Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 2
2 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
varmadaela.is • S: 823-9448
Huginn Þór, er þetta ekki
bölvaður barningur hjá þér?
„Ef horft er til þess að ung stúlka
samdi 1001 ævintýri á jafn mörgum
nóttum til að bjarga lífi sínu er þetta
hreinn barnaleikur hjá mér!“
Huginn Þór Grétarsson rithöfundur hefur
gefið út sjö barnabækur hjá Óðinsauga
síðasta árið og segist vera með yfir eitt
hundrað slíkar í bígerð.
VERSLUN „Vintage“-kjólaverslunin
Gleymmérei er rekin af þremur
systrum á Seyðisfirði sem elska
gamla kjóla. Seyðfirskar konur
hafa tekið versluninni vel og eru
margar farnar að klæðast kjólum
frá liðnum árum dag hvern.
Kjólaáhuginn er þeim systrum
í blóð borinn. „Við ólumst upp við
það að mamma okkar, Guðborg
Sigtryggsdóttir, geymdi kjólana
sína eins og gull en á rigningar-
dögum fengum við að taka þá
fram og prófa,“ segir Sigurveig
Gísladóttir. - ve / sjá Allt
Netkjólabúð Seyðisfirði:
Rekin af sam-
stilltum systrum
SYSTURNAR Áhuginn á kjólum er systr-
unum í blóð borinn.
LÖGREGLUMÁL Meindýraeyðir með
vasaljós og hávaði úr spennumynd
í kraftmiklu hljómkerfi varð vist-
manni sambýlis í Fossvogi tilefni
til þess að tilkynna um vopnaburð
og skothvelli í næsta húsi undir
hádegi í gær. Vopnuð sérsveit
handtók í kjölfarið karl og konu
sem höfðu ekkert til saka unnið.
Vel á annan tug lögreglumanna
tók þátt í aðgerðunum og vopnaðir
sérsveitarmenn sátu um húsið
nokkra hríð áður en ákveðið var
að hafa samband við Jón Hilmar
Hallgrímsson, sem inni var ásamt
stúlku um tvítugt.
Jón Hilmar varð við beiðni lög-
reglu um að koma út úr húsinu.
Hann var íklæddur hvítum
buxum og hvítum bol, og neitaði
af þeim sökum að hlýða sérsveitar-
mönnunum þegar þeir skipuðu
honum að leggjast á jörðina. „Ég
sagði við þá: Ég er ekki að fara að
leggjast í drulluna strákar, hvað
er að ykkur? Þá réðust þeir bara
á mig. Ég vissi ekkert hvað var í
gangi,“ segir Jón Hilmar.
Jón Hilmar er lemstraður eftir
atganginn, með sár á enninu og
bólginn á fæti. „Ég get ekki farið
á hlaupabrettið næstu vikuna,“
segir hann. Auk þess séu bux-
urnar hans rifnar og hyggst hann
sækja bætur vegna þess.
Jóni finnst lögreglan hafa
gengið of hart fram. „Ég hef alveg
komið við sögu lögreglu áður, en
það er langt síðan. Ég er með
nokkur tattú og er ekki í skátun-
um, en mér fannst sérsveitin fara
fullharkalega að mér,“ segir Jón.
Meira en áratugur sé síðan hann
hlaut dóm.
Eftir að lögreglan hafði leit-
að af sér allan grun í húsinu, og
síðan sleppt fólkinu, lá atburða-
rásin nokkuð ljós fyrir: Vistmaður
á sambýli í næsta húsi hafði séð
meindýraeyði sniglast í garðin-
um með eitthvað í höndunum sem
honum þótti líkjast byssu en var í
raun vasaljós. Meindýraeyðirinn
var að leita að rottum. Þegar svo
heyrðust háværir skothvellir úr
öflugu heimabíókerfi Jóns Hilm-
ars lét vistmaðurinn starfsmann
sambýlisins vita, og sá hringdi á
lögregluna.
