Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 26

Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 26
26 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Heimsmetabók Guinness er mest selda bók í heimi á eftir Biblíunni og Kóranin- um. Aðalritstjóri bókarinn- ar, Craig Glenday, var hér á landi um síðustu helgi og gaf sér tíma til að spjalla við Fréttablaðið. Hann segir skemmtilegast að fá að hitta alls kyns methafa og hvetur Íslendinga til að reyna að slá frumleg heimsmet. Heimsmetabók Guinness er mesta selda bók í heimi sem varin er höfundarrétti og hefur selst í 124 milljónum eintaka frá því hún kom fyrst út árið 1955. Hún kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1977 og hefur komið út óslitið á hverju ári síðan 2004. Glenday hefur ritstýrt heims- metabókinni undanfarin ár. Hann segir starf sitt í grófum dráttum skiptast í tvennt. „Fyrri helming ársins er ég á skrifstofunni ásamt ritstjórnarteyminu að leggja lín- urnar fyrir næstu bók; hönnunina, hvaða met eigi að verða fyrir val- inu og svo framvegis. Við leitum líka til sérfræðinga á ýmsum svið- um sem koma með hugmyndir um hvers konar metum við ættum að vera að leita eftir. Seinni helming ársins er ég á fullu í kynningarstarfi, ferðast um heiminn í leit að nýjum metum, hitti methafa og því um líkt. Ég reyni líka að vera á staðnum þegar mikilvægustu metin eru staðfest, til dæmis hæsti eða lægsti maður heims. Við erum mjög ströng hvað það varðar og treystum ekki einu sinni læknum núorðið í þeim efnum. Fyrir nokkrum árum kom maður einn til álita sem hæsti maður ársins, hann neitaði að láta okkur mæla sig en læknirinn hans fullyrti að hann væri 260 cm á hæð. Þegar hann leyfði okkur loks að mæla sig kom í ljós að hann var „ekki nema“ 225 cm og því ekki hæsti maður heims. Við erum því mjög á varð- bergi.“ Mikið um skrítnar skrúfur Hjá Heimsmetabókinni mæðir einna mest á þeim sem hafa þann starfa að sigta út umsóknir um stað- festingu á meti. „Við fáum nokkur þúsund umsóknir á viku. Sumir reyna að slá met og hafa samband. Við kunnum síður við það. Frekar viljum við að fólk hafi samband við okkur fyrirfram. Annaðhvort höfnum við hug- myndinni eða, ef okkur líst á hana, föllumst á tilraunina og sjáum viðkomandi fyrir reglum til að fylgja. Langflestum umsækjendum er hafnað í fyrsta kastinu, 80 eða 90 prósent. „Margt af því sem fólki dettur í hug er ekki hægt að taka gilt sem met, til dæmis í að sleikja á sér olnbogann. Við erum líka með strangar reglur til að koma í veg fyrir að mettilraunin geti orðið öðrum að skaða, hvort sem er fólki eða dýrum. Þumalputtareglan er sú að sá sem reynir að slá metið má stefna sjálfum sér í voða, enda er það á hans ábyrgð, en hann má ekki valda öðrum hættu. Nýlega fengum við umsókn frá indverskum skurðlækni sem vildi fá það staðfest sem met að hann hefði gert flestar hjartaígræðslur á sem stystum tíma. Því var vita- skuld hafnað, rétt eins og skurð- læknahjónunum sem vildu að barn- ið þeirra yrði yngsta manneskjan til að framkvæma keisaraskurð. Dýr sem eru stór frá náttúrunn- ar hendi geta komist í metabæk- urnar, en þyngstu einstaklingarn- ir í flokki dýra eru ekki gilt met, því það býður þeirri hættu heim að fólk ofali dýrin.