Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 46

Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 46
 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR „Við ólumst upp við það að mamma okkar, Guðborg Sig- tryggsdóttir, eða Dúlla eins og hún er kölluð, geymdi kjólana sína eins og gull en á rigning- ardögum fengum við að taka þá fram og prófa. Helga Sigurðar- dóttir, vinkona okkar á pósthús- inu, var ekki síður áhrifavald- ur í þessum efnum en hún gekk okkur í ömmu stað í barnæsku. Hún bjó í gömlu húsi við aðalgötu bæjarins og átti fullt herbergi af gömlum kjólum, pelsum, höttum og Benny Goodman grammó- fón-plötum. Hún leyfði okkur að máta að vild og er varla nokkur tískuspekúlant sem hefur horft á jafn margar tískusýningar og hún,“ segir Sigurveig Gísladóttir, yngsta systirin í hópnum. Systurnar Sigurveig, Guðrún og Ólafía María fóru af stað í lok síðasta árs og skipta aðallega við „vintage“-heildsölur á Englandi. „Við byrjuðum á því að hand- velja hvern einasta kjól á net- inu en fórum svo að panta bretti eins og flestar „vintage“-versl- anir gera. Þá fylgir hins vegar ýmislegt misjafnt með og ætlum við alfarið að snúa okkur að því að handvelja aftur en við velj- um þá eingöngu kjóla sem við getum hugsað okkur að eiga. Það er mun tímafrekara en jafnframt skemmtilegra og eru þetta kjólarnir sem rjúka út,“ segir Sigurveig en af facebook-síðu systr- anna að dæma, þar sem kjólarnar eru til sýnis, er um smekkkonur að ræða. Gleymmérei er ein- mitt fyrst og fremst netverslun auk þess sem verslunin popp- ar upp hér og þar með reglulegu millibili. „Við höfum meðal annars dúkkað upp á loftinu á Hótel Öldunni sem Guðrún systir og eigin- maður hennar eru meðal eigenda að. Þar höfum við efnt til kaffiboðs eða dömu- kvölds en auk þess höfum við sett upp útimarkaði, tískusýningar, heimsótt nágrannasveitarfélögin og fleira í þeim dúr enda lítum við ekki bara á þetta sem verslun held- ur ákveðna uppákomu eða viðburð. Sigurveig segir að á Seyðisfirði sé dásam- legur hópur kvenna sem hefur tekið Gleym- mérei opnum örmum. „Dömur á öllum aldri hafa stigið á svið og tekið þátt í tískusýning- um okkar, mætt í kaffiboð og á dömukvöld auk þess sem margar seyðfirskar konur eru farnar að klæð- ast kjólum dag eftir dag og hafa augljóslega gaman af því að klæðast einstökum kjólum sem minna á liðna tíð.“ Konur annars staðar á landinu geta kynnt sér úrvalið á face- book með því að slá inn leitar- orðið Gleymmérei. vera@frettabladid.is Systurnar hafði lengi langað til að gera eitthvað sniðugt saman og þar sem kjólaáhuginn er þeim í blóð borinn ákváðu þær að fara af stað með kjólaverslun. Sigurveig er hér fyrir miðju. MYND/SALBJÖRG RITA JÓNSDÓTTIR Ólafía María Gísladóttir hefur allt- af verið hrifin af gömlum kjólum eins og systur hennar. Guðrún í sínu fínasta pússi. Kjólasystur á Seyðisfirði Gleymmérei heitir „vintage“ kjóla- og fylgihlutaverslun á Seyðisfirði sem poppar upp hér og þar ásamt því að vera á Netinu. Verslunin er í eigu þriggja systra sem elska gamla kjóla og hafa alltaf gert. Lau 12.des kl. 10-16 Lau 19.des kl. 10-18 Þorláksmessa kl. 10-20 teg. 81103 - einn vinsælasti BH sem við höfum haft, fæst í mörgum litum í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- teg 7204 - mjúkur og flottur í BCDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 Fallegt trekkt vasaúr fyrir frímúrarana Verð með festi Kr 24.900 Auglýsingasími – Mest lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.