„Þetta er fyllilega í samræmi
við okkar verklag og vinnureglur
að öllu leyti,“ segir Stefán Eiríks-
son lögreglustjóri um vinnubrögð
lögreglunnar. Þegar tilkynnt sé
um vopnaða menn sé nauðsynlegt
að bregðast með mikilli varúð. „Í
flestum tilfellum reynist þetta nú
vera orðum aukið eða einhver mis-
skilningur – þannig er reynslan
hjá okkur eins og í öðrum löndum
– en við höfum engar forsendur
eða heimildir til að gefa nokkurn
afslátt af okkar viðbrögðum því
við vitum aldrei hvenær alvöru-
útkallið kemur.“
stigur@frettabladid.is
Byssa reyndist vasa-
ljós meindýraeyðis
Sérsveitarmenn skelltu Jóni Hilmari Hallgrímssyni í jörðina og handjárnuðu
hann eftir að vistmaður sambýlis hafði tilkynnt um vopnaðan mann á heimili
hans. Vopnið var vasaljós meindýraeyðis og skothvellirnir komu úr sjónvarpi.
Í JÁRNUM Jóni Hilmari var skellt í jörðina og hann hand-
járnaður eftir að hann neitaði að leggjast sjálfviljugur í
götuna í skjannahvítum fötum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
JÓN HILMAR
HALLGRÍMSSON
SJÓSLYS Maður fórst er báti hlekkt-
ist á við eyjuna Skrúð utan við
Vattarnes milli Fáskrúðsfjarðar
og Reyðarfjarðar í gærmorgun.
Félagi mannsins komst um borð í
gúmmíbát og var bjargað í land.
Að sögn Guðjón Más Jónsson-
ar, formanns svæðisstjórnar
björgunarsveitanna á Austur-
landi, hvarf báturinn út af
tilkynningar skyldu áður en björg-
unarsveitunum var gert viðvart
um slysið fyrir klukkan níu um
morguninn. Bátar í grenndinni og
um sextíu björgunarsveitarmenn
af Austurlandi tóku þátt í leit og
aðgerðum auk þess sem tíu kafar-
ar komu á staðinn allt sunnan úr
Höfn í Hornafirði norður í Húsa-
vík. Maðurinn í björgunarbátnum
fannst fljótlega. Að sögn Guðjóns
taldi hann félaga sinn enn vera í
bátnum sem hafði hvolft og fannst
um 3,6 sjómílur undan Vattarnesi.
Kafarar leituðu í sjónum þar í
kring töldu of áhættusamt að
leita í bátnum vegna erfiðra haf-
strauma. Því var báturinn dreg-
inn inn á Fáskrúðsfjörð á lygnari
sjó. Þar fundu kafarar manninn
látinn í bátnum.
Guðjón segir að svo virðist
sem báturinn hafi steytt á skeri.
Mennirnir tveir voru að flytja
hann frá Vopnafirði til Reykja-
víkur.
Annar tveggja skipverja bjargaðist er fimmtán tonna bátur steytti í skeri:
Fórst á sjó við Fáskrúðsfjörð
Slysið í gær er fyrsta banaslys
á sjó við Ísland í tvö ár.
- gar
Slysstaðurinn
Reyðarfjörður
Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður
Vattarnes
Skrúður
Flak bátsins fannst 3,6
sjómílur undan Vattarnesi.
UMHVERFISMÁL Stálin stinn mætt-
ust í gær í Kaupmannahöfn, bæði
inni á loftslagsráðstefnunni og
fyrir utan. Mótmælaganga kom
að höllinni undir hádegið og hluta
mótmælenda lenti saman við lög-
reglu og voru nokkur hundruð
handtekin.
Innan dyra var allt á suðu-
punkti. Þróunarríkin komu í veg
fyrir að texta með hugmyndum að
lokasamningi yrði dreift og töldu
hann draga taum iðnríkjanna.
Forseti ráðstefnunnar sagði af sér
og forsætisráðherra Danmerkur,
Lars Løkke Rasmussen, tók við.
Allt er þó enn óvíst um útkomuna.
Afríkuríkin mættu ekki á boðað-
an blaðamannafund í gærkvöldi.
Loftslagsráðstefnunni lýkur á
morgun. - kóp / sjá síðu 22-24
Loftslagsráðstefnan:
Slagsmál úti og
inni var deilt
LÖGREGLUMÁL Talverðar tafir urðu
á umferð um Vesturlandsveg
neðan Grafarholts eftir að þrír
bílar lentu þar í aftanákeyrslu.