“ Þrýstingur frá methöfum Glenday segir það erfiðasta við starfið vera að finna rétta jafnvægið í bókina. „Það er til svo mikið af klikkuð- um metum til að velja úr; ef þau eru of mörg í bókinni verður hún of gal- gopaleg, en ef þau eru of fá verður hún of leiðinleg. Ég þarf að reyna að feta milliveginn. Það er líka merki- legt að sum met eru þess eðlis að fólk vill sjá þau í bókinni á hverju ári, til dæmis hæsta fjallið og hæsta mann í heimi fyrr og síðar, Robert Wadlow. Við fengum miklar skamm- ir árið sem við slepptum honum þótt hann hafði verið í öllum bókunum á undan.“ Að sama skapi er ritstjórn Heims- metabókarinnar undir miklum þrýstingi frá methöfunum sjálfum. „Það komast færri að en vilja. Í bók- inni er pláss fyrir um fjögur þúsund met, en metin sem við erum með skráð í gagnagrunninn skipta tugum þúsunda. Methafar eru eðli málsins samkvæmt æstir í að komast í bók- ina, sumir æstari en aðrir.“ Met eru til þess að slá þau Ritstjórinn blæs á efasemdarraddir sem segja að það sé búið að slá og skrá öll þau met sem helst skipta máli. „Jú, maður heyrir það stund- um en svo kemur maður eins og Usain Bolt og afsannar það. Geimur- inn er líka óplægður akur á þessu sviði og svo má ekki gleyma hvað fólk getur sjálft verið uppfinn- ingasamt. Í sumar hitti ég mann í Bandaríkjunum sem gat sparkað í hausinn á sjálfum sér. Við útbjugg- um reglur fyrir hann og nú á hann heimsmet í að sparka oftast í haus- inn á sér á einni mínútu.“ Sjálfur á Glenday sér nokkur uppáhaldsmet. „Eitt ótrúlegasta metið er maðurinn sem varð oft- ast fyrir eldingu en lifði af, alls sjö sinnum. Þetta tók reyndar sinn toll af honum og hann stytti sér síðar aldur. Svo var það flugfreyjan sem féll til jarðar úr 33 þúsund feta hæð og lifði það af – það er hreint magn- að. Ég hef líka fengið að vera við- staddur þegar nokkur met eru staðfest, til dæmis maðurinn með lengstu neglurnar. Svo hitti ég einu sinni manninn sem borðaði heila Cessna-rellu. Ég borðaði með honum hádegismat. Að vísu fékk hann sér bara venjulegan mat í það skiptið, ég hélt að hann myndi að minnsta kosti sporðrenna einum gaffli en allt kom fyrir ekki. En það er skemmtilegasti hluti starfsins að hitta methafana, þetta er upp til hópa sérlega skemmtilegt og áhugavert fólk.“ Ísland í heimsmetabókinni Ísland á nokkur met í Heimsmeta- bók Guinness, sem ekki eru tengd hinni víðfrægu höfðatölu. „Ég held að þið eigið enn metið fyrir flestar bíóferðir miðað við höfðatölu. Það eru líka nokkur nátt- úrumet, til dæmis vatnsmesti hver- inn, Auk þess eigið þið metið fyrir lægstu útgjöldin til varnarmála, 0 krónur, og Jón Páll Sigmarsson og Magnús Ver Magnússon deila metinu ásamt þriðja manni fyrir að hafa oftast sigrað í keppninni um sterkasta mann heims. Þetta er nokkuð vel af sér vikið hjá ekki stærri þjóð. En það væri gaman að fá fleiri Íslendinga í bókina, þið ættuð tvímælalaust að reyna að slá fleiri met.“ bergsteinn@frettabladid.is Methafarnir skemmtilegastir CRAIG GLENDAY Ritstjórinn flettir íslenskri útgáfu Heimsmetabókarinnar. Uppáhaldsmet hans er maðurinn sem varð sjö sinnum fyrir eldingu og lifði af. