Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 9jólagjöfi n hennar ● fréttablaðið ● ● STÍLIÐ HEIMILISTÆKI Á KARLINN Sumir vilja alls ekki gefa konum heimilistæki og eru þau oft talin ein versta gjöf sem hægt sé að gefa nútíma- konu. Þetta mun vera arfleifð frá því þegar konur sáu um heim- ilið og karlar unnu úti. Eftir að konur fóru út á vinnumarkaðinn þykir jafnsjálfsagt að karlar sjái um heimilisverkin og því ekkert sem segir að þau séu eingöngu í verkahring konunnar lengur. Skortur á nauðsynlegum heimilistækjum gerir þó vart við sig á flestum heimilum og þykir mörgum upplagt að nota jólin til að bæta í skápana. Þá er ráð að stíla tækin á karlmann- inn á heimilinu en þannig má jafna út hina aldagömlu ímynd af konunni við heimilisstörfin. Síðan er vitanlega mælst til þess að sambýlisfólkið sameinist um að nota tækin í sátt og samlyndi eins og verkaskipting nútímans kveður á um. ● FALLEG GJÖF TIL STYRKTAR GÓÐUM MÁLSTAÐ Í Kirkjuhúsinu á Laugavegi er margt fallegt að finna, meðal annars skothylki frá Líberíu sem hefur verið átt við og þeim breytt í standandi krossa. Sagan á bakvið kross- ana er sú að Lútherska heims- sambandið rekur í Líberíu end- urhæfingarbúðir fyrir börn sem hafa verið send í stríðið og er til- gangur sambandsins að hjálpa börnunum að öðlast aftur eðli- legt líf. Eitt af þeim verkefn- um sem börnin vinna í endur- hæfingunni er að breyta skot- hylkjum í fyrrnefnda krossa. Hver kross kostar 1.000 krónur í Kirkjuhúsinu og renna pening- arnir til starfsins í Líberíu. ● ÓMÓTSTÆÐILEGUR ILMUR Ein af þeim gjöfum sem er vís með að hitta í mark um jólin er gott ilmvatn. Hins vegar getur verið vandasamt verk að finna ilm sem fellur að smekk þinnar heitt- elskuðu og því skynsamlegast að leggja út í smá rannsóknarvinnu áður en gengið er frá kaupun- um. Hikaðu ekki við að kíkja í baðskápinn eða þar sem frúin geymir safnið sitt og sjáðu hvort eitthvert glasið er að verða tómt, farðu því næst út í næstu snyrtivöruverslun og veldu sambærilega flösku. Eða reyndu að muna hvort konan þín nota þungan eða léttan ilm og nýttu þér þá vitneskju sem grunn að kaupum á góðu ilmvatni. Ef henni líkar alls ekki ilm- urinn þá er yfirleitt lítið mál að fá honum skipt. Við óskum öllum gleðilegra jóla Tryggjum öllum börnum gleðileg jól Taktu þátt í Pakkajólum Bylgjunnar við jólatréð í Smáralind Gefðu eina aukagjöf um jólin og leggðu góðu málefni lið. Merkja þarf hverja gjöf með merkimiða þar sem tekið er fram hvaða kyni hún hentar og hvaða aldri. Ef þú býrð úti á landi þá kemur Pósturinn gjöfunum endurgjaldslaust til skila. Þú þarft bara að fara með pakkann á næsta pósthús. Jólapappír og merkimiða er að finna við þjónustuborð Smáralindar á annarri hæð. Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar koma pökkunum til þeirra sem á að gleðja. Gefðu eina gjöf og vertu með í Pakkajólum Bylgjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.