Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 16
16 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR EPLIN RJÚKA ÚT Á loftslagsráðstefn- unni í Kaupmannahöfn hefur þessi ungi maður sést hjóla um með stóran kassa af eplum, sem ráðstefnugestir kaupa fúslega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Félags- og trygginga- málaráðuneytið hefur uppfært grunnfjárhæðir vegna fjárhags- aðstoðar sveitarfélaga í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu með sama hætti og gert var í desember 2007 og desember 2008. Miðað við gengi vísitölu neyslu- verðs í nóvember 2009 nemur grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings 125.540 krónum og hækkar úr 115.567 krónum eða um 8,63 prósent. Aðrar grunnfjár- hæðir hækka um sama hlutfall. Um leiðbeinandi viðmið er að ræða. Í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga er ákvörðun um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga í höndum hvers og eins sveitarfélags. - shá Sveitarfélögin: Fjárhagsaðstoð- in aukin um tíu þúsund krónur LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri fann 120 grömm af hassi og smáræði af hvítum efnum í íbúð í Glerárhverfi í fyrrakvöld. Lög- regla lagði að auki hald á peninga sem talið er líklegt að séu ágóði af fíkniefnasölu. Ein kannabis- planta var í ræktun í íbúðinni. Húsráðandi, maður um tvítugt, var handtekinn vegna málsins og fluttur á lögreglustöð en sleppt að lokinni skýrslutöku. Málið er í rannsókn. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005, en það er sím- svari sem má hringja í nafnlaust til að koma á framfæri upplýsing- um um fíkniefnamál. - jss Lögreglan á Akureyri: Tók hass, hvítt efni og peninga Firði Hafnarfi rði Sími 565 0073 Jakkaföt frá 24.900 kr. í Herra Hafnarfi rði Allir þeir sem kaupa jakkaföt fá skyrtu og bindi að verðmæt 12.000 kr. frítt með. ÚTGERÐ Hluti af aflaverðmæti á Íslandsmiðum rennur til sam- taka útgerða í landinu, samkvæmt 23ja ára gömlum lögum. Lands- samband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Landssamband smábáta- eigenda hafa hvort um sig liðlega fjörutíu milljónir í tekjur af þessu gjaldi á ári. LÍÚ vill að þessari gjaldtöku verði hætt en smábáta- sjómenn eru sáttir við fyrirkomu- lagið. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að LÍÚ vilji losna við þessar lögþvinguðu greiðslur og hafi þrívegis ályktað um það á aðalfundi en stjórnvöld hafi ekki tekið mark á þeim álykt- unum. „Við teljum að þetta gjald sé barn síns tíma og að þessar tekjur eigi að koma með venju- legum félagsgjöldum,“ segir Frið- rik. LÍÚ innheimtir líka um fimm milljónir króna á ári í félagsgjöld af þeim sem óska eftir inngöngu í samtökin. Landssamband smábátaeig- enda hefur hins vegar ályktað til stuðnings þessu fyrirkomulagi á sínum aðalfundi. Gjaldið kemur í stað allra félagsgjalda um 1.300 smábátaeigenda. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda, segir að hins vegar vilji sambandið gera þær breytingar á lögum um verð- jöfnun og greiðslumiðlun í sjávar- útvegi að hætt verði að taka það gjald af aflaverðmæti sem látið er renna í lífeyrissjóði og til að greiða tryggingar fiskiskipa og -báta. Lögin fela hagsmunasam- tökum útgerðanna umsýslu þeirra gjalda en mótframlag í lífeyris- sjóð sjómanna er til dæmis greitt með þessu gjaldi af aflaverðmæti. Í samtali við Fréttablaðið voru talsmenn beggja samtakanna sammála um það fyrirkomulag. Örn lagði hins vegar áherslu á að þetta hefði reynst vel áður fyrr og meðal annars skilað hagkvæmum tryggingaiðgjöldum fyrir smá- bátasjómenn. peturg@frettabladid.is LÍÚ fær 45 milljónir án þess að vilja þær LÍÚ vill ekki þá peninga sem samtökin fá í sinn hlut af aflaverðmæti. 45 millj- ónir á síðasta ári. Landssamband smábátasjómanna vill fá þessar tekjur áfram. HLUTASKIPTI Landssamband útvegsmanna og Landssamband smábátaeigenda fá hlut af aflaverðmæti í landinu. Hlutur hvors sambands um sig nam meira en fjörutíu milljónum króna á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Íslensk stjórn- völd fóru formlega fram á það við Evrópusambandið í byrjun júní að vera með sameiginlegan loftslagskvóta með ESB gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Ráðherraráð ESB sam- þykkti þessa málaleitan í gær og ákvað að hefja samningaviðræð- ur um nákvæma útfærslu sam- komulagsins. Þetta kemur fram í pistli Péturs Reimarssonar, for- stöðumanns stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnu- lífsins. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sagt að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin að taka að fullu upp loftslags- og orkulöggjöf sambandsins. - shá Loftslagsmál og Ísland: Ráðherraráðið skrifar undir samning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.