Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 22
22 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
John Kerry, öldungadeildarþing-
maður frá Bandaríkjunum og fyrr-
um forsetaframbjóðandi Demó-
krataflokksins, segist handviss
um að Bandaríkjaþing muni sam-
þykkja frumvarp sem taki veru-
lega á loftslagsmálum. Deilir hann
þeirri skoðun með Al Gore, fyrr-
verandi varaforseta, sem viðraði
hana fyrr í vikunni.
Spurður út í andstöðu á þinginu
við slíkt frumvarp, sagðist hann
viss um að þingmenn skildu nauð-
syn frumvarpsins og það yrði sam-
þykkt í vor.
Kerry segist ekki í neinum vafa
um að koma verði á kerfi þar sem
útblástur koltvísýrings er verð-
lagður. Hann geti þó ekki lofað
að slíkt verði inni í frumvarpinu,
enn séu ólíkar hugmyndir uppi
um leiðir. Hann segir alla hljóta
að sjá að það sé Bandaríkjunum í
hag að verða óháð með orku. „Við
eyðum milljörðum dollara á dag til
að kaupa svart efni frá útlöndum,
sem við brennum síðan og þurfum
að eyða fjármunum í að hreinsa
upp mengun.“ Mun skynsamlegra
væri að nýta innlenda orkugjafa,
það hlytu allir að sjá.
Kerry sagðist skynja að grund-
völlur samkomulags væri fyrir
hendi. Hann sagði gríðarlega mik-
ilvægt að samið yrði um fjárstuðn-
ing til aðgerða strax. Hans ráð til
Obama væru að forsetinn ætti þó
að búa sig undir að kerfi til lang-
tímastuðnings í loftslagsmálum
yrði komið á fót.
Kaldhæðnislegt væri ef þriðji
heimurinn myndi endurtaka þau
mistök sem við skiljum nú að vest-
ræn ríki hafi gert í fortíðinni. Sú
yrði þó raunin fengju þau engan
stuðning.
Viss um að Bandaríkin samþykki loftslagsfrumvarp:
Verðleggja þarf útblástur
KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ
skrifar frá Kaupmannahöfn
kolbeinn@frettabladid.is
Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn
Hugo Chavez, forseti Venesúela,
hélt ræðu, líkt og fjölmargir þjóðar-
leiðtogar, í gær.
Chavez var
ánægður með
mótmælendur
fyrir utan ráð-
stefnuhöllina og
nýtti ræðutíma
sinn að hluta til
að koma boð-
skap þeirra á
framfæri.
Það voru fyrst
og fremst tvö slagorð sem heilluðu
forsetann: „Breytið kerfinu, ekki
loftslaginu!“ og „Ef loftslagið væri
banki væri búið að bjarga því.“
Chavez sagði þetta orð að sönnu.
Hann sagði vofu á ferð í Kaup-
mannahöfn, vofu sem enginn þyrði
að nefna en væri alltumlykjandi.
Þetta væri vofa kapítalismans sem
sósíalisminn einn gæti bjargað.
Forseti Venesúela:
Færði boðskap
fólksins í salinn
Mikil spenna var í aðalfundar-
salnum í Bella Center í gær. Full-
trúar þróunarríkjanna, G77, voru
gríðarlega óánægðir með hvern-
ig haldið var á málum. Þeir komu
hver á fætur öðrum í pontu um
fundarstjórn og nýr fundarstjóri
átti í erfiðleikum með að greiða úr
flækjunni. Það tókst þó á endanum
og örlítið meiri bjartsýni ríkti í lok
dags en í gærmorgun.
Fulltrúar Afríkuríkja höfðu
fundað alla nóttina aðfaranótt mið-
vikudags þegar texti fór á kreik
sem geymdi uppkast að lokasamn-
ingi. Textinn hleypti illu blóði í
fulltrúana, sem fannst fráleitt
nóg að gert fyrir þróunarríkin.
Textinn bæri allt of mikinn keim
af hagsmunum hinna ríkari þjóða.
Fulltrúarnir létu vel í sér heyra
og gerðu ljóst að slíkur samning-
ur yrði aldrei samþykktur.
Ljóst er að þróunarríkjunum
er alvara með því að standa fast
á sínum kröfum. Verði ekki fallist
á þær telji þau sig óbundin samn-
ingum um takmörkun útblást-
urs gróðurhúsalofttegunda þegar
Kyoto-bókunin rennur út árið 2012.