Einn einstaklingur var fluttur á
spítala með sjúkrabíl. Talið var að
hann væri lítillega meiddur á baki
og háls. Bílarnir voru hins vegar
mikið skemmdir samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu og þurfti
að draga tvo þeirra með krana af
vettvangi.
Talsvert lak niður af olíu úr bíl-
unum og urðu því nokkrar tafir á
umferð á meðan slökkvilið hreins-
aði hana upp. - gar
Umferðartafir við Grafarholt:
Einn meiddist í
aftanákeyrslu
ÍRAN, AP Íranar gerðu í gær tilraun með endurbætta
gerð langdrægs flugskeytis, sem hægt væri að
skjóta á Ísrael og hluta Evrópu.
Tilraunin eykur enn á spennu milli Írans og Vest-
urlanda, sem hafa með litlum árangri reynt að fá
Írana til að draga úr kjarnorkuáformum sínum.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir
málið alvarlegt og auki líkur á frekari refsiaðgerð-
um gegn Íran.
Flugskeytið er af gerðinni Sajjil-2 og dregur um
2.000 kílómetra. Þar með er Ísrael innan skotlínu
þess, ásamt herstöðvum Bandaríkjahers við Persa-
flóa og hluta Suðaustur-Evrópu. Íran hefur ítrekað
heitið hörðum viðbrögðum ef Ísrael eða Bandaríkin
tækju upp á því að ráðast á kjarnorkustöðvar í Íran.
Ahmad Vahidi, varnarmálaráðherra Írans, segir
nýja flugskeytið hafa mikinn fælingarmátt gegn
árásum erlendra ríkja. Nýja flugskeytið fari hraðar
en eldri gerðin og því eigi að vera erfiðara að skjóta
það niður með eldflaugavarnarkerfum.
Íranar hafa jafnan harðneitað ásökunum Banda-
ríkjanna og annarra Vesturlanda um að þeir hygg-
ist koma sér upp kjarnorkuvopnum, þrátt fyrir upp-
byggingu kjarnorkuvinnslu. Kjarnorkuna segjast
þeir eingöngu ætla að nota í friðsamlegum tilgangi
til að framleiða rafmagn. - gb
Íranar ögra leiðtogum Vesturlanda með tilraunaskoti langdrægs flugskeytis:
Eykur enn á spennuna
TILRAUNASKOT Íranar skjóta upp nýja flugskeytinu Sajjil-2.
NORDICPHOTOS/AFP
Forsætisráðherra segir af sér
Liviu Negoita, forsætisráðherra Rúm-
eníu, sagði af sér til að gefa Traian Bas-
escu, nýendurkjörnum forseta, frjálsar
hendur til að veita þeim sem hann kýs
nýtt stjórnarmyndunarumboð.
RÚMENÍA
SPURNING DAGSINS
DÓMSMÁL Ákæra var þingfest í
gær á hendur Hauki Þór Har-
aldssyni, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra rekstrarsviðs
Landsbankans, fyrir fjárdrátt
sem nemur 118 milljónum króna.
Haukur neitaði sök við þingfest-
inguna.
Hauki er gefið að sök að hafa
dregið sér 118 milljónir úr sjóði
á vegum Landsbankans með því
að millifæra féð inn á reikning í
eigin eigu tveimur dögum eftir
bankahrunið í fyrra.
Sjálfur hefur Haukur sagst
hafa verið að reyna að forða
fjármunum bankans frá því að
brenna upp við hrunið. - sh
Fjárdráttarákæra þingfest:
Landsbanka-
maður neitar
DANMÖRK Harðfiskur og annar
þjóðlegur matur Færeyinga trufl-
ar starfsemi danskra pósthúsa
fyrir jól hver. Starfsmenn þar
óttast þá tíð þegar Færeyingar
senda brottfluttum ættingjum og
vinum matvæli að gjöf.
Færeyski Sósíalurinn hefur
eftir dönskum miðli að til þess
komi að flokkun hjá póstinum
falli niður, ef gat kemst á fær-
eyskan matarpakka.
Lars Kaspersen hjá Post Dan-
mark, segir að það versta við
jólin sé þegar lyktin af þurrkuð-
um fiski berst um allt pósthúsið.
- kóþ
Brottfluttir Færeyingar:
Harðfiskurinn
truflar Dani