Fréttablaðið - 15.12.2009, Síða 54

Fréttablaðið - 15.12.2009, Síða 54
34 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is ath kl. 21 í Langholtskirkju Kyrrðarstund með ljóðalestri og íhugunartónlist: Sigurbjörg Þrast- ardóttir skáldkona og Björn Hlyn- ur Haraldsson leikari lesa ljóð en Davíð Þór Jónsson og Tómas Guðni Eggertsson leika kafla úr Orgelbuc- hlein eftir Jóhann Sebastian Bach, aðventu- og jólasálmaforleiki. Kammerhópurinn Camerarc- tica heldur sína árlegu kertaljósatónleika rétt fyrir jólin og verða tónleikarnir nú í fjórum kirkjum, Hafnar- fjarðarkirkju, Kópavogskirkju, Garðakirkju og Dómkirkjunni í Reykjavík. Verða tónleikarnir dagana 18.-21. desember en Garðakirkja á Álftanesi bættist við tónleikaröðina í fyrra en þetta er í sautjánda sinn sem þessir tónleikar eru haldnir og hafa aldrei fleiri kirkjur hýst þá en nú. Í ár verða fluttar tvær af perlum W.A. Mozarts, það er kvöldlokkan „Eine Kleine Nachtmusik“ fyrir strengi og hinn glæsilegi klarinettukvintett K 581 en klarinettan var í miklu dálæti hjá hjá Mozart og þessi kvintett frumfluttur á jólatón- leikum árið 1789. Í lok tónleikanna er að venju leikinn sálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ úr Töfraflautunni. Tónlistarflytjendur á Mozart við kertaljós í ár verða þau Ármann Helgason klar- inettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Tónleikarnir verða sem hér segir: Í Hafnarfjarðarkirkju föstudagskvöldið 18. desember, í Kópavogskirkju laugardagskvöldið 19. desember, í Garðakirkju Álftanesi sunnudagskvöldið 20.desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudagskvöldið 21. desember. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21.00. Allir eru velkomnir og miðar seldir eingöngu við innganginn. Mozart við kertaljós TÓNLIST Camerarctica í Dómkirkjunni þar sem hópurinn endar tónleikaröð sína þann 21. desember. MYND CAMERARCTICA > Ekki missa af … hinum árlegu jólatónleikum Borgardætra á Café Rosenberg sem verða dagana 15., 16., 17. og 18. desember. Með dætr unum leikur tríóið Þorps- búar: Eyþór Gunnarsson leikur á píanó, básúnu og klukkuspil, Birgir Bragason á kontrabassa, oud og ukulele og hinn marg- verðlaunaði Magnús Tryggva- son Elíassen leikur á trommur. Á efnisskrá eru jólalög úr ýmsum áttum, gamanmál og ýmsar óvæntar uppákomur sem of langt mál væri að skýra frá hér. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 öll kvöldin. Egill Sæbjörnsson verður með tónleika ásamt mörgum, kunn- um tónlistarmönnum í Lista- safni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á fimmtudagskvöldið kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis en tónleik- arnir eru haldnir í tilefni af sýn- ingu hans Staðarandi og frásögn sem nú stendur yfir í Hafnar- húsinu og nýlegum geisladiski. Tónleikarnir eru í samstarfi við hljómplötuútgáfuna Borgin. Á tón- leikunum leikur Egill ýmis lög frá ferli sínum. Heimildarmynd um Egil verður sýnd í Sjónvarpinu þriðjudaginn 15. desember kl. 21.25 og endur- tekin laugardaginn 19. desember kl. 13.40. Heimildarmyndin er gerð af frönsku sjónvarpsstöðinni Arte og var frumsýnd samtímis í Frakklandi og Þýskaland i fyrr á þessu ári. Egill hefur verið virk- ur í hringiðu myndlistarinnar á meginlandi Evrópu undanfarin tólf ár, en sýning hans í Hafnar- húsinu er fyrsta stóra einkasýn- ing hans í safni hér á landi. Veg- leg bók um listamanninn kom út fyrir skömmu og er hún fáanleg í Listasafni Reykjavíkur og bóka- verslunum. Sýning Egils stendur til 3. jan- úar 2010. Egill er einn þeirra listamanna sem valinn var á Carnegie Art Award 2010 en hann hefur verið afkastamikill í sýningahaldi og gjörningagerð á undanförnum árum. Fram undan hjá Agli eru sýningar í virtum listastofnun- um á borð við Frankfurther Kuns- tverein, Göttingen Kunstverein og víðar. - pbb Egill á útopnu MENNING Egill Sæbjörnsson, myndlist- ar- og tónlistarmaður. Bókmenntir ★★★★ Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson Kápan á nýrri skáldsögu eftir Helga Ingólfsson er líklega sú eina þar sem söguþráður er kynnt- ur í nokkru máli, hann er lagður ofan í fornlegt skjal en í baksýn er mynd af Reykjavík á síðari hluta nítjándu aldar: þar er tekið fram að sagan greini frá örlögum ungr- ar stúlku og nýfædds barns dag- inn þegar Kristján níundi kemur til Íslands sumarið 1874. Kápan er einhver sú lakasta sem hefur sést á þessu hausti og gerir því miður ekki mikið fyrir kynningu verksins. Saga Helga er býsna löng, 367 