Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 40
40 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR Óskir á aðventu UMRÆÐAN Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um íslenskt samfélag Aðventan er töfrandi tími. Í svörtu skammdegi göngum við í ævintýra- heim ljósa, tóna og fjölmargs annars sem rýfur hversdaginn, boðar þá hátíð sem fer í hönd, kveikir tilhlökk- un í brjósti þeirra ungu og minnir okkur sem komin erum til ára á gamla eftirvæntingu. Aðventan er þó einnig brothættur tími sem getur gengið okkur úr greip- um. Það er ætíð hætta á að hún snúist í andhverfu sína. Þá koðna tákn hennar niður í glys, glaum og glamúr. Kyrrð víkur fyrir skarkala, hvíld fyrir kapp- hlaupi, athygli beinist frá hinu innra að hinu ytra. Vöxtur og uppbygging þoka þá fyrir samanburði, samkeppni, lúxus og bruðli eins og við þekkjum frá liðnum tíma þenslu og útrásar. Þegar aðventan snýst þannig verður hún auðveldlega tími kröfu og kvíða. Aðventan er tími sem við erum hvött til að taka frá og helga með sérstökum hætti undirbúningi en umfram allt von. Séum við Íslendingar í þörf fyrir eitt- hvað á þeim tímum sem við lifum nú er það einmitt vonin. Mörg okkar hafa kynnst vonbrigðum og vonleysi á undan- gengnu ári. Gefðu mér … En hvers vonum við? Það er samvisku- spurning sem okkur ber öllum að leita svara við sem einstaklingar og sem þjóð. Hvers vonum við til lengri og skemmri tíma? Samviskuspurning er þetta vegna þess að svarið afhjúpar gildismat okkar, sýnir hvað það er sem við teljum gæfu okkar grundvallast á og festum traust okkar við, það sem við álítum að veiti okkur hamingju. Ætli vonir okkar sem einstaklinga séu ekki svipaðar þegar grannt er skoð- að þótt ólíkt sé bæði sinnið og skinnið? Vonum við ekki öll sem erum foreldrar að börnum okkar vegni vel; vonum við ekki öll að við og þau sem standa okkur næst megum njóta lífsgæða; að við sjálf verðum þeim vanda vaxin að reynast gott fólk sem getur tekist á við vanda lífsins af æðruleysi, heiðarleika og sam- hygð með öðrum? Hitt er óljósara hvers við vonum sem blekkt þjóð í vanda. Kann að vera að við Íslendingar vonum það eitt að krossi hrunsins verði sem fyrst létt af okkur, að byggingarkranarnir megi sem fyrst fara að hreyfast, að tími stórfram- kvæmda muni sem fyrst renna upp, að allt falli í sömu skorður og fyrir hrun, jafnvel að þensla megi að hefjast að nýju, að lífshættir ársins 2007 megi verða mögulegir sem allra fyrst? Ein- hvern tíman var sungið: „Gömlu, góðu dagana gefðu mér …“ Lýsir sú hending væntingum íslenskrar þjóðar í rúst- unum eftir útrásina? Leitum við þess vegna skjótvirkra lausna í nýjum og stærri álverum, öflugri orkuverum og öðrum stórframkvæmdum − töfralausn- um? Heilsurækt dyggðanna Á þjóðfundinum 14. nóvember reyndu fundarmenn að skilgreina gildismat sitt og þar með þjóðarinnar. Heiðar- leiki hafnaði þar í fyrsta sæti, virð- ing kom númer tvö, því næst jafnrétti og réttlæti, kærleikur og ábyrgð. Það er óvíst að þessi listi lýsi raunverulegu gildismati íslensku þjóðarinnar. Og það er ljóst að hann lýsir ekki eiginleikum okkar. Við erum ekki heiðarleg, rétt- lát, ábyrg og kærleiksrík þjóð. Við leit- uðum þvert á móti auðfengins, verald- legs gróða meðan tækifæri gafst og það er ekkert sem bendir til annars en við gerum það enn. Gildaskrá þjóðfundar- ins er fyrst og fremst óskalisti. Okkur dreymir um heiðarleika, virðingu, jafn- rétti, réttlæti og allt hitt sem talið var. Og það er gott! En vonum við aðeins að aðrir reynist heiðarlegir, réttlátir, ábyrgir og trausts verðir eða ætlum við að keppa eftir að lifa svo sjálf á þessari aðventu og inn í framtíðina? Aðventan er öðrum þræði föstutími, tími iðrunar og yfirbótar, tími til prófa sig sjálfan eða sjálfa, að keppa eftir og æfa sig í einmitt þeim dyggðum sem þjóðfundurinn skilgreindi. Aðventan er tími ábyrgðar. Öxlum þá ábyrgð! Þá getum við horft vongóð fram á við, vænst hér „gróandi þjóðlífs með þverr- andi tár“ eins og sungið verður við upphaf nýs árs, nýrrar framtíðar. Höfundar eru guðfræðingar. ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR HJALTI HUGASON ANNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR BALDUR KRISTJÁNSSON PÉTUR PÉTURSSON SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR Okkur dreymir um heiðarleika, virð- ingu, jafnrétti, réttlæti og allt hitt sem talið var. Og það er gott! En vonum við aðeins að aðrir reynist heiðarleg- ir, réttlátir, ábyrgir og trausts verðir eða ætlum við að keppa eftir að lifa svo sjálf á þessari aðventu og inn í framtíðina? Faxafeni 8 108 Reykjavík Sími: 534 2727 www.alparnir.is SNJÓBRETTAPAKKAR SOFTSHELL BUXUR KERRUPOKAR NOTAÐ UPP Í NÝTT DÚNÚLPUR M/LOÐKRAGA NORD BLANC UNDIRFATNAÐUR Termo Deluxe TANGIR YUMA GÖNGUSKÓR SKÍÐAPAKKAR MEÐ 20% AFSLÆTTI SNJÓBRETTA- OG SKÍÐAHJÁLMAR Pakki 1 TILBOÐ: Kr. 43.188 Bretti 108 og 110 Skór 35 og 37 JR. bindingar Pakki 2 TILBOÐ: Kr. 59.268 Bretti 125 til 155cm. Skór 39 til 46 SR. bindingar Dömu og herra, Treyja 5.995.- Buxur 4.995.- Verð frá: 9.995.- á börn Verð frá 12.995.- S.M.L Vatnsheldar Dömur frá kr. 24.995 Herra frá kr. 29.995.- Kerrupoki/svefnpoki. 100cm Fyrir þau allra minnstu -8 til +5 Verð: 5.995.- Hinar sívinsælu Softshell buxurnar komnar aftur fyrir gönguferðina, skíðaferðina og allt í öllu... Vatnsheldar í strets Verð: 19.995.- Fjölnota tangir í tösku, flott jólagjöf Stór: 4.995.- Lítil: 3.995.- Tökum notuð heilleg Carving skíði í stærðum 60 til 170 upp í bestu skíði fyrir þig GÓÐAR JÓLAGJAFIR Göngustafapar: 3-skiptur með hertum oddi Svamphandfangi Verð 9.995.- Jólatilboð 7.995.- Hitabrúsar í öllum stærðum 0,5. 0,7. 1L GÖNGUSTAFIR OFL. Vibram botn og gúmmíkantur Simpatex vatnsvörn Stærð 38 til 44 Verð: 34.995.- Jólatilboð 29.995.- Göngusokkar frá 1.995.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.