Fréttablaðið - 15.12.2009, Page 24
24 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Væntingar fólks til alþjóðlegu ráðstefnunnar um loftslags-
breytingar sem nú stendur yfir
í Kaupmannahöfn eru miklar en
jafnframt blasir við að verkefni
þeirra sem þar funda er gríðar-
legt. Það þarf að taka ákvarð-
anir sem munu hafa mikil áhrif
á lífsstíl og lífskjör almennings
um allan heim og þó enn þá meiri
á umhverfi og afkomu komandi
kynslóða. Aukin hitnun andrúms-
loftsins undanfarna öld af manna-
völdum og miklar hnattrænar
breytingar sem hún getur leitt af
sér á tiltölulega skömmum tíma
munu raska lífskjörum og tilvi-
stargrundvelli manna og fleiri
lífvera á hátt sem erfitt er að
spá fyrir um. Ráðstefnan þarf að
komast að róttækum niðurstöð-
um sem víðtæk sátt mun ríkja
um — það verður augljóslega
ekki auðvelt verkefni. Samt sem
áður er nauðsynlegt að einhver
árangur verði af þessum mikla
fundi. Það eina sem er ljóst er að
allar tillögur sem miða að því að
takmarka losun gróðurhúsaloft-
tegunda munu kalla á mótmæli
hagsmunaaðila og einnig af hálfu
stjórnmálamanna og vísinda-
manna sem eru á launaskrá þess-
ara sömu hagsmunaaðila.
Á hinn bóginn er hætt við því
að niðurstaðan af ráðstefnunni
verði samkomulag um aðgerðir
sem munu virðast róttækar við
fyrstu sýn og eflaust kalla á hörð
mótmæli, en ganga eigi að síður
of skammt og veita rými fyrir
sveigjanlega túlkun. Það virðist
t.d. róttæk aðgerð að leggja til
80% niðurskurð á losun gróður-
húsalofttegunda fyrir 2050 en
jafnframt blasir við mikil óvissa
um umhverfisáhrif þótt sú yrði
lausnin. Það skiptir nefnilega
öllu máli hvort niðurskurður-
inn yrði mestur í upphafi eða við
lok þessa fjörutíu ára tímabils.
10% niðurskurður á árinu 2010
væri t.d. mun róttækari aðgerð
ef hægt væri að koma honum í
framkvæmd.
Ljóst er að núverandi losun
gróðurhúsalofttegunda mun
leiða af sér tveggja gráðu hækk-
un meðalhita í andrúmsloftinu
ef ekkert verður aðhafst. Einn-
ig er sennilegt að slík hækkun
yrði óafturkræf um langt skeið,
jafnvel þúsundir ára. Umhverf-
isáhrif af þvílíkri hækkun yrðu
ófyrirsjáanleg en ljóst er að hún
myndi raska lífi milljóna manns
verulega. Skýrasta dæmið er um
ríki sem munu hverfa í hafið,
eins og Kyrrahafseyjan Tuvalu.
Á hinn bóginn hefur alls ekki
komið skýrt fram hversu mikill
samdrátturinn í losun gróður-
húsalofttegunda þarf að vera til
þess að forða slíkri niðurstöðu.
Samkvæmt rannsókn sem birtist
í tímaritinu Nature í apríl síðast-
liðnum er sú stærð líklega ekki
umfram 1000 milljarða tonna af
koltvísýringi. Miðað við þá tölu
má einungis nýta 22% af því
magni af kolum, olíu og jarðgasi
sem nú er aðgengilegt fyrir árið
2050. Ef gengið er meira á þessar
orkulindir eru líkur á meiri hitn-
un og uggvænlegum umhverfis-
áhrifum í framhaldi af því.
Gallinn við ráðstefnuna sem
núna stendur yfir er að viðræð-
urnar snúast ekki um hvernig
eigi að hagnýta þessar tiltæku
orkulindir – ríkisstjórnir heims
gera sér enga von um að mögu-
legt sé að ná samkomulagi um að
skipta þeim á milli þjóða heims
með réttlátum hætti. Þess í stað
er sjónum beint að útblæstrin-
um sem er afleiðingin af nýtingu
þessara orkulinda. Þar er svig-
rúmið því miður meira til þess að
túlka niðurstöður ráðstefnunnar
eins og hentar hverjum og einum.
Á endanum eru þetta þó einung-
is tvær hliðar á sama peningi; ef
birgðir af olíu, kolum og gasi eru
unnar úr jörðu þá er þeim líka
brennt. Þess vegna er skringilegt
að sjá stjórnmálamenn ganga til
viðræðna í Kaupmannahöfn með
yfirlýstan ásetning um að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda
en hafa jafnframt á teikniborð-
inu áætlanir um hagnýtingu
orkulinda sem torvelda munu að
markmið ráðstefnunnar náist.
