Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 56
36 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 15. desember 2009
➜ Tónleikar
12.15 Óp-hópurinn heldur jólahádegis-
tónleika í Íslensku óperunni við Ingólfs-
stræti 2a. Sérstakur gestur tónleikanna
er Gissur Páll Gissurarson.
21.00 Hljómsveitin Kind of White
kemur fram á tónleikum í jazzkjallara
Cafe Cultura við Hverfisgötu 18. Á efnis-
skránni verða m.a. lög eftir Miles Davis
og Wayne Shorter. Enginn aðgangseyrir.
➜ Sýningar
Sæþór Örn Ásmundsson sýnir Portrait-
myndir á Mokka við Skólavörðustíg 3a.
Opið daglega kl. 9-18.30.
Í Muffin Bakery við Hamraborg 3 í Kópa-
vogi stendur yfir sýning á vatnslitaverk-
um eftir Guðrúnu Ingibjartsdóttur. Opið
mán.-fös. kl. 9-18 og lau. kl. 10-18.
Emma Heiðarsdóttir hefur opnað sýn-
ingu í Gallerí Tukt í Hinu húsinu við
Pósthússtræti 3-5. Opið virka daga kl.
9-17.
➜ Dagskrá
21.00 Í Langholtskirkju við Sólheima
verður boðið upp á tónleika og ljóða-
lestur. Meðal þeirra sem fram koma eru
Sigurbjörg Þrastardóttir, Björn Hlynur
Haraldsson, Davíð Þór Jónsson og
Tómas Guðni Eggertsson.
➜ Kvikmyndir
20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
kvikmynd leikstjórans Mark Rydel „On
Golden Pond“ (1982). Sýningin fer fram
í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði.
Íslenskur texti. Nánari upplýsingar á
www.kvikmyndasafn.is.
➜ Ljósmyndasýningar
Í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Norræna hús-
inu við Sturlugötu hafa verið opnaðar
sýningar á verkum ljósmyndarans Fiann
Paul. Opið í Norræna húsinu alla daga
kl. 12-17 og í Ráðhúsinu virka daga kl.
8-19 og um helgar kl. 10-18.
Bókmenntir ★★★★
Ljóðorkuþörf
Sigurður Pálsson
Íhugult tónaflóð
Ný bók eftir Sigurð Pálsson er jafnan
fagnaðarefni. Ljóðorkuþörf gefur
fyrri bókum höfundar ekkert eftir
og er hrífandi lesning, ber ferskan
ilm af fornri rót, sver sig í ættina
en kemur engu síður á óvart á
hverri síðu: vitræn, listræn, siðræn,
kímin, krefjandi og ágeng. Þrungin
ljóðorku, lífvænlegur skáldskapur og
skemmtilegur.
Skáldið gerir miklar kröfur til sjálfs
sín og lesandans og á við hann
beint og brýnt erindi. Ljóðmæl-
andinn (ég) er alltaf skáldið sjálft
og viðmælandi hans (þú) er alltaf
lesandinn. Sambandið er beinskeytt og lesandanum uppálagt að hlusta
með galopnum augum, beita öllum skynfærum og njóta þess að viðhalda
ráðgátum ekki síður en ráða þær, leita að skrám ekki síður en lyklum, láta
berast með því flæði sem beislað er í farvegi ljóðsins (og leysa það jafn-
framt úr læðingi) fremur en að grípa strax í fyrsta hálmstrá og fagna sigri,
leyfa ljóðinu að „heilla, hrífa, tæla“ og glíma við skilninginn með gjörhugulli
skynjun. Engu síður vega atvikin að baki orðunum nú þyngra en oft áður
og vísanir til samfélags og samtíma eru bæði beittar og tíðar. Tungumálið
er nú í senn lögsögumaður og þjónn – verkefni og verkfæri. Áherslan liggur
þannig ekki síður á ákvæði orðanna en atkvæði (sem eilífð fær aldrei að
skilið) – seiðurinn er hvorttveggja átölur og ávísun, jafnvel aðsókn.
