Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 18
18 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR Róbert Magnússon er einn af helstu sérfræðingum heims í nanórannsóknum. Í nýrri grein í bandarísku blaði eru rannsóknir hans sagðar geta lagt grunninn að framtíðarhagsæld Bandaríkjanna. Milljónir dala hafa verið lagðar í nýja rannsóknarstofu hans sem verður opnuð í janúar. Róberti Magnússyni, prófessor í rafmagnsverkfræði og yfirmanni nanórannsókna við Texasháskóla í Bandaríkjunum, er nýverið hamp- að í blaðinu Star-Telegram. „Fram- tíðarhagsæld landsins gæti byggt á þeim vísindum sem fá Róbert Magnússon til að eyða milljónum dala í uppsetningu rannsóknarstofu sinnar,“ segir þar. „Í Texas er nú lögð mikil áhersla á nanótækni. Og ég hef verið að vinna við ákveðna hlið á þeim málum í hátt í tuttugu ár. Svo fóru þessir nanóflokkar sem maður er búinn að vera bjástra við lengi að skila árangri,“ segir Róbert, en einn þáttur sem hann hefur unnið að snýr að tækni við lyfjafram- leiðslu. „Við erum að reyna að setja á markað efnanema og ýmislegt annað sem lofar góðu.“ Háar tölur í smárannsóknum Aðdraganda núverandi starfa rekur Róbert til vorsins 2007. „Þetta fór í gegn um margar nefndir og stórt fyrirtæki sem heitir Texas Instru- ments og fjármagnar þennan „endowed chair“ [einkafjármögn- un rannsókna innan háskóla, innsk. blm.],“ segir hann, en fyrirtækið leggur tvær milljónir dala í sjóð og fimm prósent árlegs arðs renna til rannsóknanna. „Heildarpakkinn er svo fimm milljónir dala sem fara í að setja upp sérhæfðar rannsókn- arstofur hér og þær opnum við í janúar,“ segir Róbert, en fimmtán manns starfa við rannsóknirnar. Róbert er meðal fremstu vísinda- manna heims á sviði nanótækni. Star-Telegram segir spár gera ráð fyrir að á næstu fimm árum komi árlegt söluandvirði framleiðsluvara sem byggja á nanótækni til með að nema 2,5 billjónum dala. (Talan er nær óskiljanleg, 2.500 milljarðar dala, eða 315 þúsund milljarðar íslenskra króna.) Róbert starfaði áður við háskól- ann í Texas, en hafði flutt sig til Connecticut þegar kallið kom um að koma á legg rannsóknarstofunni. „Ég var ráðinn þangað deildarfor- seti rafmagnsverkfræðideildar og sinnti því starfi í fimm ár, en var samt alltaf í rannsóknum líka, með stofu, fólk og fjárráð. Ég var því ekki alveg steindauður stjórnandi heldur hélt mér við.“ Róbert segir að fræðin séu eitt og hagnýting þeirra annað. „Við höfum alltaf sinnt mikilli teoríu, en erum núna komin með mjög góða fram- leiðslugetu líka og getum gert mun meira af tilraunum en áður. Sér í lagi síðan í vor og getum nú sann- reynt fræðin. Í kenningunum þarf ekki annað en tölvur og blöð, það er hins vegar mun erfiðara þegar kemur að því að sannreyna þær.“ Nanófata Bakkabræðra Fyrir utan mælingar sem snúa að efnanemum í lyfjaiðnaði og Róbert segir að megi nú gera með mun lægri tilkostnaði en áður eru margvísleg önnur not könnuð fyrir nanótækni. Til dæmis skoðar teymi Róberts hvernig framleiða megi sólarorkuselluplötur sem fram- leiði meiri orku miðað við flatar- mál en aðrar slíkar. „Við erum með ágætis fræðilegar niðurstöður í þeim efnum og getum örugglega framleitt prótótýpur sem fram- leiða meira rafmagn en hefðbundn- ar, en svo á eftir að koma ljós hvort fjöldaframleiðsla er hagkvæm,“ segir hann, en að auki snúa rann- sóknirnar að margvíslegum þáttum samskiptakerfa, svo sem um hvern- ig stýra megi ljósflæði og samstilla gagnasendingar yfir ljósleiðara. „Við vinnum að nýjum útfærslum á því að pólera ljós, en pólering á ljósi er nytsamleg í mörgum tækj- um og ég er að sækja um einkaleyfi á nýrri útfærslu á því,“ segir hann, en einnig er unnið að svokallaðri ljósgeymslu og því að hægja á ljósi. Bakkabræður voru því kannski ekki alveg úti að aka þegar þeir reyndu að bera sólarljósið í kofann, þótt þeir hefðu líkast til þurft hjálp Róberts til að ná árangri. „Ég er með nýja útfærslu af fötu Bakka- bræðra,“ segir hann og hlær. Rannsóknir borga sig Róbert fór beint til Bandaríkjanna úr menntaskóla og nam verkfræði, en á þeim tíma segir hann að ekki hafi verið hægt að nema verkfræði nema til hálfs við Háskóla Íslands. „Ég fékk ágætisnámsstyrk og fór svo til Flórída þar sem frænka mín Kristín Eyfells og maður henn- ar bjuggu. Hann var prófessor við háskólann og þar fékk ég ókeypis fæði og húsnæði og lauk BS-prófi.