Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 46
17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
„Við ólumst upp við það að
mamma okkar, Guðborg Sig-
tryggsdóttir, eða Dúlla eins og
hún er kölluð, geymdi kjólana
sína eins og gull en á rigning-
ardögum fengum við að taka þá
fram og prófa. Helga Sigurðar-
dóttir, vinkona okkar á pósthús-
inu, var ekki síður áhrifavald-
ur í þessum efnum en hún gekk
okkur í ömmu stað í barnæsku.
Hún bjó í gömlu húsi við aðalgötu
bæjarins og átti fullt herbergi af
gömlum kjólum, pelsum, höttum
og Benny Goodman grammó-
fón-plötum. Hún leyfði okkur að
máta að vild og er varla nokkur
tískuspekúlant sem hefur horft
á jafn margar tískusýningar og
hún,“ segir Sigurveig Gísladóttir,
yngsta systirin í hópnum.
Systurnar Sigurveig, Guðrún
og Ólafía María fóru af stað í lok
síðasta árs og skipta aðallega við
„vintage“-heildsölur á Englandi.
„Við byrjuðum á því að hand-
velja hvern einasta kjól á net-
inu en fórum svo að panta bretti
eins og flestar „vintage“-versl-
anir gera. Þá fylgir hins vegar
ýmislegt misjafnt með og ætlum
við alfarið að snúa okkur að því
að handvelja aftur en við velj-
um þá eingöngu kjóla sem við
getum hugsað okkur að eiga.
Það er mun tímafrekara en
jafnframt skemmtilegra
og eru þetta kjólarnir
sem rjúka út,“ segir
Sigurveig en af
facebook-síðu systr-
anna að dæma, þar
sem kjólarnar eru
til sýnis, er um
smekkkonur að
ræða.
Gleymmérei er ein-
mitt fyrst og fremst
netverslun auk þess
sem verslunin popp-
ar upp hér og þar með
reglulegu millibili. „Við
höfum meðal annars
dúkkað upp á loftinu
á Hótel Öldunni sem
Guðrún systir og eigin-
maður hennar eru meðal
eigenda að. Þar höfum við
efnt til kaffiboðs eða dömu-
kvölds en auk þess höfum
við sett upp útimarkaði,
tískusýningar, heimsótt
nágrannasveitarfélögin
og fleira í þeim dúr enda
lítum við ekki bara á
þetta sem verslun held-
ur ákveðna uppákomu
eða viðburð.
Sigurveig segir að á
Seyðisfirði sé dásam-
legur hópur kvenna
sem hefur tekið Gleym-
mérei opnum örmum.
„Dömur á öllum aldri
hafa stigið á svið og
tekið þátt í tískusýning-
um okkar, mætt í kaffiboð
og á dömukvöld auk þess
sem margar seyðfirskar
konur eru farnar að klæð-
ast kjólum dag eftir dag
og hafa augljóslega gaman
af því að klæðast einstökum
kjólum sem minna á liðna tíð.“
Konur annars staðar á landinu
geta kynnt sér úrvalið á face-
book með því að slá inn leitar-
orðið Gleymmérei.
vera@frettabladid.is
Systurnar hafði lengi langað til að gera eitthvað sniðugt saman og þar sem kjólaáhuginn er þeim
í blóð borinn ákváðu þær að fara af stað með kjólaverslun. Sigurveig er hér fyrir miðju.
MYND/SALBJÖRG RITA JÓNSDÓTTIR
Ólafía María Gísladóttir hefur allt-
af verið hrifin af gömlum kjólum
eins og systur hennar.
Guðrún
í sínu
fínasta
pússi.
Kjólasystur á Seyðisfirði
Gleymmérei heitir „vintage“ kjóla- og fylgihlutaverslun á Seyðisfirði sem poppar upp hér og þar ásamt
því að vera á Netinu. Verslunin er í eigu þriggja systra sem elska gamla kjóla og hafa alltaf gert.
Lau 12.des kl. 10-16
Lau 19.des kl. 10-18
Þorláksmessa kl. 10-20
teg. 81103 - einn vinsælasti
BH sem við höfum haft, fæst í
mörgum litum í BC skálum á kr.
3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,-
teg 7204 - mjúkur og flottur
í BCDE skálum á kr. 3.950,-
buxur í stíl á kr. 1.950,-
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454
Fallegt trekkt vasaúr
fyrir frímúrarana
Verð með festi Kr 24.900
Auglýsingasími
– Mest lesið