Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 36

Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 36
36 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 V iðskiptaráð birti í gær athugasemdir við fyrir- hugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Álit ráðsins er almennt vel ígrundað og rökfast. Þar er meðal annars bent á að megnið af aðlögunar- aðgerðum til að mæta vanda ríkissjóðs sé í formi skattahækkana og að ekki sé lögð næg áhersla á nauðsynlegan niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Þetta er réttmæt gagnrýni. Útgjöld ríkisins hafa þanist út og starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað óhóflega. Borgar- fulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson orðaði þetta ágætlega í pistli á heimasíðu sinni fyrir skömmu þegar hann benti á að: „Bara í stjórnsýslunni sjálfri væri hægt að ná fram miklum sparnaði. Þar hefur safnast saman fitulag sem hægt er að skera burt.“ Gísla láðist hins vegar að geta þess að ríkið hljóp ekki í spik og safnaði velmegunarístru, eins og útgerðarmaður eða heild- sali í sögu frá síðustu öld, á þeim fáu mánuðum sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Bumban varð til á mörgum árum þegar flokksbræður hans og -systur stýrðu landinu. Pistlahöfundarnir á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki fóru yfir þessa stöðu af hreinskilni skömmu eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn hvarf úr ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar var bent á nokkur af þeim málum, stórum og smáum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að síðastliðin ár. Hér eru nokkur atriði af lista Andríkismanna frá því í mars: Stjórnmálaflokkarnir voru settir á fullt framfæri ríkisins í lok árs 2006, tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr áður lögfestum 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007, ríkisútgjöld hafa aldrei aukist jafnmikið á tveimur árum og frá 2006 til 2008. Á þessum tveimur árum hækkuðu þau um 35 prósent eða 120 þúsund milljónir króna, tekjuskatturinn var hækk- aður aftur um síðustu áramót, nú úr 35,72% í 37,20%, gripið var til dýrustu „mótvægisaðgerða“ Íslandssögunar í minnsta atvinnuleysi sögunnar árið 2007, gerðar voru sértækar lækk- anir á virðisaukaskatti í stað almennra lækkana í ársbyrjun 2007, gjaldeyrishöft voru lögð á landsmenn haustið 2008, stór- felld þjóðnýting banka og fyrirtækja hófst haustið 2008 og stendur enn yfir, óskýr lagasetning um innstæðutryggingar á grundvelli tilskipunar ESB færði skattgreiðendum ábyrgðina á Icesave og gæti gert ríkissjóð gjaldþrota, ríkissjóður fór úr því að vera sagður skuldlaus í það að enginn treystir sér til að segja til um hve skuldirnar eru miklar. Niðurstaða Andríkismanna var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið undan síga á nær öllum hugmyndafræðilegum víg- stöðvum sínum á síðustu árum, til dæmis hefðu allir viðstaddir þingmenn flokksins greitt atkvæði með hækkun á tekjuskatti einstaklinga um síðustu áramót. Af þessari upptalningu Andríkismanna er auðvelt að sjá að þeir sem aðhyllast minni ríkisrekstur og hóflega skattheimtu eiga sér ekki trúverðuga málsvara á Alþingi. Það er afleit staða við núverandi aðstæður. Holdafar hins opinbera er eins og á heildsala eða útgerðarmanni í sögu frá síðustu öld. Velmegunarístran JÓN KALDAL SKRIFAR Afkoma íslenzku þjóðarinnar hefur frá fyrstu tíð verið sam- ofin sambandinu við útlönd. Höfð- ingjar þjóðveldisaldar gerðu víð- reist, Egill skalli og þeir. Út vil ek, sagði Snorri. Þegar úlfúðin innan lands keyrði þjóðveldið í þrot 1262, lögðust utanferðir Íslendinga að miklu leyti af, og upp hófst 600 ára einangrun og stöðnun með ýmsum frávikum. Vestfjörðum vegnaði til dæmis vel í krafti blómlegra við- skipta á ensku öldinni 1400-1500 og aftur á skútuöldinni á ofan- verðri 19. öld, þegar einokun Dana