Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 12

Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 12
 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR Glerárgata 32, 600 Akureyri | Opið Mán.- fös. 9 - 1 - -16 | Faxafeni 12, 108 Reykjavík | Opið Mán.- fös. 8 - 1 - 2-16 www.66north.is Hlýir Pakkar Þórsmörk parka Verð nú: 32.000 kr. Gola jakki Verð nú: 16.400 kr. Glymur Softshell Verð nú: 18.250 kr. ALÞINGI Ríkisendurskoðun telur að ríkisstjórnin hefði þurft að afla sér lagaheimildar fyrir því að semja við kröfuhafa um yfirtöku þeirra á Arion banka og Íslandsbanka. Slíka heimild skorti. Ríkisendurskoðun vildi að úr þessu yrði bætt í fjáraukalögum, sem voru afgreidd í fyrrakvöld án þess að tekið væri tillit til þessara ábendinga Ríkisendurskoðunar. Að sögn Guðbjarts Hannessonar, formanns fjárlaganefndar, er ágreiningur um málið milli Ríkis- endurskoðunar og fjármálaráðu- neytisins. Ráðuneytið telur að ríkið geti ráðstafað bönkunum til kröfuhafa án sérstakrar heimild- ar. Guðbjartur segir að athuga- semd Ríkisendurskoðunar hafi borist rétt áður en lokaatkvæða- greiðsla um fjáraukalög var að hefjast á Alþingi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fresta atkvæða- greiðslunni. Sest verði yfir málið fljótlega til að meta hvernig hægt er að bregðast við svo að yfirfærsla bankanna til kröfuhafa stand- ist lögformlegar kröfur. Hugsan- lega megi afla sérstaks samþykkis Alþingis fyrir áramót. Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi sagði við Fréttablaðið að þar sem þingið veitti á sínum tíma lagaheimild fyrir því að ríkið yfirtæki bankana og fjármagnaði endurreisn þeirra þyrfti nýja laga- heimild til þess að færa bankana frá ríkinu og yfir til kröfuhafa. Hann segist telja að þessar athuga- semdir hafi komist tímanlega til Alþingis þótt ekki hafi verið tekið tillit til þeirra við afgreiðslu fjár- aukalaga. K ristján Þ ór Júl íusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við það á Alþingi í gær að málið hefði verið afgreitt með þessum hætti og að fjárlaganefnd hefði ekki séð ábendingar Ríkisendurskoðunar fyrr en á fundi í gærmorgun þótt þær hefðu borist þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, svaraði Kristjáni Þór með því að fjármálaráðuneytið teldi að heimildin frá í fyrra hefði verið veitt til að fjármagna bankana og halda þeim á floti, en ekki til þess að ríkið keypti þá. Kröfuhafarnir hafi ekki verið að kaupa bankana úr ríkiseigu. Þeir hafi í raun aðeins verið að leysa til sín eigur sínar. peturg@frettabladid.is Ábending Ríkisend- urskoðunar hunsuð Ríkisendurskoðun vildi að Alþingi veitti ríkinu lagaheimild til að ráðstafa Arion banka og Íslandsbanka til kröfuhafa. Hugsanlegt að afla sérstaks sam- þykkis Alþingis fyrir áramót, segir Guðbjartur Hannesson. GUÐBJARTUR HANNESSON Fjáraukalög 2009 voru afgreidd í fyrrakvöld án þess að tekið væri tillit til ábendingar Ríkisendurskoðunar um að í lögin vantaði heimild til ríkisins til þess að afhenda kröfuhöfum Arion banka og Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið beinir því til Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra í nýju áliti að hún beiti sér fyrir því að stjórn- völdum verði gert skylt að fram- kvæma staðlað samkeppnismat við undirbúning lagasetningar og stjórnvaldsfyrirmæla. Í áliti eftirlitsins er gerð tillaga að einföldu mati, þar sem svara þarf fjórum spurningum um áhrif lagasetningar eða stjórnvalds- fyrirmæla á samkeppnismál. Með því að fylgja stöðluðu ferli þar sem hugað er að samkeppnis- sjónarmiðum má að mati Sam- keppniseftirlitsins auka líkur á að reglusetning nái markmiðum sínum án þess að takmarka samkeppni. Það geti stuðlað að því að mark- aðir haldist opnir og þar með sé komið í veg fyrir óþarfa opinber- ar aðgangshindranir. „Slík aðferðafræði við opinbera stjórnsýslu stuðlar að kraftmiklu atvinnulífi til lengri tíma og eykur ávinning neytenda,“ segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið vill að stjórnvöld spyrji sig við undirbúning lagasetning- ar hvort reglusetning auki líkur á því að fjöldi fyrirtækja takmark- ist eða dragist saman, og hvort hún takmarki möguleika fyrirtækja til að mæta samkeppni. Þá ætti að spyrja hvort hún tak- marki frumkvæði fyrirtækja til að stunda virka samkeppni. Sé svarið við einhverri af þessum spurning- um jákvætt ætti að fara í ítarlegri greiningu á áhrifum reglusetning- arinnar á samkeppni. - bj Samkeppniseftirlitið vill að stjórnvöld beiti samkeppnismati við lagasetningu: Kemur í veg fyrir hindranir MARKAÐUR Við reglusetningu ætti að spyrja um áhrif á samkeppnismarkaði, að mati Samkeppniseftirlitsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.