Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 40
 15. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR12 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hennar Sögur um mikilmenni, spæjara og uppvakninga bar á góma þegar þrjár úrvalskonur voru beðnar um að nefna þær bækur sem þær langar helst í jólagjöf í ár. Elísabet Ronaldsdóttir kvikmynda- gerðarmaður segist hafa gaman af alls kyns skáldskap og fyrir þessi jól langar hana einna helst í Síð- ustu daga móður minnar eftir Sölva Björn Sigurðsson. „Hún segir af mæðginum sem skella sér til Amst erdam. Móðirin er með krabbamein á lokastigi og ferðin er hugsuð sem síðasta ævintýra- ferð mæðginanna,“ útskýrir Elísa- bet og bætir við að hún hafi heyrt vel af bókinni látið. „Mér skilst að hún detti alls ekki ofan í einhverja dramatík, en mér finnst heillandi þegar höfundum tekst að fjalla um erfið málefni án þess að detta ofan í þá gryfju og jafnvel takast að gera þau svolítið skemmtileg.“ Þá langar Elísabetu til að kom- ast yfir Horfðu á mig, fimmtu spennusögu Yrsu Sigurðardóttur rithöfundar. „Mér finnst sögurnar hennar Yrsu lipurlega skrifaðar og skemmtilegar. Oftast er þetta létt- meti í aðra rönd en á móti kemur að það er þægilegt að hafa eitthvað í þeim dúr til að lesa ef maður er kannski að drukkna í vinnu. Einmitt þess vegna hef ég almennt gaman af slungnum sakamálasögum.“ Bryndís Schram segist eiga erf- itt með að gera upp við sig hvaða bækur hana langi helst í vegna þess hversu fjölbreytt úrvalið er í ár. Sagnfræði, ævisögur og endurminn- ingar heilli þó yfirleitt mest og því kemur kannski ekki á óvart að hún skuli nefna bækur þar sem mikil- hæfir menn í Íslandssögunni gegna stórum hlutverkum. „Sögurnar um Snorra Sturluson og Auði djúpúðgu finnst mér mjög spennandi, en það er eins með þær og aðra sagnfræði að lestur þeirra opnar dyr inn í aðra veröld,“ segir hún. Bryndís kveðst einnig gleypa í sig hvers kyns skáldskap og hana langar mikið til að blaða í nýjustu verkum Steinunnar Sigurðardótt- ur, Jóns Kalmans Stefánssonar og Gyrðis Elíassonar. „Þessir höfund- ar eru allir í eftirlæti hjá mér,“ út- skýrir hún og bætir við að Fugla- líf á Framnesvegi eftir Ólaf Hauk Símonarson, Dóttir mæðra minna, eftir Sindra Freysson og Orrustan um Spán komist líka á listann í ár. „Hið fullkomna landslag eftir Rögnu Sigurðardóttur er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ segir leikkonan Maríanna Clara Lúthers- dóttir og lýsir söguþræðinum á eft- irfarandi máta: „Sagan fjallar um konu á listasafni sem fær það verk að skera úr um hvort málverk sem hún fær í hendurnar er falsað eða ekki og það hrindir af stað spenn- andi atburðarás.“ Söguna segir hún falla í flokk spennusagna sem hún viðurkennir að hafa lúmskt gaman af, en þess utan séu þó fagurbók- menntir í mestu uppáhaldi. „Svo er ekki verra ef það tvennt fer saman, eins og til dæmis í sögum Kate At- kinson sem verið er að þýða yfir á íslensku,“ segir hún. Þá segist Maríanna bíða í of- væni eftir bókinni Jane Austen and Zombies þar sem verkum höfund- arins Austen og uppvakningahryll- ingi er blandað saman. „Ég er nátt- úrlega aðdáandi Austen númer eitt og hef lesið allt eftir hana og ým- islegt sem henni viðkemur. Margt af því er reyndar ekki gott en mér skilst að þessi vægast sagt óvenju- legi kokkteill sé mjög skemmtileg- ur aflestrar.“ - rve Uppvakningar og Jane Austen Ævisögur og endurminningar heilla Bryndísi, sem langar til að lesa um Snorra Sturluson og Auði djúpúðgu um jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Síðustu dagar móður minnar er efst á lista yfir þær bækur sem Elísabetu langar til að eignast. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Maríanna er mest gefin fyrir fagurbók- menntir en viðurkennir að hafa gaman af spennusögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● GEFÐU NÝJAN HEIM Það getur verið erfitt að gefa einhverjum jólagjöf sem á allt og vantar, strangt til tekið, ekki neitt. Oft endar maður á því að gefa ömmu sinni kerti eða frænku ævi- sögu sem einhver annar er líka búinn að kaupa handa henni. Þá getur þú komið sterkt inn og gert eitthvað alveg nýtt. Prófaðu til dæmis að gefa ömmu þinni disk með uppáhaldstónlistinni þinni, það er aldrei að vita nema henni finnist hún skemmtileg. Eða fjárfestu í striga, málningu og penslum handa frænku þinni sem fær alltaf konfektkassa frá öllum. Heimur tölvuleikjanna er oft lokaður eldri konum sem hafa tíma til að drepa og þær munu örugglega ekki bera sig eftir þeim sjálfar. Hvernig væri að opna víddir tölvuheima fyrir þeim? Svo gætirðu líka gefið þeim mánaðarlega ferð með þér á safn eða sýningu og hádeg- ismat á undan eða kaffi á eftir. Eða hádeg- istón- leika? Og þá geturðu farið að gefa henni listaverkabækur og diska með tónlistinni sem þið heyrðuð saman. Þannig get- urðu gefið gjöf sem gagnast þér líka og hver veit nema þú komir af stað nýju áhugamáli sem síðan getur nýst þér í jólagjafir árum saman? ● HANDA HESTAKONUNNI Hestamennska er dýrt sport. Allar gjafir sem snúa að íþróttinni ættu því að gleðja hestakonuna. Úrvalið er endalaust enda þarf alltaf að endur- nýja bæði föt, skó og reiðtygi. Sérstök tíska er ríkjandi í hestaheiminum og því ekki hægt að vera í hvaða tusku sem er. Hestaverslanir bjóða upp á fallegan og vandaðan fatnað sem bæði þykir töff á hestamannamótum en sinnir sínu hlutverki sem útivistarfatnaður á við bestu útivistarmerkin. Höfuðleður, mél og tauma er gott að eiga nóg af og því ekki hægt að missa marks með slíkri gjöf. Hnakkar eru svo sér kapituli út af fyrir sig. Þeir eru dýrir og ekki á færi margra að gefa slíkt í jólagjöf, en svo mætti líta á slíka gjöf sem innborgun inn á afmælis- og jólagjafir í framtíðinni.Ekta Egils Malt og Appelsínblandað að hætti íslenskra heimila Íslenskt handverk Tákn heilagrar þrenningar til styrktar blindum og sjónskertum Fæst um land allt. Dreifingaraðili Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, sími 525 0000. Stuðningur til sjálfstæðis!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.