lagðist af. Með heimastjórninni 1904 og aðdraganda hennar opn- aðist landið enn frekar með aukn- um bankaviðskiptum. Utanferðir urðu smám saman almennings- eign, þegar leið á 20. öldina, þótt of hátt gengi krónunnar héldi svo aftur af erlendum viðskiptum, að þau voru fyrir hrun engu meiri miðað við landsframleiðslu en þau voru 1870. Of litlar útflutnings- tekjur kölluðu á of miklar lántökur erlendis. Gengisfall krónunnar frá 2007 hefur aukið útflutningstekjur þjóðarbúsins úr meira en aldar- gömlum þriðjungi af landsfram- leiðslu eða þar um bil upp fyrir helming. Íslendingar hafa löng- um staðið hikandi frammi fyrir auknum samskiptum við umheim- inn. Ísland gerðist til dæmis ekki stofnaðili að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni (WTO, áður GATT) 1948, heldur dró inngönguna í tut- tugu ár. Hún hafðist ekki í gegn fyrr en 1968, á síðasta kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar. Fullveldi er sameign Íslendingar þurfa á útlöndum að halda bæði til að bæta sér upp óhagræðið, sem ella hlytist af fólksfæðinni, og einnig af öðrum ástæðum. Smálönd geta augljós- lega ekki framleitt allt, sem þau vanhagar um, til dæmis bíla, skip og flugvélar. Þau þurfa þeim mun frekar á útlöndum að halda en stærri lönd, sem hafa burði til að framleiða allt, sem þau þurfa, enda þótt þau sjái sér engu að síður hag í að skipta við önnur lönd; þess vegna kaupa Banda- ríkjamenn japanska bíla í stórum stíl. Ísland liggur miðsvæðis meðal þeirra þjóða, sem hafa frelsi, jafn- rétti og bræðralag að leiðarljósi. Þessar þjóðir eru allar tengdar nánum böndum, sem skerða full- veldi þeirra að ýmsu leyti líkt og í hjónabandi. Allt er þetta með ráðum gert. Lýðræðisþjóðirnar báðum megin Atlantshafs hafa kosið að skerða eigið fullveldi eða réttar sagt deila því hver með annarri í eiginhagsmunaskyni og einnig af tillitssemi við nágranna sína, bæði innan Atlantshafs- bandalagsins og Evrópusambands- ins (ESB). Helmut Kohl, kanslari Þýzkalands 1982-98, orðaði þessa hugsun vel: Þjóðverjum þykir rétt að binda hendur sínar innan ESB til að firra nágranna sína hættunni á, að einhliða ákvarðan- ir Þýzkalands geti að nýju valdið öðrum þjóðum skaða. Fullveldið er sameign. Það er eins og þjóðmyntin að því leyti, að það er einskis virði nema aðrar þjóðir taki það gilt eins og Guð- mundur Hálfdanarson prófessor lýsti vel í fyrirlestri í Háskóla Íslands á fullveldisdaginn. Þess vegna þurfa Íslendingar líkt og aðrir á því að halda að koma vel og virðulega fram við aðrar þjóð- ir, enda munu þær þá koma vel og virðulega fram við Ísland. Rökin fyrir því að deila fullveldi Íslands með öðrum Evrópuþjóðum á vett- vangi ESB eru skyld rökunum fyrir upptöku sameiginlegrar myntar í stað krónunnar. Óskorað fullveldi án aðhalds og eftirlits getur leitt þjóðir í ógöngur líkt og óskorað vald til að prenta peninga heima fyrir og tendra verðbólgu. Aðhald og hjálp að utan Það er áleitin spurning, hvort aðhaldið, sem Ísland hefði þurft að lúta sem aðili að ESB, hefði dugað til að aftra hruni. Ætla má, að rússneskt yfirbragð einka- væðingar bankanna 1998-2002 og ofvöxtur þeirra eftir það hefði mætt gagnrýnum mótbárum innan ESB. Hvort það hefði dugað til að koma vitinu fyrir ríkisstjórn Íslands og Seðlabankann er annað mál. Hitt er víst, að aðhald utan úr heimi hefur reynzt Íslandi vel. Það er meðal annars fyrir tilstilli mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að ríkisstjórnin getur ekki miklu lengur vikizt undan því að nema mannréttindabrota- þáttinn burt úr fiskveiðistjórninni. Það var fyrir tilstilli ríkjahóps innan Evrópuráðsins gegn spill- ingu (GRECO), að Alþingi setti loksins lög um fjármál stjórnmála- samtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra 2006. Í þessu ljósi þarf að skoða gagnið, sem þjóðin getur haft og hefur þegar haft af ráðgjöf Evu Joly og samstarfsmanna hennar við rannsókn