Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 11
FIMMTUDAGUR 17. desember 2009 11
NEYTENDAMÁL Neytendasamtökin hafa á vef
sínum, ns.is, tekið saman nokkrar jólagjafir
sem þau mæla með.
„Við ákváðum að velja sex eða
sjö gjafir. Þær höfðu þá ýmist
komið vel út úr gæðakönnun eða
eru á hlutfallslega góðu verði,“
segir Brynhildur Pétursdóttir,
starfsmaður samtakanna og rit-
stjóri Neytendablaðsins. Hún segir
svokallaða hálkugorma klárlega vera
jólagjöfina í ár. Á vef samtakanna er líka
sagt upplagt að lauma endurskinsmerki í pakk-
ann til að auka enn á öryggið.
Þá mæla Neytendasamtökin með íslenskum
lopa, en verð á honum hafi almennt ekki hækk-
að í verslunum. Adidas Supernova Glide-hlau-
paskórnir eru sagðir hafa fengið góða einkunn í
gæðakönnun samtakanna fyrr á
árinu og svo megi mæla með
svansmerktum rúmfötum og
handklæðum. Svansmerkið
er sagt tryggja að varan
hafi verið framleidd á eins
umhverfisvænan hátt og
hægt sé. Samtökin mæla líka
með Nivea hrukku-augnkremi sem
könnun hafi sýnt að geri örlítið meira
gagn en önnur, auk þess að vera á hag-
stæðu verði. „Það er hins vegar ekki nema fyrir
þá allra hugrökkustu að gefa eiginkonunni eða
tengdamömmu slíka gjöf,“ segir líka í umsögn.
Samtökin klykkja svo út með því að mæla
með Neytendablaðsáskrift í jólagjöf, þannig
megi auka neytendavitund þess sem þiggur.
- óká
BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR Brynhildur, sem ritstýrir
meðal annars Neytendablaðinu, segir hálkugorma, nýja
tegund mannbrodda, vera jólagjöfina í ár.
Neytendasamtökin mæla með nokkrum jólagjöfum á vef samtakanna:
Nýir mannbroddar í pakkann
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
ÖRYGGISMÁL Georg Kr. Lárusson,
forstjóri Landhelgisgæslu
Íslands, og Snorri Olsen tollstjóri
undirrituðu í gær samstarfs-
samning milli Tollstjóraembætt-
isins og Landhelgisgæslu Íslands.
Tilgangur samningsins er að efla
og styrkja samstarf stofnananna
á ýmsum sviðum.
Samningurinn tekur meðal
annars til miðlunar upplýsinga
milli stofnananna, samnýtingar
á tækjabúnaði, samstarfs á vett-
vangi og sameiginlegra eftirlits-
verkefna, námskeiða og þjálfunar
starfsmanna og starfsmanna-
skipta. - shá
Gæslan og Tollurinn:
Efla og styrkja
samstarfið
SAMSTARF Í HÖFN Georg Lárusson og
Snorri Olsen undirrituðu samstarfs-
samning í gær. MYND/LHG
Styrkja Mæðrastyrksnefnd
BSRB ákvað að senda ekki vinum og
velunnurum jólakort þetta árið heldur
að nýta peningana til góðgerða.
Ákveðið var að veita Mæðrastyrks-
nefnd Reykjavíkur styrk að upphæð
300 þúsund krónur.
FÉLAGSMÁL
FÉLAGSMÁL KPMG á Íslandi
og Geðhjálp hafa undirritað
styrktar samning um að KPMG
gerist aðalstyrktaraðili Geðhjálp-
ar næstu tvö árin. Styrkur KPMG
nemur samtals þrem milljón-
um króna og vill félagið með því
stuðla að eflingu geðheilbrigðis
og gera Geðhjálp kleift að auka
aðstoð við þá er kljást við geðræn
vandamál.
Geðhjálp gætir hagsmuna
þeirra sem þurfa eða hafa þurft
aðstoð vegna geðrænna vanda-
mála, aðstandenda þeirra og ann-
arra sem láta sig geðheilbrigðis-
mál varða.
- shá
Tveggja ára samningur:
KPMG styrkir
Geðhjálp
Opið í útibúinu
í Kringlunni
til klukkan 21 í kvöld
Komdu og kynntu þér úrræði
vegna húsnæðis- og bílalána
Að undanförnu höfum við kynnt úrræði með það að markmiði að auðvelda
viðskiptavinum að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins.
Má þar nefna höfuðstólslækkun og greiðslujöfnun fyrir einstaklinga á:
verðtryggðum húsnæðislánum
erlendum húsnæðislánum
bílalánum og bílasamningum
Úrræðin henta viðskiptavinum misvel og við viljum hjálpa þér að vega og meta
kosti þeirra og galla. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum að setjast niður
með starfsfólki okkar í kvöld og fara ítarlega yfir þau úrræði sem eru í boði.
Ekki verður opið hjá gjaldkerum.
Allir viðskiptavinir Íslandsbanka velkomnir.
Starfsfólk okkar í Þjónustuverinu
verður einnig við símann til kl. 21
í kvöld. Síminn er 440 4000.
Viðskiptavinir athugið:
Fresturinn til að sækja um höfuðstólslækkun
hefur verið framlengdur til 1. mars 2010.
Ryksugur
- fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir.
Hátúni 6a . 105 Reykjavík
Sími 552 4420 . www.fonix.is