Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 6
6 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Glösin sem
gera góð vín
betri
www.fastus.is
580 3900
Síðumúla 16
Rauðvínsglas 55 cl. 1.295
Hvítvínsglas 40 cl. 1.195
Kampavínsglas 20 cl. 1.095
SVEITARSTJÓRNIR „Við höfnum algjör-
lega þeim hugmyndum sem settar
hafa verið fram um hækkanir fast-
eignaskatta, útsvars og stórfellds
niðurskurðar á þjónustu til að leysa
rekstrarvanda sveitar félagsins og
vísum í því sambandi til boðaðra
aðgerða ríkisstjórnar um auknar
skattaálögur,“ segja bæjar fulltrúar
minnihluta Á-listans á Álftanesi.
Fulltrúar Á-listans telja rangt
að segja skuldir og skuldbinding-
ar Álftaness vera 7,4 milljarða
króna. Nær sé að tala um að skuld-
ir og skuldbindingar sveitarfélags-
ins séu um fjórir milljarðar. Það sé
meðal annars vegna þess að ekki
sé tekið tillit til hagræðingar af
leiguskuldbindingum og þess að í
það stefni að þær lækki um fjöru-
tíu prósent um áramótin og skuld-
bindingar falli þannig úr tæpum
þremur milljörðum í um 1,7 millj-
arða. „Af þessum fjórum milljörð-
um má rekja einn milljarð beint til
efnahagshrunsins á Íslandi,“ segja
þeir og bæta við að eignir sveitar-
félagsins séu vanreiknaðar um
allt að ríflega tvo milljarða króna
vegna vanmats á lóðum og lönd-
um.
Meðal skuldbindinga er samn-
ingur við Fasteign ehf. um leigu
á íþróttamannvirki og sundlaug.
Leigan hefur nú verið lækkuð og á
að nema um 155 milljónum króna
á næsta ári. Fulltrúar Á-listans
benda á að samningurinn við Fast-
eign hafi verið samþykktur sam-
hljóða í bæjarstjórn á árinu 2006.
Skýrsla frá ráðgjafafyrirtæki hafi
sýnt að sveitarfélagið réði við fjár-
festinguna og bæjaryfirvöld metið
það svo að ný sundlaugarmann-
virki, sem séu senn skólamann-
virki og til almenningsnota, myndu
styrkja búsetu á Álftanesi og auð-
velda uppbyggingu í nýjum miðbæ.
Hluti af fjárfestingunni kæmi því
til baka með nýjum tekjum. - gar
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Álftaness segja skýrslu gefa ranga mynd:
Segja óþarft að hækka álögur
SIGÐURÐUR MAGNÚSSON Fyrrverandi
bæjarstjóri Álftaness segir skuldir
bæjarins ofmetnar og tekjur og eignir
vanmetnar í nýrri skýrslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SVEITARSTJÓRNIR Heildarskuldir
og skuldbindingar sveitarfélags-
ins Álftaness eru 495,3 prósent af
heildartekjum árið 2009 og 626,2
prósent að frátöldum bókfærðum
tekjum vegna sölu byggingarrétt-
ar. Þetta kemur fram í skýrslu
eftirlitsnefndar með fjármálum
sveitarfélaga.
„Sveitarfélagið Álftanes er
komið í greiðsluþrot. Það getur
ekki staðið við sínar skuldbind-
ingar og hefur verið synjað um
frekari lánafyrirgreiðslu hjá
viðskiptabanka sínum,“ segir í
helstu niðurstöðum skýrslunnar.
„Beiðni sveitarfélagsins til Lána-
sjóðs sveitarfélaga um lán vegna
lausafjárskorts hefur ekki skilað
árangri og tilgreinir lánasjóður-
inn að aðkoma sjóðsins að málinu
verði í samvinnu við Eftirlitsnefnd
með fjármálum sveitarfélaga,“ er
síðan bætt við.
Eftirlitsnefndin segir hallann á
rekstri sveitarfélagsins árið 2008
hafa verið 832 milljónir króna og
að í ár sé gert ráð fyrir að hall-
inn verði 238,3 milljónir – en 568,6
milljónir ef frá eru taldar bók-
færðar tekjur vegna sölu á bygg-
ingarrétti.
Skuldir og skuldbindingar Álfta-
ness eru um 7,4 milljarðar króna,
að sögn eftirlitsnefndarinnar.
Eins og haft var eftir Kristjáni L.
Möller sveitarstjórnarráðherra í
Fréttablaðinu í gær nema svokall-
aðar skuldbindingar utan efna-
hags tæplega þremur milljörðum,
að mestu vegna langtímasamn-
inga við Fasteign hf. sem leigir
Álftnesingum sundlaug og íþrótta-
mannvirki.
„Sé miðað við sömu skatttekjur
sveitarfélagsins árið 2010 og
reiknað er með árið 2009 [1.174
milljónum] þurfa rekstrarútgjöld
að minnka um tæplega 900 millj-
ónir króna til að eiga fyrir öllum
rekstri málaflokka og næsta árs
afborgunum,“ segir eftirlitsnefnd-
in sem upplýsir jafnframt að áætl-
uð greiðslubyrði lána árið 2010
sé 626,3 milljónir króna, þar af
samtals 430 milljóna kúlulán hjá
Arion banka og Lánasjóði sveitar-
félaga.
