Fréttablaðið - 15.12.2009, Side 30

Fréttablaðið - 15.12.2009, Side 30
 15. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hennar Fréttablaðið spurði Írisi Kristjánsdóttur vefstjóra, sem gengst fúslega við því að vera nörd, hvaða græjur væru efstar á jólaóskalistanum. „Ég er gamaldags og guðsnáðar nörd,“ segir Íris Kristjánsdóttir vefstjóri. Hún segir mikinn mun á því að vera nörd og tækjafíkill. „Tækjafíkill kaupir allt nýtt sem kemur á markaðinn og spáir ekki í gæðum eða virkni, bara að eiga það nýjasta. Nörd spáir í af hverju hluturinn var hannaður, hvern- ig hugmyndin á bak við hlutinn kviknaði og hvort hægt sé að betr- umbæta hann. Mér finnst mjög gaman að sjá hvað er alltaf að bæt- ast við græjuflóruna og hef ótrú- lega gaman af hlutum sem eiga að létta okkur lífið eða hjálpa okkur að sjá það í nýju ljósi. Ég á dálít- ið af gömlum græjum líka. Til dæmis tuttugu ára gamlan Pac- man-tölvu- leik og 23 ára gam- alt Fischer Price-kassettu- tæki. Dásemd,“ segir Íris. Spurð um þær græjur sem efstar eru á óskalistan- um fyrir jólin nefnir hún fyrst fjarstýrt kælibox. „Ég er ekki latur gest- gjafi, en mér finnst þessi græja bara meiriháttar sniðug. Hún minn- ir mig á R2D2 ú r S t a r Wars, og hver vill ekki fá kaldan drykk af- hentan af ekta vélmenni?“ Svokölluð Asus eeetop, sem er tölva með snertiskjá, er Írisi einn- ig ofarlega í huga. „Ég slefaði þegar ég frétti fyrst af þessari vél. Asus er mitt uppáhald, með öruggustu vélunum á markaðnum í dag og bilanatíðnin lág. Hönnun- in er flott og hún er frábær fyrir fingralanga og fólk með snertiþörf á háu stigi,“ segir Íris. Loks hefur Íris augastað á klæði- legum rafmagnsgítar, eins og hún orðar það, en þar er um að ræða stuttermabol með innbyggðum gítar. Á gítarhálsinum eru takkar fyrir hvert grip, og því auðveldlega hægt að spila mörg af þekktustu rokklögum sögunn- ar á bolinn. Með- fylgjandi er svo lít- ill magnari sem hægt er að festa í belti eða vasa. Íris segist afar spennt fyrir þessari græju. „Ekki meiri luftgítar fyrir mig. Loksins get ég spilað mína eigin þematón- list hvert sem ég fer, og allir fá að heyra! Ég þarf bara að drífa mig að læra gripin fyrst,“ segir Íris. - kg R2D2-kælibox og gítarbolur Vefstjórinn Íris er með græjudellu og á meðal annars nokkuð af gömlum tækjum. Hér stillir hún sér upp með Fisher-Price kassettutæki og Pacman-tölvuleik frá því fyrir tveimur áratugum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ●FYRIR NÝBAKAÐA FORELDRA Börn halda áfram að fæðast hér á landi eins og annars staðar, hvað sem líður öllum kreppum og Icesave-reikningum. Ekki minnkar heldur mikilvægi þess að sjá eins vel um yngsta fólkið og kostur er. Jólagjaf- ir til nýbakaðra foreldra geta þannig endurspeglað væntumþykju og hugulsemi. Bókin Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða eftir Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur kemur nú út í nýrri og endurbættri útgáfu, en hún hefur notið mikilla vinsælda frá því hún birtist fyrst í bókahillum fyrir tveimur árum. Bókin býr yfir ráðleggingum og svörum við flestum spurningum foreldra sem langar að gefa barninu sínu frá byrjun næringarríkan og heilsusamlegan mat, og er einnig leiðarvísir fyrir þá sem langar að læra meira um hollt mataræði en vita ekki hvar þeir eiga að byrja. Þegar bætast við fjöldinn allur af girnilegum uppskriftum að barna- mat og hollum mat fyrir alla fjölskylduna og barnaafmælin er ljóst að fundin er jólagjöf sem ætti að vekja lukku hjá mörgum. ● GEFÐU ÞAÐ SEM HANA LANGAR Í Stund- um getur reynst þrautin þyngri að finna gjöf handa konunni í lífi sínu. Sumar konur kaupa sér allt sjálfar sem þær lang- ar í sama dag og það kemur í verslanir. Þetta á reyndar við um bæði konur og karla og alveg óþolandi að kaupa gjafir handa þessu fólki. Aðrar konur hafa afar skýra hugmynd um hvað þær vilja og svo nákvæmar á köflum að það er engin leið að finna þennan eina hárrétta lit eða nákvæmlega rétta sídd af eyrnalokkum. Handa svona fólki er í raun bara til ein fullkomin gjöf: gjafakort! þau er bæði hægt að fá í uppáhaldsbúð viðkomandi eða í stórum verslunarkjörnum, svo sem Kringlunni, Smáralind eða Miðborginni. Jafnvel bankarn- ir hafa tekið gjafakortin upp á arma sína og þá er hægt að fara hvert sem er með kortið. Gjafa- kortin er hægt að fá upp á mis- háar upphæðir og fyrir þau er hægt að kaupa allt mögulegt, jafnvel hægt að fara út að borða eða í klippingu. Gjafakort í nudd eða dekur er líka góð gjöf og svo má líka gefa kort upp á klukkutíma knús eða þrif. Oft eru bestu jólagjafirnar þær sem skilja eitthvað eftir sig og gagnast viðtakendunum til lang- frama. Þegar rætt er við fólk sem er á og upp úr miðjum aldri lýsir það oft yfir eftirsjá yfir að hafa aldrei lært almennilega á neitt hljóðfæri. Oft og tíðum er ástæðan sú að téðir einstaklingar „bara drifu sig aldrei í þetta“ eða eitthvað á þá leið. Örlítil forræðishyggja á vissu- lega rétt á sér í þessu tilfelli. Gefðu byrjendanámskeið í gítar-, píanó eða trommuleik (eða hvaða hljóð- færi sem er), í jólagjöf og fylgstu í návígi með nýrri Björk, Röggu Gísla eða Lay Low verða til. Það borgar sig margfalt og er nærandi fyrir sálartetrið. Tónlistarkonur framtíðarinnar Gefðu henni tónlistarnámskeið fyrir byrjendur og sjáðu nýja Lay Low verða til. Forsíðumynd: Anton Brink Fyrirsætur: Silvia Santana og Ástríður Viðarsdóttir Tökustaður: Gleraugnasalan Laugavegi 65 Bakteygjubrettið Eykur sveigjanleika Linar bakverki Nálastungudýnan Eykur orkuflæði og vellíðan Er slakandi og bætir svefn Stuðningshlífar Einstök hönnun og gæði Bak, úlnliðs, ökkla- og hnéhlífar www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16 y g Styrkir magavöðvana Airfree lofthreinsitækið Betra loft - betri líðan! Eyðir örverum og ryki Heilsusamlegar jólagjafir Verð frá 9.750 kr. Verð 7.950 Verð 117.800 kr. Verð frá 29.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.