Fréttablaðið - 15.12.2009, Side 20
20 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Út er komin í fjórðu útgáfu
„Heilræði fyrir unga menn í
verzlun og viðskiftum“ eftir
George H. F. Schrader. Bók-
in er líkast til eina hrein-
ræktaða viðskiptafræði-
bókin sem út kemur hér á
landi fyrir jól. Schrader var
stórefnamaður sem kom
hingað til lands árið 1912 og
fyrirfór sér á leið frá land-
inu þremur árum síðar.
Ævi Schraders hefur verið nokkr-
um leyndardómi hjúpuð en nú hefur
útgefandinn enn grafið upp nýjar
upplýsingar um hann.
Þýskættaður Bandaríkjamað-
ur að nafni George H. F. Schrader
eyddi hér síðustu þremur árum
ævi sinnar áður en hann fyrirfór
sér árið 1915, aðeins 57 ára gam-
all. Hann bjó á Akureyri og sinnti
margvíslegu menningar- og upp-
byggingarstarfi, skrifaði bók um
hesta og aðra bók þar sem hann
deildi fróðleik sínum úr heimi við-
skiptanna í Bandaríkjunum. Það
eru „Heilræði fyrir unga menn í
verzlun og viðskiftum“ sem nú er
komin út í fjórðu útgáfu.
Ásgeir Jónsson hagfræðingur
gefur bókina út og telur líklegt að
hún sé eina viðskiptafræðibókin
sem út kemur á íslensku fyrir þessi
jól. Hinar fjalli allar um hrunið.
Hann skrifar jafnframt nýjan inn-
gang við útgáfuna, en hann hefur
stundað töluverðar rannsóknir til
að grafast fyrir um ævi Schra-
ders sem hulin hefur verið nokkr-
um leyndarhjúp. „Eftir útgáfuna í
fyrra fékk ég töluverðar ábending-
ar,“ segir Ásgeir, en fyrri útgáfur
eru uppseldar, sem og frumútgáf-
an frá 1913. Texta bókar Schraders
þýddi Steingrímur Matthíasson
læknir, sonur Matthíasar Jochums-
sonar þjóðskálds.
Í bókinni kemur fram að áður
en Schrader birtist hér skyndilega
árið 1912 hafði hann starfað á verð-
bréfamarkaðinum á Wall Street í
35 ár og stórefnast, en hingað kom
hann frá Englandi. Í þessari útgáfu
kemur jafnframt fram að grunnur-
inn að auði Schraders er uppfinning
hans á loftventlinum sem enn í dag
er notaður nær óbreyttur á bíldekk
um heim allan.
Þegar Schrader kom hingað hafði
hann áður fengið taugaáfall, var
plagaður af banvænum sjúkdómi
og undir það síðasta var farið að
draga verulega af honum.
Heilræði Schraders ganga mikið
út á sómasamlega hegðun og að
missa ekki sjónar á lífsins gæðum
í græðgi og peningahyggju.
Ráðin standast vel tímans tönn,
en sem dæmi má nefna eitt heil-
ræði sem átt gæti heima í hvaða
samningatæknikennslubók sem er:
„Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú
vilt lagfæra, settu þig í spor þess
manns, sem þú átt í ágreiningi við,
og reyndu að hugleiða málið frá
hans sjónarmiði, mæt honum síðan
miðja vegu.“ olikr@frettabladid.is
Efnaðist á uppfinn-
ingu loftventilsins
■ Vert er að rifja upp hvað Jón
Árnason hafði um jólasveina
að segja í þjóðsagnasafni sínu,
núna þegar karlarnir koma
til byggða hver af öðrum. Ein
heimild hans (gömul kona)
nefndi þessa þrettán: Tífill, Tútur,
Baggi, Lútur, Rauður, Redda,
Steingrímur og Sledda, Lækjar-
æsir, Bjálminn sjálfur, Bjálmans
barnið, Litlipungur og Örva-
drumbur. Eftir annari sögn voru
þeir aðeins átta talsins og
heita: Gáttaþefur,
Gluggagægir, Potta-
sleikir og Pönnu-
skuggi, Guttormur
og Bandaleysir,
Lampaskuggi,
Klettaskora.
FRÓÐLEIKUR
JÓLASVEINARNIR
„Það er það að frétta að ég er búinn að opna
lögmannsstofu,“ segir Lúðvík Bergvinsson, fyrr-
verandi þingmaður Samfylkingarinnar. Lúðvík
opnaði stofuna Bonafide í Kringlunni fyrr í
mánuðinum. Hann er eini eigandinn en
samtals starfa þrír á stofunni.