„Þrátt fyrir 832 milljóna króna
halla á rekstri sveitarfélagsins
árið 2008 hefur sveitarfélagið
ekki gripið til viðhlítandi rekstrar-
hagræðingaraðgerða til að koma
rekstrinum í jafnvægi,“ segir í
skýrslunni og útlitið er ekki málað
björtum litum:
„Þrátt fyrir að gripið verði nú
þegar til verulegrar rekstrarhag-
ræðingar, hækkunar fasteigna-
skatts og álagi á útsvar verði
beitt er vandséð að Sveitarfélagið
Álftanes geti orðið sjálfbært nema
til komi verulegur utanaðkomandi
stuðningur.“
Skýrslan hefur nú verið gerð
aðgengileg á heimasíðu Álfta-
ness. Í kvöld klukkan átta munu
forystumenn sveitarfélagsins fara
yfir stöðuna á íbúafundi í íþrótta-
húsinu. gar@frettabladid.is
Lokað var á Álftanes
í bönkum og sjóðum
Arion banki og Lánasjóður sveitarfélaga synjuðu Álftanesi um meira lánsfé og
sveitarfélagið er komið í þrot. Áætlað er að Álftanes þurfi að borga 626 milljónir
króna af lánum á næsta ári – þar af er 430 milljóna kúlulán. Íbúafundur í kvöld.
KVÖLD Á ÁLFTANESI Um 2.500 manns búa á Álftanesi og deila þar með sér 7,4
milljarða króna skuldabyrði. Sé skuldunum deilt á þá 1.234 Álftnesinga sem kusu í
síðustu bæjarstjórnarkosningum 2006 eru þær um sex milljónir á mann.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar minni-
hluta Sjálfstæðisflokks í bæjar-
stjórn Árborgar sögðu sig frá sam-
starfi við meirihlutann um gerð
fjárhagsáætlunar næsta árs og
greiddu atkvæði gegn áætlun inni
þegar hún var samþykkt í gær-
kvöldi.
„Samkvæmt áætlun meirihlut-
ans verður eigið fé neikvætt um
264 milljónir. Í raun er því lögð
fram hér áætlun þar sem stefnir
í tæknilegt gjaldþrot bæjarsjóðs
um mitt næsta ár þegar eigið fé
bæjarsjóðs verður uppurið,“ segir
í bókun sjálfstæðismanna. „Fjár-
hagsáætlun meirihlutans gerir
ráð fyrir 629 milljóna króna tapi
af rekstri árið 2010. Tapið er svip-
að og á yfirstandandi ári en það er
áætlað 640 milljónir.“
Sjálfstæðismenn segja uppsafn-
að tap fyrir árin 2008 til 2010 sam-
kvæmt fjárhagsáætluninni vera
2.480 milljónir króna eða yfir tvær
milljónir á hverjum degi. „Það er
ekki auðvelt verkefni sem bíður
næstu bæjarstjórnar því fyrr frek-
ar en síðar þarf að ná jafnvægi í
rekstri. Ekki er útlit fyrir greiðslu-
þrot á árinu 2010 miðað við að það
takist að fá 530 milljónir í ný lán
á árinu. Meiri óvissa er með 2011
og hvernig unnt verður að tryggja
fjármagn og forðast greiðsluþrot
bæjarsjóðs,“ segja sjálfstæðis-
menn og vísa ábyrgð á stöðunni
á hendur meirihluta Samfylking-
ar, Framsóknarflokks og Vinstri
grænna sem starfað hafi frá því í
desember 2006. - gar
Sjálfstæðismenn sögðu sig frá samstarfi um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn:
Telja Árborg stefna í tæknilegt þrot
RÁÐHÚSIÐ Á SELFOSSI Sjálfstæðismenn
í Árborg segja sveitarfélagið hafa tapað
nær tveimur milljörðum á tveimur árum
og að enn eigi að bæta við tapið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Telur þú að breytingar á lofts-
lagi kunni að ógna lífsskilyrðum
á Íslandi?
Já 47,7%
Nei 52,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á ríkið að fara í skaðabótamál
við einstaklinga vegna banka-
hrunsins?
Segðu þína skoðun á visir.is
BRASILÍA, AP Læknar í Brasilíu
hafa fundið allt að 50 saumnál-
ar í líkama tveggja ára drengs.
Sumar þeirra eru allt að fimm
sentimetra langar.
Svo virðist sem nálunum hafi
verið stungið í líkamann einni og
einni í einu, því hann hefði ekki
getað gleypt þær. Læknar vonast
til þess að geta fjarlægt flestar
þeirra, en sumar er ekki hægt að
hreyfa vegna þess að þær eru rétt
hjá eða í mikilvægum líf færum.
Móðir drengsins kom með hann
á sjúkrahús í bænum Ibotirama
í síðustu viku eftir að hann hafði
kvartað undan verkjum og kastað
upp. - gb
Tveggja ára drengur í Brasilíu:
Alþakinn nál-
um innvortis
KJÖRKASSINN