Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 17. desember 2009 17 REYKJAVÍK Meðalferðatími á háannatíma í Reykjavík hefur styst um þrjár til fjórar mín- útur fyrir hvern bíl á milli ára. Þetta er niður- staða nýrra umferðartalninga umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, sem fram fóru í nóvember. Þrátt fyrir þetta er algengur ferðatími milli úthverfa og miðborgar Reykjavíkur 28 til 38 mínútur fram og til baka. Það þýðir að Reyk- víkingar eyða tveimur til þremur klukkustund- um á viku í bílum sínum á leið milli bæjarhluta. Ferðavenjukönnun sýnir einnig að færri ferð- ast nú einir í bílum sínum en áður. Í fyrra ferð- uðust 76 prósent ein í bíl, miðað við 71 prósent nú. Hin 29 prósentin fara til vinnu ýmist sem farþegar í bíl, í strætó eða með öðrum hætti. Mest hefur þeim fjölgað sem ganga eða hjóla til vinnu. Í fyrra nýttu níu prósent þá kosti, en fjórtán prósent í ár. „Auðvitað hefur kreppan heilmikil áhrif,“ segir Gísli Marteinn Baldurs- son, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Það eru færri á leiðinni til vinnu út af atvinnu- og efnahagsástandinu,“ bætir hann við. Kreppan skýri hins vegar ekki nema að litlu leyti breyttar ferðavenjur. „Fjölbreytilegri ferðamátar gera það að verkum að þeir sem þurfa að fara á bílum til vinnu komast greið- ar leiðar sinnar,“ segir Gísli. Það spari hverj- um og einum sem áður segir þrjár til fjórar mínútur að meðaltali. „Í heildina eru það mörg þúsund vinnustundir á hverjum einasta degi,“ segir hann. „Við erum ófeimin við að þakka þetta átakinu Grænu skrefunum sem ganga einmitt út á fjöl- breytilegri ferðamáta þannig að allir komist leiðar sinnar örugglega og hratt á þann hátt sem þeir vilja, hvort sem það er bíll, strætó, reiðhjól eða gangandi.“ - sh Formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þakkar Grænu skrefunum árangurinn: Meðalferðatími styst um þrjár til fjórar mínútur ÁNÆGÐUR Gísli Marteinn segir að vissulega hafi krepp- an sitt að segja og hún hafi dregið úr umferð, en skýri hins vegar ekki breyttar ferðavenjur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMHVERFISMÁL Gylfi Arnbjörns- son, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur umhverfis- ráðherra hvatn- ingarbréf á loftslagsráð- stefnuna í Kaupmanna- höfn. Þar er áréttað hversu brýnt ASÍ telji það vera að ná sam- komulagi um loftslagsbreyt- ingar fyrir árslok 2009. Í bréf- inu eru stjórnvöld hvött til að styðja tillögur Alþjóðasambands verkalýðs félaga í tengslum við loftslagsráðstefnuna. Svandís fagnar því að verka- lýðshreyfingin lýsi yfir eindregn- um stuðningi við að samkomulag náist í Kaupmannahöfn. - shá Alþýðusamband Íslands: Sendi Svandísi hvatningarbréf GYLFI ARNBJÖRNSSON EFNAHAGSMÁL Þrjár eða fjórar rangar undirskriftir bárust frá vefþjónum Ríkisútvarpsins í undirskriftasöfnun InDefence- hópsins, þar sem skorað er á for- seta Íslands að staðfesta ekki Icesave-lögin. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá RÚV. Í ljósi þessara upp- lýsinga, sem fyrirtækið fékk frá InDefence, er ekki talin þörf á frekari aðgerðum í málinu. Bæði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, og leiðarahöf- undur Morgunblaðsins hafa kallað eftir opinberri rannsókn á uppruna rangra undirskrifta. - bj RÚV um bullundirskriftir: Telur ekki þörf á aðgerðum Óku undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Akureyri stöðvaði tvo karlmenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna í fyrrakvöld. Annar þeirra er um fimmtugt en hinn um þrítugt. Voru þeir báðir stöðvaðir í akstri innanbæjar. LÖGREGLA Höfðingleg gjöf Alþýðubandalagsfélagið á Akureyri hefur afhent Öldrunarheimilum Akureyrar tvær milljónir króna að gjöf til minningar um Lárus Björnsson (1893-1985) og Sigurð Kristjánsson (1909-1998) sem báðir áttu sitt ævi- kvöld á Öldrunarheimilinu Hlíð. FÉLAGSMÁL HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu í gegn- um viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) þess efnis að innkalla skuli plastsleikjur framleiddar í Kína af fyrirtækinu Ningbo FUTURE Import & Export co. Ástæða innköllunar er að flæði svonefnds þalata úr sleikjunum mældist yfir leyfilegum mörkum. Þalata er mýkingarefni sem sett er í plast til að mýkja það og er talið skaðlegt heilsu fólks. Sleikj- urnar voru seldar á Íslandi á tímabilinu janúar 2009 til loka sumars 2009. Þeim sem eiga sleikju eins og sýnd er á mynd- inni og eignuðust hana á árinu 2009 er ráðlagt að hætta að nota hana. - jss Innköllun Matvælastofnunar: Skaðlegt efni í sleikjum hér SLEIKJA Sleikjurnar voru fluttar til Íslands frá Hollandi. Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Handerðar gjafavörur frá Mayan people í suður Ameríku Litlar gjafir, mjög hentugar fyrir jólasveina! Nýkomið í hús mikið úrval af skemmtilegri gjafavöru og alveg ný sending af erlendum bókum Fallegar bókastoðir úr leðri verð 3.995,- verð 12.695,- verð 7.995,- verð 4.695,- verð 4.695,- verð 4.395,- verð 3.695,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.