Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 16
16 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
EPLIN RJÚKA ÚT Á loftslagsráðstefn-
unni í Kaupmannahöfn hefur þessi
ungi maður sést hjóla um með stóran
kassa af eplum, sem ráðstefnugestir
kaupa fúslega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÉLAGSMÁL Félags- og trygginga-
málaráðuneytið hefur uppfært
grunnfjárhæðir vegna fjárhags-
aðstoðar sveitarfélaga í samræmi
við hækkun á neysluverðsvísitölu
með sama hætti og gert var í
desember 2007 og desember 2008.
Miðað við gengi vísitölu neyslu-
verðs í nóvember 2009 nemur
grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar
til einstaklings 125.540 krónum
og hækkar úr 115.567 krónum eða
um 8,63 prósent. Aðrar grunnfjár-
hæðir hækka um sama hlutfall.
Um leiðbeinandi viðmið er
að ræða. Í samræmi við lög um
félagsþjónustu sveitarfélaga er
ákvörðun um fjárhagsaðstoð
sveitarfélaga í höndum hvers og
eins sveitarfélags. - shá
Sveitarfélögin:
Fjárhagsaðstoð-
in aukin um tíu
þúsund krónur
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur-
eyri fann 120 grömm af hassi og
smáræði af hvítum efnum í íbúð
í Glerárhverfi í fyrrakvöld. Lög-
regla lagði að auki hald á peninga
sem talið er líklegt að séu ágóði
af fíkniefnasölu. Ein kannabis-
planta var í ræktun í íbúðinni.
Húsráðandi, maður um tvítugt,
var handtekinn vegna málsins og
fluttur á lögreglustöð en sleppt
að lokinni skýrslutöku. Málið er í
rannsókn.
Lögreglan minnir á fíkniefna-
símann 800-5005, en það er sím-
svari sem má hringja í nafnlaust
til að koma á framfæri upplýsing-
um um fíkniefnamál. - jss
Lögreglan á Akureyri:
Tók hass, hvítt
efni og peninga
Firði Hafnarfi rði
Sími 565 0073
Jakkaföt frá 24.900 kr. í Herra Hafnarfi rði
Allir þeir sem kaupa jakkaföt fá skyrtu og bindi að verðmæt 12.000 kr. frítt með.
ÚTGERÐ Hluti af aflaverðmæti á
Íslandsmiðum rennur til sam-
taka útgerða í landinu, samkvæmt
23ja ára gömlum lögum. Lands-
samband íslenskra útvegsmanna
(LÍÚ) og Landssamband smábáta-
eigenda hafa hvort um sig liðlega
fjörutíu milljónir í tekjur af þessu
gjaldi á ári. LÍÚ vill að þessari
gjaldtöku verði hætt en smábáta-
sjómenn eru sáttir við fyrirkomu-
lagið.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að LÍÚ
vilji losna við þessar lögþvinguðu
greiðslur og hafi þrívegis ályktað
um það á aðalfundi en stjórnvöld
hafi ekki tekið mark á þeim álykt-
unum. „Við teljum að þetta gjald
sé barn síns tíma og að þessar
tekjur eigi að koma með venju-
legum félagsgjöldum,“ segir Frið-
rik. LÍÚ innheimtir líka um fimm
milljónir króna á ári í félagsgjöld
af þeim sem óska eftir inngöngu
í samtökin.
Landssamband smábátaeig-
enda hefur hins vegar ályktað til
stuðnings þessu fyrirkomulagi á
sínum aðalfundi. Gjaldið kemur í
stað allra félagsgjalda um 1.300
smábátaeigenda. Örn Pálsson,
framkvæmdastjóri Landssam-
bands smábátaeigenda, segir að
hins vegar vilji sambandið gera
þær breytingar á lögum um verð-
jöfnun og greiðslumiðlun í sjávar-
útvegi að hætt verði að taka það
gjald af aflaverðmæti sem látið
er renna í lífeyrissjóði og til að
greiða tryggingar fiskiskipa og
-báta. Lögin fela hagsmunasam-
tökum útgerðanna umsýslu þeirra
gjalda en mótframlag í lífeyris-
sjóð sjómanna er til dæmis greitt
með þessu gjaldi af aflaverðmæti.
Í samtali við Fréttablaðið voru
talsmenn beggja samtakanna
sammála um það fyrirkomulag.
Örn lagði hins vegar áherslu á að
þetta hefði reynst vel áður fyrr og
meðal annars skilað hagkvæmum
tryggingaiðgjöldum fyrir smá-
bátasjómenn. peturg@frettabladid.is
LÍÚ fær 45 milljónir
án þess að vilja þær
LÍÚ vill ekki þá peninga sem samtökin fá í sinn hlut af aflaverðmæti. 45 millj-
ónir á síðasta ári. Landssamband smábátasjómanna vill fá þessar tekjur áfram.
HLUTASKIPTI Landssamband útvegsmanna og Landssamband smábátaeigenda fá
hlut af aflaverðmæti í landinu. Hlutur hvors sambands um sig nam meira en fjörutíu
milljónum króna á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UMHVERFISMÁL Íslensk stjórn-
völd fóru formlega fram á það
við Evrópusambandið í byrjun
júní að vera með sameiginlegan
loftslagskvóta með ESB gagnvart
loftslagssamningi Sameinuðu
þjóðanna. Ráðherraráð ESB sam-
þykkti þessa málaleitan í gær og
ákvað að hefja samningaviðræð-
ur um nákvæma útfærslu sam-
komulagsins. Þetta kemur fram í
pistli Péturs Reimarssonar, for-
stöðumanns stefnumótunar- og
samskiptasviðs Samtaka atvinnu-
lífsins.
Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráðherra hefur sagt að
íslensk stjórnvöld séu reiðubúin
að taka að fullu upp loftslags- og
orkulöggjöf sambandsins. - shá
Loftslagsmál og Ísland:
Ráðherraráðið
skrifar undir
samning