úr sporunum, fékk hann vörð til að hleypa sér fram fyrir; ann- ars hefðu ráðstefnugestir orðið af erindi hans. Gríðarlegar tafir við skráningu: Þurftu að bíða klukkutímun- um saman Rússar hyggjast standa við yfirlýsingar Dimitri Medvedev, forseta landsins, um að útblást- ur gróðurhúsalofttegunda verði fjórðungi minni árið 2020. Þeir kynntu ítarlegar leiðir sem stjórnin ætlar að fara eftir til að ná þeim markmiðum. Eftir hrun Sovétríkjanna minnkaði orkunotkun þar í landi gríðarlega. Hún hefur þó aukist til muna síðustu ár. Bedritsky, ráðgjafi forsetans í orkumálum, kynnti ráðstefnu- gestum hvernig Rússar ætluðu, með fjölda lagasetninga, betra eftirliti og aukinni hlutdeild annarra orkugjafa en olíu, að standa við þessi markmið. Gas sér þeim nú fyrir 55 prósent af orkuþörf, miðað við 42 prósent árið 1990 og notkun orkugjafa, annarra en úr jarðefnum, hefur aukist úr fimm prósent- um árið 1990 í tólf prósent árið 2007. Evrópusambandið hyggst knýja á um að tryggt verði að loftslag jarðar hlýni ekki meira en 2° frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Til þess að það sé gerlegt, þurfa ríkari lönd að samþykkja að árið 2020 verði útblástur gróðurhúsaloftteg- unda 30 prósent minni en árið 1990. ESB vill minna en 2° hlýnun: Rússar boða minni útblástur METNAÐARFULLIR Alexander Bedrit- sky, úr rússneska umhverfisráðu- neytinu, og Oleg Pluzhnikov, ráðgjafi forsetans, voru bjartsýnir á áætlanir Rússa. FRÉTTABLAÐIÐ/KÓP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.