“ Síðan fór Róbert til Georgia Tech í Atlanta og kláraði þar doktorsnám í rafmagnsverkfræði. Hann hefur þó ekki verið alveg óslitið í Bandaríkj- unum því hann sneri hingað heim árið 1979 og starfaði hjá RARIK við að skipuleggja orkukerfið hér í fimm ár. „En svo leiddist mér bara þessi sterkstraumsbransi. Ég nennti þessu ekki,“ segir hann og hlær, en í kjölfarið fór hann aftur til Amer- íku sem prófessor. „Ég hef verið hér óslitið frá 1984.“ Róbert er stoltur af vinnu sinni og efast ekki um gildi þess að efla framþróun vísinda og tækni. „Ef við náum almennilegum tökum á þessu getur heimurinn orðið miklu betri. Möguleikar nanótækni eru svo miklir. Reyndar var ég að hlusta á umfjöllun National Public Radio þar sem var sagt að taka ætti 0,2 prósent af vergri heimsfram- leiðslu og leita að „breakthrough technology“. Ef það er eitthvað sem kemur til með að bjarga heiminum þá er það tæknin.“ FRÉTTAVIÐTAL: Íslenskur frumkvöðull í nanófræðum Í VINNUGALLANUM Róbert Magnússon, prófessor í rafmagnsverkfræði við University of Texas í Arlington í Bandaríkjunum, stýrir rannsóknarstofu í nanótækni sem risafyrirtækið Texas Instruments fjármagnar. Róbert heldur góðum tengslum við Ísland en hann hefur nú búið óslitið í Bandaríkjunum í um aldarfjórðung. Á árum áður var Róbert hjá RARIK. TÆKNIN HAGNÝTT Hér getur að líta efnagreiningartæki sem Resonant Sensors Incorporated (RSI), félag sem Róbert Magnússon stofnaði, er að setja á markað. MYND/RÓBERT MAGNÚSSON FRÉTTAVIÐTAL ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON oka@frettabladid.is Komi eitthvað til með að bjarga heiminum þá er það tæknin HEIMSINS MINNSTI EGGJABAKKI Ljóseindagildra framleidd á rannsóknastofu Róberts. Ljós sem fellur á flötinn festist þar um stund en fer svo sína leið. „Svipuð tækni nýtist til að auka ljósgleypni sólarsellu,“ segir hann og kveður frum- gerðina hér að ofan líta út eins og eggjabakka þar sem þvermál hvers eggs er um 100 nanómetrar. Athugið að einn míkrómetri er þúsundasti hluti úr millimetra, en 1.000 nanómetrar eru í hverjum míkrómetra. „Það þarf ansi litlar pútur í svona eggjafram- leiðslu!“ segir Róbert. M YN D /RÓ B ERT M AG N Ú SSO N Nanótækni snýst um örsmáa hluti, en nanó er stærðareining og vísar til þess að einhver hlutur sé ekki nema nokkrir nanómetrar að stærð. Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að einn nanómetri sé einn milljarðasti úr metra. „Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristal er á bilinu 0,2 til 0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atóm- um, til dæmis 10-10.000, séu á nanóskala. Flóknar sameindir eru því einnig í þessu stærðarþrepi.“ Þar af leiðir að nanóvísindi og nanótækni kanna eiginleika þessara örsmáu kerfa, en þau munu oft sett saman atóm fyrir atóm á yfirborði efnis með oddi smugsjár (e. scanning tunnelling microscope). „Þjóðverjinn Gerd Binnig og Svisslendingurinn Hein- rich Rohrer fengu Nóbelsverðlaun- in í eðlisfræði árið 1986 fyrir upp- götvun smugsjárinnar og má af því sjá hversu nýja og mikilvæga hluti hér er um að ræða. Á síðasta ára- tug lærðu menn að nota smugsjá til þess að raða saman atómum í alls konar form á yfirborð málma,“ segir á vísindavefnum. Þar er jafn- framt vísað til þess að á átjándu öld hafi iðnbyltingin gerbreytt umhverfi okkar og að undir lok síðustu aldar hafi breytingar hafist vegna upplýsingarbyltingarinnar sem ekki sjái fyrir endann á. „Á þessari öld gæti vel farið svo að nanótæknibyltingin hefjist. Þá eins og nú mun vaxa þörfin fyrir eðlisfræðinga, efnafræðinga og líf- fræðinga menntaða á þessu sviði auk nýrra greina innan verkfræði. Margar tækniframfarir framtíðar munu byggjast á lífvísindum og eðlisvísindum og getu þeirra til að skilja og framleiða flókin kerfi úr einföldum byggingasteinum.“ HVAÐ ERU NANÓVÍSINDI OG NANÓTÆKNI? Hollráð um eldvarnir oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Reykskynjarar bjarga mannslífum Á hverju heimili ættu að vera reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi. Fleiri hollráð og netverslun með öryggisvörur er að finna á oryggi.is. PPII PPAAA RRRRRR \\\\\\\\\\\\ TTTTTTTTTTBBBBB WWWWWW AAAA •• SSÍÍ AAA • 9 2 2 5 4 5 44 9 2 2 5 9 2 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.