Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 4
4 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR FULLT HÚS JÓLAGJAFA 3.490kr. EFNAHAGSMÁL Mælt er með bland- aðri leið skattahækkana og aðhalds hjá hinu opinbera í nýrri skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands gaf út í gær um fjármál hins opinbera. Á kynningu ráðsins á skýrslunni kom fram að með skattahækkunum og aðhaldi í óbreyttu skattkerfi mætti ná sama árangri og stefnt er að hjá stjórnvöldum með víðtækum skatt- kerfisbreytingum og hækkunum skatta. Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, segir forsvars- menn ráðsins hafa saknað þess að fram færi umræða af „meiri dýpt“ þegar til stæðu einhverjar umfangsmestu breytingar á skatt- kerfi landsins sem lengi hafi verið gerðar. „Stefnan nú jafngildir því nánast að skipta um bát í hauga- sjó án þess að vita í raun hvort sá bátur sem farið er í sé sjófær,“ segir hann. „Ákvarðanir okkar í fjármálum hafa áhrif á trúverð- ugleika okkar út á við og veruleg áhrif á samkeppnishæfi atvinnu- lífsins í heild. Við þurfum að forð- ast að fólk og fjármagn flýi og komum því fram með hugleiðingar okkar nú.“ Í skýrslunni er bæði farið yfir þær ráðstafanir skattamála sem til stendur að ráðast í samkvæmt fjár- lögum ársins 2010 og tillögur Við- skiptaráðs um aðrar leiðir. Fram kemur í skýrslu viðskipta- ráðs að útþensla ríkisins hafi óvíða verið meiri en hér síðustu ár. Þannig hafi opinber útgjöld aukist fimmfalt hér á landi miðað við það sem gerst hafi að meðaltali í ríkj- um Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD) síðustu þrjátíu ár. Þar nemi hækkunin fimm pró- sentum, en 25 prósentum hér. „En aðlögunin nú fer fyrst og fremst fram í gegnum einkageirann,“ segir Finnur. Í kynningu Viðskiptaráðs á skýrslunni segir hins vegar að í þeirri stefnu sem mörkuð hafi verið felist takmarkaður niðurskurður útgjalda og veruleg aukning skatt- heimtu. „Þessi leið er að mati Við- skiptaráðs afar misráðin og dreg- ur úr sjálfbærni ríkisfjármála til framtíðar. Við núverandi aðstæð- ur er heppilegra að stjórnvöld velji hagnýtar leiðir sem byggja á raun- sæi og varðstöðu um heildarhags- muni,“ segir þar. Meðal tillagna ráðsins er endur- skoðun á útgjaldaliðum ráðuneyta og tekjuöflun í gegnum lífeyrissjóði og með sölu ríkiseigna, efling fjár- lagaferlisins og fjölmargir fleiri þættir. olikr@frettabladid.is FINNUR ODDSSON OG TÓMAS MÁR SIGURÐSSON Finnur er framkvæmdastjóri Viðskipta- ráðs Íslands og Tómas Már formaður. Þeir kynntu í gær, ásamt Frosta Ólafssyni aðstoðar- framkvæmdastjóra, nýja skýrslu ráðsins um fjármál hins opinbera. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hægt að ná árangri í óbreyttu skattkerfi Viðskiptaráð Íslands varar við víðtækum skattkerfisbreytingum sem óvíst sé að skili tilætluðum árangri. Ráðið leggur í nýrri skýrslu til skattahækkanir og sam- drátt hjá ríkinu. Opinber útþensla hafi hvergi í OECD verið meiri en hér síðustu ár. SKATTABREYTINGAR 2009/2010 Skattur Ársbyrjun 1. júlí 2010 Fjármagnstekjuskattur 10% 15% 18% Virðisaukaskattur 7/24,5% 7/24,5% 7/14/24,5% Tekjuskattur fyrirtækja 15% 15% 18% Tryggingagjald 5,34% 7% 8,6% Tekjuskattur 24,1% 24,1/32,1% 24,1/27/33% Meðalútsvar 13,1% 13,1% 13,1% Nýir skattar - - 5,6 ma.kr. Auðlegðarskattur - - 1,25% Heimild: Viðskiptaráð Íslands STJÓRNSÝSLA Skjöl sem safnast hafa upp á 22 árum hjá embætti Ríkis- saksóknara voru í gær ferjuð úr húsakynnum Ríkissaksóknara við Hverfisgötu í þrjá flutningabíla. Bílarnir munu síðan flytja skjölin til Ísafjarðar, þar sem þau verða framvegis geymd á vegum Þjóð- skjalasafns. „Þetta er búið að valda okkur vandræðum lengi og þrengja að okkur auk þess sem þetta eru alls ófullnægjandi geymsluaðstæður,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkis- saksóknari. Gögn frá árunum 1981 til 2003 verða send til Ísafjarðar, en verða embættinu þó áfram aðgengileg. - sh Skjalasafn Ríkissaksóknara til tuttugu ára flutt í betri geymslur: Þrír bílar af skjölum til Ísafjarðar MIKIÐ AF SKJÖLUM Valtýr, sem hér tekur á honum stóra sínum, segist ekki með vissu geta sagt til um magn skjalanna. Stjórnvöld veittu fimm milljónir til þess verk- efnis að flytja skjölin vestur og hirða um þau þar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BRUSSEL, AP Evrópusambandið minnkaði veiðikvóta fyrir þorsk og bannaði alveg veiðar á nokkr- um tegundum hákarla, en heim- ilaði hins vegar meiri veiðar á ansjósu. Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsríkjanna tóku ákvarðanir um þetta í gær, þegar kvótar fyrir næsta ár voru afgreiddir. Umhverfisverndarsinnar gagnrýndu kvótasamkomu lagið og segja að þrátt fyrir minni kvóta á sumar tegundir markist ástand flestra fiskistofna af við- varandi ofveiði. - gb Evrópusambandið: Niðurskurður fiskveiðikvóta ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, hinn umdeildi en vinsæli forsætisráð- herra Ítalíu, er enn á sjúkrahúsi en útskrifast hugsanlega í dag. Hann meiddist illa í andliti þegar maður réðst á hann á úti- fundi á sunnudag, en í gær reyndi annar maður að ráðast á hann á sjúkrahúsinu. Sá komst upp á sömu hæð og Berlusconi liggur á á sjúkrahúsi í Mílanó, en var stöðvaður áður en hann komst inn í stofuna. Berlusconi á erfitt með að borða, en ekki er talið að meiðsli hans verði honum til trafala þegar frá líður. Læknar hafa þó ráðlagt honum að hafa hægt um sig næstu tvær vikurn- ar að minnsta kosti. - gb Berlusconi enn á sjúkrahúsi: Hefur hægt um sig næstu vikur SILVIO BERLUSCONI Annar maður reyndi að ráðast á hann í gær. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 3° -2° 0° 1° -2° -4° -5° -1° 23° 4° 15° 2° 22° -6° 2° 15° -5° Á MORGUN Fremur hægur vindur fram eftir degi. -2 LAUGARDAGUR Stormur með A- ströndinni. -1 -2 -3 -4 -1 2 1 3 0 3 3 4 3 3 4 5 3 5 -3 5 7 5 9 4 2 3 5 4 6 3 2 HVÍT JÓL? Það kólnar á landinu þegar nær dregur helgi og því er ekki loku fyrir það skot- ið að jólin verði hvít að þessu sinni, að minnsta kosti á hluta landsins. Það fer væntan- lega að snjóa norðaustanlands á laugardaginn. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður GENGIÐ 16.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 237,1368 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,95 126,55 205,62 206,62 183,26 184,28 24,623 24,767 21,774 21,902 17,606 17,71 1,4036 1,4118 199,06 200,24 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Mistök urðu til þess að á síðu 10 í blaði gærdagsins birtist mynd af Franek Rozwadowski, sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi, í stað myndar af Mark Flanag- an, yfirmanni sendinefndarinnar AGS á Íslandi. LEIÐRÉTTING Í SEÐLABANKANUM Franek Rozwadow- ski og Mark Flanagan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LANDSPÍTALI Alþingi heimilaði í gær undirbúning útboðs vegna leigu ríkisins á nýjum Land- spítala við Hringbraut. Einnig veitti þingið ríkinu heimild til að stofna hlutafélag um bygg- ingu nýja spítalans og til að veita félaginu lóðarréttindi við Hring- braut. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi að ekki hefðu verið færð nægi- lega góð rök fyrir því að reisa nýtt sjúkrahús við Hringbraut. „Ég tel að sú staðsetning sem hefur verið ákveðin og liggur fyrir sé ekki sú heppilegasta,“ sagði Jón en kvaðst hins vegar telja mikilvægt að undirbúa framkvæmdir vegna nýs spítala. - pg Hf. stofnað um Landspítala: Nýtt hlutafélag leigi ríkinu nýja Landspítalann FÉLAGSMÁL Stjórn VR samþykkti í gær vantraust á Bjarka Stein- grímsson sem varaformann stjórnar félagsins. „Ástæðurnar eru trúnaðar- brestur og samstarfsörðugleik- ar. Að mati stjórnar tók stein- inn úr þegar hann hélt ræðu á útifundi á Austurvelli hinn 5. desember síðastliðinn þar sem hann lítilsvirti ekki eingöngu störf eigin félags heldur verka- lýðshreyfingarinnar í heild sinni,“ segir í yfirlýsingu stjórn- arinnar, sem kveður Bjarka ítrekað hafa í nafni félagsins talað gegn ákvörðunum stjórn- arinnar. „Þá hefur Bjarki dylgjað um meint leynimakk innan félags- ins, farið með ósannindi og sakað samstjórnendur sína um blekkingar.“ - gar Varaformanni VR vikið frá: Sagður ljúga og lítilsvirða VR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.