Á endanum snýst vandinn sem
hlýst af losun gróðurhúsaloftteg-
unda um orkubúskap mannkyns
og hvernig hann eigi að vera. Það
geta allir verið sammála um að
æskilegt sé að hann sé sjálfbær
þannig að orkunotkun okkar rýri
ekki möguleika komandi kyn-
slóða. Núna er hann það alls ekki
þar sem á skömmum tíma hefur
verið gengið á milljón ára birgðir
af steingervingum til að standa
undir orkufreku nútímasamfé-
lagi. Á Íslandi sjáum við þessa
sömu skammsýni í áformum um
að virkja allt mögulegt vatnsafl
á landinu á fáeinum árum í þágu
fáeinna stórfyrirtækja. Þegar
kemur að orkunýtingu virðist
bannað að hugsa til langs tíma.
Orkunýting og útblástur
UMRÆÐAN
Þórunn Sveinbjarnardóttir
skrifar um loftslagsmál
Lokasprettur loftslagsráð-stefnu Sameinuðu þjóðanna
í Kaupmannahöfn hefst í dag.
Ráðherrar tínast til Hafnar hver
á fætur öðrum og fyrir lok vik-
unnar þarf að innsigla samkomu-
lag um aðgerðir gegn loftslags-
breytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir
á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki
til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr
útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess
að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralík-
ar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari
öld. Hér þarf ekki að ýkja neitt, nóg er að kynna sér
niðurstöður Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreyt-
ingar til að sannfærast um nauðsyn þess að grípa
til róttækra aðgerða. Afleiðingar hlýnunar lofts og
sjávar geta kallað miklar hörmungar yfir mann-
kynið.
Frá því á loftslagsráðstefnunni á Balí árið 2007
hafa íslensk stjórnvöld lagt sig fram um að vera
hluti af lausninni í samningaviðræðum um aðgerð-
ir gegn loftslagsbreytingum. Það var grundvallar-
breyting á afstöðu Íslands. Við höfum skuldbund-
ið okkur til þess að mæta kröfunni um að hlýnun
fari ekki yfir 2°C á þessari öld. Þá tókum við stöðu
við hlið Evrópusambandsins í samningaviðræð-
unum, af ábyrgð og festu, sem ég er mjög stolt af.
Það er ábyrgðarhluti lands sem telst meðal ríkustu
þjóða heims – bæði fyrir og eftir hrun – að leggja
sitt af mörkum til þess að leysa loftslagsvandann.
Við höfum sett okkur losunarmarkmið hér heima og
einnig lagt til að endurheimt votlendis reiknist ríkj-
um til tekna í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Næstu dagar munu ráða úrslitum um það hvort
leiðtogar rúmlega 190 ríkja búi yfir festu og pólit-
ískum kjarki sem dugar til að ná raunhæfu og hald-
góðu samkomulagi í Kaupmannahöfn. Ef það bregst
er hætt við að niðurstaðan verði grænþvottur, þ.e.
að leiðtogarnir setji engar tölur á blað og skuldbindi
sig ekki til raunhæfra aðgerða sem draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda, og samningaviðræður sigli
í strand. Það má ekki gerast.
Höfundur er formaður umhverfisnefndar Alþingis.
Grænþvottur í Kaupmannahöfn?
ÞÓRUNN SVEIN-
BJARNARDÓTTIR
Loftslagsráðstefnan í
Kaupmannahöfn
SVERRIR JAKOBSSON
Í DAG |
Á endanum snýst vandinn
sem hlýst af losun gróðurhúsa-
lofttegunda um orkubúskap
mannkyns og hvernig hann
eigi að vera.
Púff
Áhugamönnum um stjórnmál er
eflaust í fersku minni þegar Frjáls-
lyndi flokkurinn gaf út í sumar
dularfulla tilkynningu um að með
haustinu myndi flokkurinn gefa út
aðra óvænta fréttatilkynningu sem
myndi hrista upp í
íslenskum stjórnmálum.
Flokksmenn játuðu
að tíðindin yrðu á
sveitarstjórnarstiginu
en vörðust að öðru
leyti allra frétta. „Þetta
verður eitthvað sem
mun verða
algjör
sprengja inn í stjórnmálaumræðuna,“
var haft eftir formanni fjármálaráðs
flokksins. Nú er komið fram í miðjan
desember og enn er sprengjunnar
beðið í ofvæni …
Meira af því sama?
Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi
hefur ákveðið að sækjast eftir öðru
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík. Í tilkynningu frá Júlíusi
stendur meðal annars. „Ég mun
leggja áherslu á að halda áfram því
góða starfi sem unnið hefur verið í
Reykjavík á þessu kjörtímabili.“
Vonandi ekki
Hafi einhver verið
búinn að
gleyma því
hafa fjórir meirihlutar verið myndaðir
í Reykjavík frá því síðast var gengið til
kosninga og jafnmargir gegnt emb-
ætti borgarstjóra. Hefði ekki komið til
heilt efnahagshrun væri yfirstandandi
kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur
enn í algleymingi sem eitt mesta
glundroðaskeið í íslenskri
stjórnmálasögu. Ætli fram-
bjóðendum í prófkjörum
borgarstjórnarflokkanna
sé ekki óhætt að setja
markið aðeins hærra
fyrir komandi kjörtímabil.
bergsteinn@frettabladid.is
Fjölskylduhjálp Íslands
Neyðarkall
frá Fjölskylduhjálp Íslands
Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem
minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að-
stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar.
Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti
haldið gleðileg jól.
Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2-4
í Reykjavík þriðjudaga kl 9-13, miðviku-
daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar
Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892
9603. Einnig er tekið á móti framlögum á
reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr.
101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang:
fjolskylduhjalp@simnet.is
A
llt bendir til þess að dagar Hegningarhússins við
Skólavörðustíg sem fangelsis séu taldir. Í breyting-
artillögum við fjárlög fyrir næsta ár er gert ráð fyrir
að húsið verði selt.
Ef þau áform ganga eftir mun Hegningarhúsið bæt-
ast í hóp nokkurra annarra þekktra bygginga í borginni sem þarf
að finna nýtt hlutverk. Enn er til dæmis óljóst hvaða starfsemi
verður í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sama gildir um
Austurbæjarbíó við Snorrabraut og ekkert hefur heyrst lengi af
áætlunum um Fríkirkjuveg 11. Síðastnefnda húsið keypti Björg ólf-
ur Thor Björgólfsson af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum
og upplýsti þá að þar yrði komið á laggirnar safni um afa hans,
Thor Jensen, sem reisti það á sínum tíma.
Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að þau þykja
henta illa sínum upprunalega tilgangi.
Hegningarhúsið var tekið til notkunar fyrir 135 árum þegar
minna jafnvægi var milli refsingar og betrunar í aðstöðu fanga
en á okkar tímum. Aðbúnaður í húsinu hefur því lengi þótt heldur
ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Undanfarin ár hefur það
fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við
upphaf afplánunar og fyrir gæsluvarðhaldsfanga.
Víst er að margir áhugasamir kaupendur munu gefa sig fram
þegar ríkið auglýsir Hegningarhúsið til sölu, enda staðsetningin
frábær við eina skemmtilegustu götu miðbæjarins. Auðvelt er
líka að spá að þar verða veitingamenn fremstir í röðinni. Húsið
er sögufrægt, einstaklega verklegt og með myndarlegan bakgarð
þar sem er hægt að njóta veitinga í vernduðu umhverfi í miðri
borginni.
Ekki þarf að sækja fordæmið langt fyrir því að hús geta auð-
veldlega gengið í gegnum velheppnuð innri hamskipti án þess að
götumyndinni sé raskað. Í kjölfar þess að SPRON fór á höfuðið
breyttist næsti nágranni Hegningarhússins við Skólavörðustíg
fyrr á árinu úr því að vera fjármálastofnun í sérlega skemmtilegt
kaffihús og bókabúð, sem setur mikinn svip á nágrenni sitt.
Það er sem sagt auðvelt að gera sér í hugarlund að Hegning-
arhúsið muni fljótt og vel geta sagt skilið við fortíð sína og hafið
nýtt líf. Því miður hafa það ekki verið örlög Austurbæjarbíós og
Heilsuverndarstöðvarinnar, sem var minnst á hér að ofan.
Austurbæjarbíó hefur velkst um í kerfinu í all nokkurn tíma,
Til stóð að rífa húsið og byggja mjög hraustlegt íbúðarhús á
reitnum. All nokkur ár eru liðin frá því borgaryfirvöld bökk-
uðu með leyfi sem þáverandi eigandi hússins taldi sig hafa fyrir
framkvæmdunum. Austurbæjarbíó komst síðar í eigu Nýsis sem
kynnti 2006 áætlanir um að það yrði gert veglega upp og opnað
sem menningnarmiðstöð. Af því hefur ekki orðið.
Heilsuverndarstöðin hefur nú staðið tóm í alltof langan tíma.
Húsið er glæsilega teiknað af Einari Sveinssyni og var fyrsta
sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Það var sorgardagur
þegar það hætti að hýsa heilbrigðisstarfsemi og enn dapurlegra
er að ekki hafi enn tekist að finna því nýtt hlutverk. Það allra
versta sem getur komið fyrir hús er að vera mannlaus. Það væri
jákvætt fyrir bæjarbraginn ef borgaryfirvöld legðu sitt af mörk-
um til að líf kviknaði þar innandyra á ný.
Sögufrægar byggingar í nýju hlutverki:
Hamskipti húsa
JÓN KALDAL SKRIFAR