Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 36
 15. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hennar Rómantísk helgarferð er gjöf sem lifir í minn- ingunni. Á Íslandi úir og grúir allt af fallegum áfangastöðum þar sem pör geta ræktað sam- bandið í stórbrotinni náttúru og látið sér líða vel á fallegu hóteli eða í sumarbústað. Fátt styrkir samband pars betur en að komast í burtu frá öllu daglegu amstri. Því er ekki úr vegi að mað- urinn gefi sinni heittelskuðu gjafabréf upp á helgar- ferð út á land. Slíkar ferðir geta verið með ýmsu sniði. Bæði má panta herbergi á krúttlegu hóteli í kaupstað úti á landi eða í sveitasælu, eða jafnvel leigja sumar- bústað í fallegri náttúru. Langir göngutúrar, ferskt loft, góðar samræður og samvera geta lífgað upp á sambandið auk þess sem slík helgarferð býr til minningar sem lifa lengi. Þá er bara að velja sér einn af þeim fjölmörgu stöð- um sem standa til boða. Látið hugmyndaflugið ráða eða fáið ráð hjá góðum vinum og munið eftir mynda- vélinni til að festa minninguna á filmu. - sg Gefðu góðar minningar Helgarferð til Akureyrar, höfuðborgar Norðurlands, getur verið sannkölluð menningarreisa. Þar má skoða söfn, fara í leikhús og fínt út að borða. Þá er stutt út í ósnortna náttúruna þar sem pör geta farið í göngutúr, haldist í hendur og rifjað upp sokkabandsárin. Snæfellsjökull laðar að fjölmarga gesti á ári hverju. Ekki að furða enda er jökullinn talinn búa yfir yfirnáttúrulegum krafti. Þá er heldur ekki nauðsynlegt að fara út fyrir borgarmörkin, helgardvöl á reykvísku gistiheimili með göngutúr niður Laugaveg getur verið ágætis tilbreyting fyrir hjónalífið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Austurland að vetri til er ægifagurt þótt stundum sé það erfitt yfirferðar. Það ætti þó að verða fínasta ævintýraferð fyrir ástfangið par. Hér má sjá kirkjuna á Seyðisfirði sem er áfangastaður margra ferðamanna. Mývetningar hafa notið þess að stunda heit jarðböð sér til heilsubótar allt frá landnámsöld enda eru þau sögð búa yfir lækningamætti. Útkeyrðir foreldrar verða að öllum líkindum úthvíldir og slakir eftir eina helgi í slíkri slökun í fallegu umhverfi. Ekki þarf lengi að leita að fallegum áfangastöðum. Þingvellir eru í hálftíma fjarlægð frá borginni. Tilvalið er að fara þar í góða göngu, henda pening í Peningagjá og skjótast að lokum í sumarbústað sem hægt er að taka á leigu í nálægum sveitum, skella sér í heitan pott og skála í kampavíni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frumleg og flott dagatalsbók með myndskreyttum hugleiðingum. Góð fyrir skapið og skipulagið! Við styrkjum Jólagjöfin hennar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.