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er allt líka svona rosalega gott að frétta. Ég er á fullri ferð í nýju starfi og að sinna þriggja mánaða gamalli, gullfallegri dóttur minni. Ég er að reyna kenna henni öll helstu trixin, það gengur hægt en örugglega. Þrátt fyrir ungan aldur virðist barnið vera bráðgreint,“ segir Logi sem bjó í eitt og hálft ár í Ástralíu, ásamt eiginkonu sinni, þar sem hann lagði stund á MBA-nám, áður en hann tók við starfinu hjá Arctic Adventures. Þar á undan sprangaði hann meðal tískukónga í Mílanó í þrjú ár. „Ég er í óðaönn að vinna að endurbættri heimasíðu fyrir Arctic Adventures sem verður komin í loftið um áramót,“ segir Logi. Arctic Adventures er fyrirtæki sem gerir út á hinar ýmsu ævintýraferðir hér á landi, þar á meðal flúðasiglingar undir merkinu Arctic Rafting, ísklifur á Sólheima- jökli, snorkling í Silfru á Þingvöllum, hellaferðir og jeppaferðir svo fátt eitt sé nefnt. „Íslendingar jafnt sem útlendingar nýta sér þessar ferðir, en Íslendingarnir sækja meira í flúðasiglingarnar,“ segir Logi sem hefur sjálfur lagt upp í þó nokkrar ævintýraferðir. „Sjálfum finnst mér snorkling í Silfru vera skemmtilegast en ef ég væri í stórum hópi myndi ég velja flúðasiglingarnar.“ Logi kemur til með að verja fyrstu jólum sínum hér á landi eftir bankahrun. En hvernig leggst það í markaðsstjórann? „Undirbúningurinn fyrir jólin hefur alfarið verið í höndum eiginkonunnar og dóttur minnar bráðgreindu. Jólin leggjast vel í mig enda yndislegt að fá að eyða jólunum með svo greindu barni.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? LOGI KARLSSON, MARKAÐSSTJÓRI HJÁ ARCTIC ADVENTURES Í nýrri ævintýravinnu og með óvenju greint barn LOGI KARLSSON Markaðsstjóri Arctic Adventures. 1. Hafðu samband Hafir þú áhuga á að slá nýtt heimsmet, hafðu þá samband í gegnum heimasíðuna okkar: www. guinnessworldrecords. com. Smelltu á „Break a Record“ og fylgdu leiðbeiningunum. Gefðu okkur eins miklar upplýs- ingar um mettilraunina og þú getur. 2. Fylgdu reglunum Ef þú vilt slá gildandi met verðurðu að fylgja sömu reglum og núverandi methafi. Ef þú ætlar að slá nýtt met og það er okkur að skapi semjum við reglur fyrir þig. Þegar þú hefur fengið reglurnar er þér ekkert að vanbúnaði að reyna við metið. 3. Sönnun Takist þér að slá metið þarftu að senda okkur sannanir. Mundu því eftir að taka metið upp á myndbandsupptökuvél, taka ljósmyndir og fá skriflega staðfestingu frá tveimur óháðum vitnum. Við gætum þurft á fleiri sönnunum að halda eftir því hvers eðlis metið er, en ef svo er sendum við þér reglurnar. 4. Bíddu Þetta gæti verið erfiðasti hluti mettilraunarinnar! Þú þarft að bíða meðan dóm- arar Heimsmetabókarinnar leggja mat á tilraunina og skera úr um hvort þú fáir opinbert viðurkenn- ingarskjal. Nema þú hafir vitaskuld fengið dómara til að vera viðstaddan mettil- raunina. Gangi þér vel. LEIÐBEININGAR HEIMSMETABÓKARINNAR TIL UPPRENNANDI HEIMSMETHAFA Pabbi þinn … „Og samkvæmt því sem pabbi þinn sagði mér í síð- ustu viku þá er hann hættur í viðskiptum.“ INGI FREYR VILHJÁLMSSON BLAÐAMAÐUR Í SAMTALI VIÐ BJARNA BENEDIKTSSON, FORMANN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. DV, 16. desember … og pabbi þinn „Pabbi þinn er formaður í þessum banka. Spurðu hann bara.“ BJARNI BENEDIKTSSON Í SAMA SAMTALI. DV, 16. desember. Fagor þvottavél 1400 snúninga þeytivinda. 6 kg hleðsla. Tímaseinkun. Stillanleg vinda. 32 cm hurðarop. 89.900 Fagor þvottavél Reykjavík . Skútuvogi 1 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 Þeytivinda Jólatilboð Verð kr. 99.900
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.