Þau hyggist rétta efnahag sinn við
með iðnfyrirtækjum með tilheyr-
andi útblæstri.
Fyrst og fremst er það sendi-
nefnd Bandaríkjanna sem stend-
ur í vegi fyrir auknum fjárfram-
lögum. Eftir því sem fundað var,
aðfaranótt miðvikudags, ríkti
nokkur bjartsýni. Símtal frá
Obama sem ítrekaði fyrri afstöðu
Bandaríkjanna gerði hana að engu
og hleypti meri kergju í Afríku-
þjóðir. Kínverjar, Indverjar og
Brasilíumenn hafa einnig gagn-
rýnt afstöðu Bandaríkjamanna.
Þá urðu forsetaskipti á ráðstefn-
unni í gær þegar Connie Hedegård
sagði af sér, að sögn til að hleypa
þjóðhöfðingja með meiri vigt að
stjórninni. Lars Lokke Rasmussen,
forsætisráðherra Dana, gerði enga
lukku fyrsta dag sinn í embætti.
Í ljós kom að hann var ekki betur
inni í málum en svo að hann skildi
ekki skammstafanir og honum
gekk erfiðlega að halda utan um
umræðuna. Honum til afbötunar
skal nefnt að skammstafanir hér
eru í hundraða tali.
Í lok dagsins virtist aðeins hafa
hægst um. Það er þó enn með fullu
óvíst hver niðurstaðan verður. Enn
halda menn í vonina um að það
náist að búa til ramma að samn-
ingi sem staðfestur verði í Mexíkó
á næsta ári.
Kergja í viðræðum og
óvissa um samning
Kergja hljóp í viðræður í gær og jafnvel var búist við að G77-ríkin gengju af
fundi. Aðeins hefur ræst úr. Forseti ráðstefnunnar sagði af sér. Obama ítrekar
að Bandaríkin geti ekki gefið meira eftir. Haldið er í von um niðurstöðu.
Umhverfisráðherra, Svandís Svavars-
dóttir, tók í gær við viðurkenningu
fyrir Íslands hönd frá regnhlíf-
arsamtökum kvenna, Women and
Gender Constituency.Verðlaunin
voru veitt Íslandi og Gana fyrir að
tryggja aðkomu kvenna að úrbótum
í loftslagsmálum. Svandís hélt í gær
erindi á málstofu um konur sem afl
til breytinga.
Svandís segir að hugsunin sem
felist í þeirri yfirskrift sé mikilvæg.
„Kynjajafnrétti er alla jafna mikil-
vægt en þegar við stöndum frammi
fyrir svo miklum breytingum eins
og nú verða að eiga sér stað, til að
vinna bug á loftslagsbreytingum
og þeirri vá sem þær skapa, verða
konur að eiga jafnan aðgang að því
að koma að úrlausnum, hvort sem
lýtur að stjórnmálum, fjármagni
eða lausn vandamálanna,“ segir
Svandís.
Hún segir málstofuna hafa gengið
vel og mikil þátttaka hafi verið í
umræðum, ekki síst frá þróunar-
löndunum. „Þetta eflir yfirsýn yfir
það sem er að gerast í heiminum í
þágu kynjasjónarmiða varðandi
loftslagsmál.“
Svandís segir íslensku sendi-
nefndina hafa unnið þarft verk í
því að koma orðunum Gender Equ-
ality, kynjajafnrétti, í fyrsta skipti
inn í samning um loftslagsmál, en
það hafi tekist nú.
Ísland fékk viðurkenningu á loftslagsráðstefnunni:
Þykir hafa tryggt
aðkomu kvenna
ÚR AÐALSALNUM Mikill hiti var í umræðum í gær og fulltrúar G77-ríkjanna komu hver á fætur öðrum í pontu um fundarstjórn
sem þeir voru ósáttir við. NORDICPHOTOS/AFP
BJARTSÝNN Kerry sagðist bjartsýnn á að það tækist að ná samkomulagi um grund-
vallaratriði í Kaupmannahöfn sem yrði að alþjóðasamningi næsta sumar.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
A
FP
HUGO CHAVEZ
GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000
Ein gjöf sem
hentar öllum
Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að
gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina.
Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
39
89
1