„Bonafide, reyndar í tveimur orðum, er
latína og þýðir ‚Í góðri trú‘. Við ákváðum
að fá þetta lánað,“ segir Lúðvík. Stofan
tekur að sér mál tengd stjórnvöldum og
viðskiptum, að sögn Lúðvíks. „Við erum
afar ánægð með starfið,“ bætir
hann við.
Áður en Lúðvík opnaði
stofuna þurfti hann að
ljúka við að innleysa
málflutningsréttindin
sín, og til þess varð
hann að setjast á
skólabekk í tvo mánuði og þreyta þar til gert
námskeið. „Það var talsvert strembið nám, það
er víst sjötíu prósenta fall í þessu,“ segir
Lúðvík, sem náði þó prófinu.
En saknar Lúðvík ekkert stjórnmála-
vafstursins? „Það má segja sem svo að
þetta var eitthvað sem ég ætlaði alltaf
að gera. Pólitíkin er skemmtilegur vett-
vangur og skemmtileg reynsla, og ég
bý að henni, en það er hins vegar alltaf
gaman að takast á við ný verkefni.“
Og jólaundirbúningurinn er kominn á
fullt hjá Lúðvíki og fjölskyldu. „Já, það má
segja það. Undirbúningurinn hefur
reyndar lagst þyngra á konuna
heldur en mig en krakkarnir eru
farnir að fá í skóinn og svona,
þótt það komi kannski okkur
foreldrunum ekki beint við.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? LÚÐVÍK BERGVINSSON, FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR
Opnar lögmannsstofu í Kringlunni
Ósanngirni lífsins
„Það var með herkjum að
manna tókst leikskólana í
góðærinu og núna loksins
þegar betur gengur að fá
fólk til starfans erum við
látin taka til eftir partíið sem
okkur var ekki boðið í.“
HARALDUR GÍSLASON, DEILDAR-
STJÓRI Á LEIKSKÓLA
Fréttablaðið 14. desember.
Eðlileg verkaskipting
„Ég kom einungis að þeim
gerningi að veðsetja hluta-
bréfin fyrir hönd þeirra sem
á þeim héldu. Aðrir voru að
vinna í endurfjármögnuninni
í samvinnu við bankann.“
BJARNI BENEDIKTSSON, FORMAÐUR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OG FYRRV.
STJÓRNARFORMAÐUR BNT.
DV, 14. desember.
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
og Fjölskylduhjálp Íslands fengu
í gær afhent 900 kíló af humri frá
Vinnslustöðinni í Vestmanneyjum.
Humarinn er ætlaður til dreifingar
meðal skjólstæðinga samtakanna
fyrir jólin.
Landflutningar-Samskip tóku að
sér að flytja humarinn til Reykja-
víkur án endurgjalds, geyma hann
hjá Samskipum og flytja á dreifing-
arstaði Fjölskylduhjálparinnar og
Mæðrastyrksnefndar.
Humrinum fylgja kveðjur frá
Vestmannaeyjum með ósk um
gleðileg jól og frið á nýju ári. Í til-
kynningu er haft eftir Sigurgeiri
Brynjari Kristgeirssyni, fram-
kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinn-
ar, að margir starfsmenn fyrir-
tækisins hafi kynnst atvinnuleysi
og erfiðleikum þegar fyrirtækið
sagði upp miklum fjölda fólks fyrir
rúmum áratug. Þeir eigi því auðvelt
með að setja í spor fólks sem á erf-
itt með að láta enda ná saman. - sh
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gefur hjálparstofnunum 900 kíló af humri:
Bágstöddum gefinn humar
GJÖFIN AFHENT Fulltrúar Fjölskylduhjálparinnar og Mæðrastyrksnefndar tóku við
gjöfinni frá fulltrúum Vinnslustöðvarinnar og Samskipa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
á einn miða 29. desember
75.000.000
Þeir sem eiga miða í Happdrætti Háskólans geta
átt von á 75 milljóna afmælisvinningi í síðasta
útdrætti ársins. Þú getur ennþá verið með!
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fáðu þér miða á www.hhi.is eða í síma 800 6611
Glösin sem
gera góð vín
betri
www.fastus.is
580 3900
Síðumúla 16
Rauðvínsglas 55 cl. 1.295
Hvítvínsglas 40 cl. 1.195
Kampavínsglas 20 cl. 1.095
ÁSGEIR JÓNSSON
BÓK SCHRADERS Eftir hrunið í fyrra lagðist Ásgeir Jónsson útgefandi í mikla
heimildarvinnu um Schrader. Eftir að þriðja útgáfa kom út í fyrra fékk hann fjölda
ábendinga og hefur grafið upp enn meiri upplýsingar um þennan merka mann,
sem hvarf efnaður af sviði viðskiptanna til að sinna mannúðarmálum.