hrunsins og saksóknina í kjölfarið. Hún hefur reynsluna. Hún kann tökin. Hún þyrfti helzt að fá bandarísku lögregluna til liðs við sig, einkum ef böndin skyldu berast að hugsanlegum Rússa- tengslum bankanna. Kaninn er óhræddur. Ljós heimsins Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Enn um virðingu Íslands UMRÆÐAN Dofri Hermannsson skrifar um barn- vænt umhverfi Víða í borginni er bíllinn okkar að verða „aðal“ en við sjálf og börnin okkar að verða „auka“. Hvernig gerðist það, hugs- um við þegar við ökum áhyggjufull fram- hjá skólanum á leið okkar í vinnuna. Af hverju þarf þetta að vera svona, hugs- um við líka þegar við þeysumst úr vinn- unni kl. 3 til að skutla börnunum okkar í frístunda- starfið og keyrum svo aftur í vinnuna áður en það þarf að sækja barnið aftur. Svarið er að þetta þarf ekkert að vera svona en til að breyta þessu þarf að skipta um hugarfar við skipulagningu borgarinnar. Þörf okkar fyrir að komast hratt og örugglega á milli staða hefur nær eingöngu verið leyst með því að búa til góðar götur. Gríðarlegir fjármunir hafa verið settir í umferðarmannvirki á sama tíma og Strætó hefur verið skorinn niður. Þetta er vond þróun og dýr og það erum við sjálf sem borgum brúsann. Í Reykjavík eru farnar um 130 þúsund skutlferðir með börn í frístundir í hverj- um mánuði og í þær eyða foreldrar sam- tals rúmlega 100 þúsund klukkustundum og um 170 milljónum á mánuði. Þetta eitt og sér er stór hluti af óþarfri, mengandi og hættulegri umferð í hverfum borgarinnar. Í Grafarvogi hefur frábær árangur náðst með mótun grænnar samgöngu- stefnu en þar ganga nú 89% barna í skól- ann. Í hverfinu þar sem næstflest börn ganga í skólann er hlutfallið 66%. Í Grafar- vogi fer saman gott skipulag þar sem öryggi gangandi vegfarenda er mikið og samtaka- máttur allra helstu aðila í hverfinu um að gera gott hverfi betra. Næsta mál á dagskrá er að laga strætó betur að þörfum barna á leið í frístundir innan hverfisins samkvæmt tillögu Samfylkingar- innar um frístundastrætó í borgarstjórn í haust. Þetta þarf að gera í öllum hverfum borgarinnar til að draga úr þörf fyrir skutl og gera hverfin okkar barnvænni. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi og talsmaður Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngumálum. Burt með skutlið DOFRI HERMANNSSON Leyndó Slitastjórn Landsbanka Íslands hf. er stórkostlegt fyrirbæri. Hún neitar að upplýsa hvort og þá hve margir Íslendingar áttu inneignir á Icesave- reikningum Landsbankans. Þetta er leyndó segir skilanefndin en Árni Þór Sigurðsson bað um upplýsingarnar á Alþingi. Slitastjórnin ber fyrir sig bankaleynd og persónuvernd. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá að slitastjórnin geti ekki svarað því hvort og þá hve margir Íslendingar áttu Icesave- reikninga án þess að brjóta lög um bankaleynd og persónu- vernd. Er þetta enn eitt dæmið um þá lensku manna að leita allra leiða til að þurfa ekki að veita upplýsingar, bara til þess að þurfa ekki að veita þær. Á taugum Atburður gærdagsins í Byggðarenda í Reykjavík sýnir að aldrei er of varlega farið með vasaljós í görðum. Annar nýlegur atburður sýnir að aldrei er of varlega farið með leikfangabyssur í bílum þó að í hlut eigi tólf ára börn. Nema þessir atburðir sýni að lögregl- an er taugatrekkt. Málum bjargað Finnist einhverjum stjórnvöld halda illa á málefnum sparisjóðanna og Arion og Íslandsbanka getur sá hinn sami andað rólegar. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur nefnilega farið fram á að viðskiptanefnd löggjafarsamk- undu Alþingis fjalli um bæði málin. Sagan geymir ótal sannanir þess að ef eitthvað er að í samfé- laginu er best að ræða það í þingnefnd og allt verður gott og blessað. Vonandi tekur formaður viðskiptanefndar Guðlaug á orðinu og efnir til funda um þessi mál sem allra fyrst. bjorn@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.