Fréttablaðið - 15.12.2009, Page 52

Fréttablaðið - 15.12.2009, Page 52
BAKÞANKAR Önnu Margrétar Björnsson 32 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hér er ein. Hún heitir Beta, hún er elskuleg og er að leita að ein- hverjum sem dýrkar að þvælast um græn- ar grundir og baula og...ó nei, hún er með „okkar“- veikina. Hatturinn fékk á sig brotsjó vestur af Ferder- firði og hér er hennar hátign hífð um borð af sjómönnum sem voru á veiðar þarna í grennd. Flottur hattur Ég er alveg að verða búinn með mínúturnar sem eru ókeypis. Skiljan- lega. Og ef þú notar fleiri en þær þá ert þú búinn að vera. Skilið Hvað gerðist eiginlega? Ég var að hoppa í laufunum með börnunum. Það var ótrúlega skemmtilegt. Oh, að vera ungur og áhyggjulaus. Og ekki þessi ábyrgðar- fulli og tillitsami einstakl- ingur og þú vanalega ert, eða hvað? Nú í miðjum jólaundirbúningnum stendur yfir mikilvæg ráðstefna í Kaupmannahöfn. Á meðan við stressum okkur yfir heimilisþrifum, jólagjafainn- kaupum og of mikilli vinnu í aðdraganda hátíðahalda eru stærstu auðríki heims að reyna að komast að samkomulagi til þess að stöðva hlýnun jarðar. Við geispum yfir fyrsta kaffibolla morgunsins og flettum yfir fréttir af loftslagsráðstefnunni í dag- blöðunum. „Hundrað þúsund mótmælend- ur gengu til bjargar loftslagi.“ „Tólf hundruð manns handteknir í mótmæl- um helgarinnar.“ Við geispum aftur. Mótmæli eru svo þreytandi. ÞAÐ er ólíklegt að viðræður helstu ráðamanna heims beri mikinn árangur. Áherslur eru lagðar á minni losun gróðurhúsaloftteg- unda út í andrúmsloftið en stór- veldi eins og Bandaríkin og Kína munu ekki geta samið um slíkar tölur. Hinn geðþekki Barack Obama getur lítið gert utan þess að halda innblásnar ræður sem gætu vakið áhuga á málefninu. Þetta málefni ætti þó að eiga erindi við flesta. Við mannfólkið, sem höfum nefnilega lifað við ágætis jafnvægi í veðrum og vindum undanfarin tíu þúsund ár, erum að uppgötva að partíið er alveg að verða búið. FLÓKIN samfélög okkar byggja að svo miklu leyti á veðurfari og vissunni um að uppskera heppnist. Við viljum byggja upp borgir án þess að eiga óveður eða flóð- bylgjur á hættu. „Ef loftslagið væri banki væri búið að bjarga því,“ stóð skrifað á spjöld mótmælenda í Kaupmannahöfn. Kreppan er nefnilega hlægileg í saman- burði. ÁRLEGA birtast fleiri og fleiri uggvekj- andi niðurstöður. Við eigum ekki eftir að sigla rólega inn í snarbilað veðurfar heldur gæti þetta gerst í einni stórri og skelfilegri svipan. En það er auðvelt að hrista svona staðreyndir af sér eða benda á Obama eða Hu Jintao á meðan maður nennir ekki að flokka ruslið og setur bíl- inn snemma í gang fyrir utan á morgnana af því að það er svo kalt úti. KANNSKI ætti að leggja meiri áherslu á að fræða fólk um hverju einstakling- ar geta áorkað. Minnkum neyslu á kjöti og mjólkurvörum, hættum gosþambinu. Endurvinnum ruslið. Og lesum jafnvel litlu fréttina í blaðinu þegar forsætisráð- herra Tuvalu biður þingfulltrúana í Kaup- mannahöfn um grið fyrir landið sitt svo að það sökkvi ekki í sæinn. Partíið er alveg að verða búið POPP er nýtt fylgirit Fréttablaðsins og kemur út mánaðarlega. Við viljum að þið sendið okkur klikkuðustu símamyndirnar ykkar. Bestu myndirnar birtast í næsta tölublaði og höfundur bestu myndarinnar fær tvo kassa af Doritos í verðlaun. Sendið myndirnar í síma: 696 POPP (696 7677) eða á popp@frettabladid.is Við viljum tvífara fræga fólksins! Er kærastan þín eins og Angelina Jolie eða er vinur þinn eins og Jack Black? Sendu okkur mynd til sönnunar og hún gæti birst í næsta tölublaði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.