síður og er tvímæla- laust athyglisverðasta og vandað- asta sakamálasagan sem kemur á íslenskan markað fyrir þessi jól og teygir sig jafnframt inni í aðra geira með markverðum hætti. það væri því synd ef hún færi fram hjá lesendum. Nú er það vel kunnugt að fjöldi höfunda leitar til liðinna tíma í leit að spennandi umfjöllunar- efni, Helgi hóf feril sinn 1994 með tveimur tengdum sögum sem gerðust á tímum Rómaveldis. Hann er sagnfræðimenntaður og Þegar kóngur kom … ber öll þess merki að hann hefur sökkt sér ofan í persónusögu og aldarfars- lýsingu í heimildum af öllu tagi þegar hann setti saman söguna. Rannsókn hans nær ekki aðeins til einstaklinga innan embættis- mannastéttarinnar á þessum tíma í Reykjavík, heldur líka til smæl- ingjana, vatnsberanna, kotafólks- ins, strákanna í Lærða skólanum, hárra og lágra. Skapar skáldið óhemju fjörlega og lifandi mynd af Reykjavík vorið og sumarið 1874. Meginatburðarás sögunnar hverfist aftur um Sigríði, unga konu sem uppnefnd er Sigga tólf, sem er ófrísk og vill ekki segja hver faðirinn er og örlög þeirra mæðgina, skólastrákinn Móritz Halldórsson, son Halldórs Frið- rikssonar sem er fyrirferðar- mikill í liði Jóns Sigurðssonar um þær mundir, og Hjaltalín lækni. Þá koma einnig við sögu Gestur Pálsson skáld sem þá er enn þá í skóla, Matthías Jochumsson, sem er nýbúinn að kaupa Þjóðólf, lög- regluþjónninn Jón Borgfirðingur og fleiri og fleiri. Sagan er galop- inn gluggi inn í smábæinn Reykja- vík þetta ár. Helga tekst með mikl- um ágætum að sýna okkur þorpið, byggðina í kvosinni og kotbýlin í kring, bæði við Kirkjugarðsstíg (Suðurgötu) og ruðningana suður í Þingholtshverfið. Sagan gerir vel að koma lesanda fyrir í þessum bæ á annasömum tíma en jafn- framt vinnur Helgi af festu við að keyra söguna fram í samtöl- um sem mörg eru listavel unnin, t.d. bæði það sem lagt er í munn Hjaltalín lækni og eins Gesti Páls- syni. Hér er líka brugðið upp lif- andi myndum af nafnkunnum fátæklingum eins og Sæfinni á sextán skóm og hirðusemi hans ofin snyrtilega inn í plottið, en hann safnaði öllu sem varð á vegi hans. Í sögunni er svo svipt hulunni af ýmsum fyrirbærum í bæjarlíf- inu, drykkjuskap ungra manna, lauslæti ungra kvenna af lægra standi, kostulegum atburðum við framkvæmd konungsheimsóknar- innar, slaðrinu í bænum, uppreisn- arandanum í skólanum, háttum heldri borgara, t.d. við skotæf- ingar í Skothúsinu, framgangi við krufningar, þetta er haganlega ofin saga og hvik af hugmynda- fjöri sem hleypir lífi í söguleg- ar staðreyndir og nýtir þær til að skapa alíslenska og spennandi sakamálasögu. Lesendur getur ekki grunað fyrr en nánast undir lok sögunn- ar hver hinn seki er, og eru þeir raunar tveir, annar hátt settur en hinn lágt settur, og báðir gera sig seka um svik sem leiða til dauða saklausra. Getur hugsast að hinn óvænta játning í lok sögunnar lögð í munn merkispersónu sé svo mikið feimnismál að útgef- andi skirrist við að gefa verk- inu það púst á markaði að það fái almenna athygli? Rithöfundum hefur gengið mis- vel, flestum illa, að endurskapa heim síðari hluta nítjándu aldar, ekki síst ef þeir hafa freistast til að leggja orð í munn sögufrægu fólki. Helga tekst það mikið vel og þótt sagan taki nokkuð lang- an krók í kringum konungs- dagskrána sjálfa, með mörgum skemmtilegum smærri atriðum, þá er snöggur endirinn óvæntur. Þegar kóngur kom er vel samin og vel undirbyggð sakamálasaga sem bregður leiftrandi ljósi á Reykja- vík og bæjarbúa þessa tíma. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Frumlegasta plottið á þessu glæpahausti, frábærlega undirbyggð saga með merkilegri mannlífslýsingu. Frumlegasti krimminn Sigrún Hjálmtýsdótt- ir ásamt blásarasextett, í daglegu tali Diddú og drengirnir, heldur sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju í kvöld kl. 20.30. Efnisskrá er með hefðbundnum hætti, klassískir tónar og jóla- lög. Þar verður söng- konan mætt með sitt glaða fas og mun blanda saman hátíðleika og hispurs leysi og blásara- sveitin þarf að leika bæði milt og blítt en vísast puðra vel í hornin sér til svölunar og gestum til hressingar. Miðasala er í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. - pbb Drengirnir og Diddú TÓNLIST Diddú og drengirnir leika í kirkjunni frægu á Mosfelli í kvöld. HELGI INGÓLFSSON Olivier Messiaen Vingt Regards sur l´Enfant-Jésus Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó/piano

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.