Bókin skiptist í sjö hluta, sjö ljóð í hverjum sem saman mynda órofa
„sjö hljóma kviðu“. Hver kafli hefur þó sín séreinkenni, vísanir og viðmið,
sitt megin-umhugsunarefni. Í einum er það ljóðorkan, öðrum ljóðvirknin,
ljóðflæðið, ljóðskáldið (minningar og rætur – sbr. kápumynd), uppsprettan,
samfélagið, hrunið og samruninn. Úr verkfærakistu skáldskaparmálsins
vekur sérstaka athygli beiting skáldsins á endurtekningum, andstæðum og
þversögnum. Kennimark þessarar bókar er þversögnin – klassískur paradox
sem settur er fram í gervi mótsagnar og virðist í fyrstu léttvægur (fyndinn)
orðaleikur eða fjarstæða en reynist rökvís sé hann brotinn til mergjar og
krefur lesandann um nýja sýn og nýjan skilning á viðteknum sannindum og
skoðunum. Dæmi um þetta eru mýmörg og ögrandi. Einnig er andstæðum
víða teflt þannig saman að þær taka á sig mynd samstæðna (og öfugt) og
afhjúpa þannig vanabundna (úrelta) merkingu og þýðingu og umsnúa gildi.
„Ekkert sem skiptir máli er ferhyrnt“ (32). Bókin er frávik frá þeirri reglu.
Sigurður Hróarsson
Niðurstaða: Hrífandi lesning
Skáldsagan um Eirík Hansson
eftir Jóhann Magnús Bjarnason
er loksins komin út á ensku á for-
lagi Formac í Halifax, Nova Scot-
ia. Þýðandinn er Borga Jakobson
en hún hefur áður sent frá sér þýð-
ingu á smásögum Jóhanns. Yngri
kynslóðir þekkja ólíklega til þessa
höfundar en hann fluttist til vest-
urheims 1875 og kom fyrst á land
í Nova Scotia. Jóhann var fædd-
ur 1866 og lést 1945. Saga hans af
Eiríki Hanssyni sem kemur ungur
til vesturheims dregur því sann-
arlega dá af hans eigin upplifun
þegar hann fór vestur. Jóhann
skrifaði öll sín verk á íslensku
og var vinsæll rithöfundur bæði
í byggðum Íslendinga vestanhafs
og hér á landi: Ritsafn hans kom út
í sex bindum hér á landi árin 1970
til 1977, en þar eru auk sögunnar
af Eiríki Hanssyni, skáldsögurnar
Í Rauðárdalnum og Brasilíufarar-
nir, en þrjú bindi geyma smásögur
hans. Hann var afkastamikið ljóð-
skáld og samdi á annan tug leik-
verka en þau eru gleymd.
Í formála gerir dr. Birna Bjarna-
dóttir grein fyrir Jóhanni
og helstu áhrifavöldum
hans, Dickens, Irving og
Stevenson. Hún nefnir einn-
ig að hann hafi haft veruleg
áhrif á íslenska höfunda.
Halldór Laxness dró aldrei
dul á hversu hann hafi verið
hrifinn af verkum Jóhanns
á sínum yngri árum en
sögur Jóhanns hafa fall-
ið í gleymsku þótt þær séu
einstök heimild um líf þess
fjórðungs þjóðarinnar sem
flúði örbirgð og harðindi á
síðari hluta 19. aldar og sett-
ist að í vestlægari löndum.
Jóhann starfaði lengst af
sem kennari í Íslendinga-
byggðum og var í miklu áliti
meðal landa okkar í land-
námshéröðum Íslendinga í
Kanada og Ameríku.
Sagan af Eiríki Hanssyni þýdd
BÓKMENNTIR Kápan á Eiríki
Hanssyni eftir Jóhann Magnús
Bjarnason, frumherja í bókmennt-
um Íslendinga fyrir vestan haf sem
nú er loksins þýddur á ensku.
Veiðimann og Hrútaspilið eru frábær fjölnota
íslensk spil sem fást í Ísbirninum Laugavegi 38.
Það sést hverjir drekka Kristal
MEISTARAFLOKKUR KVENNA HJÁ FRAM BORÐA
ALLTAF Á Í KÓPAVOGI FYRIR
HVERN HANDBOLTALEIK
- ENDA STANDA ÞÆR SIG FRÁBÆRLEGA!
ÁFRAM STELPUR!
ÁFRAM STELP
UR!
Auglýsingasími
– Mest lesið