Fréttablaðið - 15.12.2009, Page 50

Fréttablaðið - 15.12.2009, Page 50
30 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. WALT DISNEY LÉST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1966. „Allir draumar geta ræst ef við höfum hugrekki til að fylgja þeim eftir.“ Walt Disney fæddist árið 1901 og varð einn frægasti og vinsælasti kvikmyndaframleiðandi sögunn- ar. Fyrirtæki hans skapaði marg- ar þekktar teiknimyndapersónur, þar á meðal Mikka mús og Andr- és önd. MERKISATBURÐIR 1888 Glímufélagið Ármann er stofnað. 1953 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er tekið í notkun. 1953 Þverárvirkjun er fyrst gangsett. 1979 Davíð Scheving Thor- steinsson kaupir bjór í fríhöfninni við komu til landsins, en er mein- að að hafa hann með sér inn í landið. Þetta leið- ir til rýmkunar á reglum og lögleiðingar bjórs á Ís- landi. 2004 Bobby Fischer fær land- vistarleyfi á Íslandi. 2004 Íslenska ríkið kaupir tíu þúsund skopteikning- ar eftir Sigmund Johan- son Baldvinsen sem áður höfðu birst í Morgunblað- inu. Á þessum degi árið 1995 dæmdi mannréttinda- dómstóll Evrópu belgíska knattspyrnumanninum Jean-Marc Bosman í hag í máli sem hann höfð- aði gegn félagsliði sínu, knattspyrnusambandi Belgíu og Evrópu (EUFA), varðandi rétt leik- mannsins til atvinnufrelsis. Bosman vildi komast frá Standard Liege til fransks liðs árið 1990, en samningur hans við belgíska liðið var útrunninn og vildi félagið fá upphæð fyrir leikmanninn sem franska félag- ið var ekki tilbúið að greiða. Fimm árum síðar var úrskurðað að Bosman hefði verið frjálst að fara því það samrýmdist reglum um frjálst flæði vinnuafls. Íþróttir voru skilgreindar eins og hver önnur atvinnustarfsemi innan Evrópusambands- ins. Dómurinn hafði mikil áhrif á knattspyrnuheim- inn. Félögin áttuðu sig á því að það borgaði sig að gera lengri samninga við leikmenn og greiða þeim hærri laun. í kjölfarið kom launaskrið sem enn sér ekki fyrir endann á. ÞETTA GERÐIST: 15. DESEMBER 1995 „Bosmann-dómurinn“ kveðinn upp AFMÆLI RAGN- HEIÐUR GRÖNDAL söngkona er 25 ára í dag. GÍSLI ÖRN GARÐARS- SON leikari er 36 ára í dag. DON JOHN- SON leikari er sextugur í dag. HERBERT GUÐ- MUNDSSON tónlistar- maður er 56 ára í dag. „Þetta hefur gengið vonum fram- ar. Börnin hafa mjög gaman af því heyra þessar sögur, og öfunum þykir að sama skapi verulega skemmtilegt að hitta krakkana,“ segir Ólöf Sverris- dóttir, verkefnastjóri Sögubílsins Ær- ingja, sem keyrir milli leikskóla borg- arinnar á vegum Borgarbókasafnsins með ýmsa sögumenn innanborðs. Fyrir þessi jól eru það nokkrir afar sem ferð- ast um með bílnum og segja leikskóla- börnunum sögur af því hvernig jólaund- irbúningurinn gekk fyrir sig í þeirra ung dæmi og fleiru skemmtilegu. Sögubíllinn Æringi, sem er fagurlega skreyttur að utan af myndlistarmann- inum Brian Pilkington, var vígður í febrúar 2008. Hann keyrir um allt árið um kring, og fyrir utan að heimsækja leikskóla tekur hann þátt í ýmsum há- tíðum, hefur viðkomu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á sumrin og svo mætti lengi telja. Fyrir síðustu jól voru það ömmur sem ferðuðust með bílnum á leikskóla, en nú er eins og áður sagði komið að öfunum. Sögurnar sem afarnir bjóða börn- unum upp á eru af ýmsu tagi. Sumir þeirra teikna myndir og segja sögur af sjálfum sér og æsku sinni, á meðan aðrir fara með Jólasveinavísur Jóhann- esar úr Kötlum, sýna muni sem þeir hafa tálgað út eða smíðað og margt fleira. Afarnir koma úr ýmsum áttum. Nokkrir þeirra eru virkir í félagsstarfi aldraðra, og enn aðrir taka þátt í gegn- um kunningsskap við verkefnisstjór- ann. „Flestir eru þeir nú reyndar orðn- ir langafar, en eru þá auðvitað afar um leið,“ segir Ólöf. „Viðtökurnar eru yf- irleitt mjög góðar og afarnir ná vel til barnanna. Það er mjög gaman að fylgj- ast með því skemmtilega sambandi sem myndast þarna á milli.“ För afanna með Sögubílnum á leik- skólana heldur áfram allt fram að Þor- láksmessu, og því eiga margir af yngstu kynslóðinni von á skemmtilegri sögu- stund á næstu dögum. kjartan@frettabladid.is SÖGUBÍLLINN ÆRINGI: FERÐAST UM LEIKSKÓLA BORGARINNAR Afar segja börnunum sögur SÖGUSTUND Ingi Garðar Magnússon sagði börnunum á leikskólanum Bakkaborg í Breiðholti sögur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Arnór Sigurðsson frá Hnífsdal, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Felli í Reykjavík, lést sunnudaginn 13. desember. Útförin verður auglýst síðar. Guðmunda Arnórsdóttir Björn Ástmundsson Málfríður Arnórsdóttir Sigurður Arnórsson Sigríður Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Vigfús Sigurðsson húsasmíðameistari, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 17. desember kl. 13.00. Inga Sigrún Vigfúsdóttir Óli Rafn Sumarliðason Guðfinna Vigfúsdóttir Aðalsteinn Valdimarsson og afabörnin. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Eriku Önnu Einarssonar Hraunvangi 1, Hafnarfirði. Ingvar G. Snæbjörnsson Ingigerður Guðmundsdóttir Einar F. Snæbjörnsson Ólafía Agnarsdóttir Fannlaug S. Snæbjörnsdóttir Guðjón S. Snæbjörnsson Soffía Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær stjúpmóðir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ólafía Pálína Magnúsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku, síðast til heimilis að Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést laugardaginn 12. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. ADAM BRODY leikari er þrítugur. STUART TOWNSEND leikari er 37 ára.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.