Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 17
FIMMTUDAGUR 17. desember 2009 17
REYKJAVÍK Meðalferðatími á háannatíma í
Reykjavík hefur styst um þrjár til fjórar mín-
útur fyrir hvern bíl á milli ára. Þetta er niður-
staða nýrra umferðartalninga umhverfis- og
samgönguráðs borgarinnar, sem fram fóru í
nóvember.
Þrátt fyrir þetta er algengur ferðatími milli
úthverfa og miðborgar Reykjavíkur 28 til 38
mínútur fram og til baka. Það þýðir að Reyk-
víkingar eyða tveimur til þremur klukkustund-
um á viku í bílum sínum á leið milli bæjarhluta.
Ferðavenjukönnun sýnir einnig að færri ferð-
ast nú einir í bílum sínum en áður. Í fyrra ferð-
uðust 76 prósent ein í bíl, miðað við 71 prósent
nú. Hin 29 prósentin fara til vinnu ýmist sem
farþegar í bíl, í strætó eða með öðrum hætti.
Mest hefur þeim fjölgað sem ganga eða hjóla
til vinnu. Í fyrra nýttu níu prósent þá kosti, en
fjórtán prósent í ár. „Auðvitað hefur kreppan
heilmikil áhrif,“ segir Gísli Marteinn Baldurs-
son, formaður umhverfis- og samgönguráðs
Reykjavíkur. „Það eru færri á leiðinni til vinnu
út af atvinnu- og efnahagsástandinu,“ bætir
hann við.
Kreppan skýri hins vegar ekki nema að litlu
leyti breyttar ferðavenjur. „Fjölbreytilegri
ferðamátar gera það að verkum að þeir sem
þurfa að fara á bílum til vinnu komast greið-
ar leiðar sinnar,“ segir Gísli. Það spari hverj-
um og einum sem áður segir þrjár til fjórar
mínútur að meðaltali. „Í heildina eru það mörg
þúsund vinnustundir á hverjum einasta degi,“
segir hann.
„Við erum ófeimin við að þakka þetta átakinu
Grænu skrefunum sem ganga einmitt út á fjöl-
breytilegri ferðamáta þannig að allir komist
leiðar sinnar örugglega og hratt á þann hátt
sem þeir vilja, hvort sem það er bíll, strætó,
reiðhjól eða gangandi.“ - sh
Formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þakkar Grænu skrefunum árangurinn:
Meðalferðatími styst um þrjár til fjórar mínútur
ÁNÆGÐUR Gísli Marteinn segir að vissulega hafi krepp-
an sitt að segja og hún hafi dregið úr umferð, en skýri
hins vegar ekki breyttar ferðavenjur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
UMHVERFISMÁL Gylfi Arnbjörns-
son, forseti Alþýðusambands
Íslands, hefur
sent Svandísi
Svavarsdóttur
umhverfis-
ráðherra hvatn-
ingarbréf á
loftslagsráð-
stefnuna í
Kaupmanna-
höfn. Þar
er áréttað
hversu brýnt
ASÍ telji það vera að ná sam-
komulagi um loftslagsbreyt-
ingar fyrir árslok 2009. Í bréf-
inu eru stjórnvöld hvött til að
styðja tillögur Alþjóðasambands
verkalýðs félaga í tengslum við
loftslagsráðstefnuna.
Svandís fagnar því að verka-
lýðshreyfingin lýsi yfir eindregn-
um stuðningi við að samkomulag
náist í Kaupmannahöfn. - shá
Alþýðusamband Íslands:
Sendi Svandísi
hvatningarbréf
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
EFNAHAGSMÁL Þrjár eða fjórar
rangar undirskriftir bárust frá
vefþjónum Ríkisútvarpsins í
undirskriftasöfnun InDefence-
hópsins, þar sem skorað er á for-
seta Íslands að staðfesta ekki
Icesave-lögin.
Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá RÚV. Í ljósi þessara upp-
lýsinga, sem fyrirtækið fékk frá
InDefence, er ekki talin þörf á
frekari aðgerðum í málinu.
Bæði Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, og leiðarahöf-
undur Morgunblaðsins hafa
kallað eftir opinberri rannsókn á
uppruna rangra undirskrifta. - bj
RÚV um bullundirskriftir:
Telur ekki þörf
á aðgerðum
Óku undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan á Akureyri stöðvaði tvo
karlmenn grunaða um akstur undir
áhrifum fíkniefna í fyrrakvöld. Annar
þeirra er um fimmtugt en hinn um
þrítugt. Voru þeir báðir stöðvaðir í
akstri innanbæjar.
LÖGREGLA
Höfðingleg gjöf
Alþýðubandalagsfélagið á Akureyri
hefur afhent Öldrunarheimilum
Akureyrar tvær milljónir króna að gjöf
til minningar um Lárus Björnsson
(1893-1985) og Sigurð Kristjánsson
(1909-1998) sem báðir áttu sitt ævi-
kvöld á Öldrunarheimilinu Hlíð.
FÉLAGSMÁL
HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofnun
hefur fengið tilkynningu í gegn-
um viðvörunarkerfi Evrópu
(RASFF) þess efnis að innkalla
skuli plastsleikjur framleiddar
í Kína af fyrirtækinu Ningbo
FUTURE Import & Export co.
Ástæða innköllunar er að flæði
svonefnds þalata úr sleikjunum
mældist yfir leyfilegum mörkum.
Þalata er mýkingarefni sem sett
er í plast til að mýkja það og er
talið skaðlegt heilsu fólks. Sleikj-
urnar voru seldar á Íslandi á
tímabilinu janúar 2009 til loka
sumars 2009. Þeim sem eiga
sleikju eins og sýnd er á mynd-
inni og eignuðust hana á árinu
2009 er ráðlagt að hætta að nota
hana. - jss
Innköllun Matvælastofnunar:
Skaðlegt efni í
sleikjum hér
SLEIKJA Sleikjurnar voru fluttar til
Íslands frá Hollandi.
Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00
Handerðar gjafavörur
frá Mayan people
í suður Ameríku
Litlar gjafir, mjög
hentugar
fyrir jólasveina!
Nýkomið í hús mikið úrval af skemmtilegri gjafavöru
og alveg ný sending af erlendum bókum
Fallegar bókastoðir úr leðri
verð
3.995,-
verð
12.695,-
verð
7.995,-
verð
4.695,-
verð
4.695,-
verð
4.395,-
verð
3.695,-