Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 48

Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 48
 17. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● sængur og sængurver Ein stærsta rúmaverslun lands- ins var opnuð í Holtagörðum fyrir nokkru. Þar fást meðal annars koddar, sængur og rúmfatnaður í góðu úrvali, auk þess sem nokkuð er um vörur sem hafa verið sjaldséðar á íslenskum markaði. Rúmaverslunin Dorma var nýver- ið opnuð í Holtagörðum. Þar starf- ar Garðar Haukur Guðmundsson, sem hefur verið viðloðandi geir- ann í rétt rúman áratug og segir úrvalið í sængum, koddum og rúm- fatnaði aldrei hafa verið meira en nú. Til marks um það bjóðast við- skiptavinum Dorma vörur sem hafi hingað til verið illfáanlegar hérlendis. „Sem dæmi um það get ég nefnt að utan venjulegra sængur- stærða og barnastærða erum við með lengri einbreiðar sængur en gengur og gerist, eða 140x220, og svo tvíbreiðar sængur í stærð- inni 2x220. Fólk getur svo fengið utan um sængurnar sængurfatnað sem fæst hér í góðu úrvali. Í þess- um töluðu orðum erum við einmitt að taka upp úr 40 feta gámi fullum af rúmfatnaði gerðum úr bómull- arsatíni í öllum regnbogans litum, þar með talið rauðu, gráu, svörtu og klassískt hvítu. Þetta er þriðja sendingin á jafnmörgum mánuðum sem sýnir hversu mikil eftirspurn er eftir vörunni, en þess má geta að sænguverasett kosta frá 2.900 krónum sem eru ótrúleg verð á gæðavörum. Ekki er nóg með að verslun- in státi af sjaldséðum vörum hér- lendis heldur gefst viðskiptavinum kostur á að kaupa íslenska hönnun sem eingöngu er seld í Dorma. Sængurnar og koddarnir í verslun- inni eru þannig seldir undir merkj- um Dorma, hannaðir í samráði við íslenska sérfræðinga og fylltir með síberískum gæsadúni sem keyptur er í Danmörku. „Hvort tveggja er saumað sérstaklega með þvotta- vél og þurrkara í huga, áklæðið er því úr 100 prósent bómull og mjög sterkt. Þetta er þéttofið og þar af leiðandi með glansandi áferð og mjúkt,“ útskýrir Garðar og bætir við að sængurnar séu hólfaðar niður. Inntur eftir því hvort frekari nýjunga sé að vænta á næstunni, segir Garðar stefnt að því að bæta frekar við framboðið í versluninni í þeim tilgangi að koma til móts við ólíkar þarfir neytenda ásamt því að skapa fyrirtækinu sérstöðu á ís- lenskum markaði. „Áhersla er svo auðvitað lögð á að bjóða upp á gæði á góðu verði.“ Uppfyllum ólíkar þarfir „Þetta er bara mjög skemmtilegur og lifandi bransi og maður kynnist nýju og áhugaverðu fólki á hverjum degi,“ segir Garðar, starfsmaður hjá Dormu, en hann hefur verið viðloðandi þennan geira í rétt rúman áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ●SÆNGURDAGURINN MIKLI 29. febrúar 2008 var dagsetningin á fyrsta sængurdeginum í Bretlandi, eða 1st National Duvet Day upp á engilsaxnesku. Viðburðurinn var meðal annars auglýstur á Facebook af vef- síðunni duvetday.org, og gekk út á að hvetja fólk til að taka sér frí úr vinnu eða skóla í einn dag og minnka þannig kolefnislosun út í umhverfið. Sam- kvæmt upplýsingum á vefsíðunni tóku um 80.000 manns þátt í framtak- inu. Aukinheldur er fólk hvatt til að taka sér einn slíkan frídag á fjögurra ára fresti, sem þýðir að næsti sængurdagur verður árið 2012. Hugtakið sængurdagur á rætur sínar að rekja til breska almannatengsla- fyrirtækisins August One Communications. Árið 1997 hóf fyrirtækið að bjóða starfsfólki sínu upp á að taka sér einn skilyrðislausan frídag á ári. „Við byrjuðum að bjóða upp á sængurdaga vegna þess að við gerðum okkur grein fyrir að allir upplifa daga þar sem þeir geta ekki hugsað sér að fara í vinnuna,“ útskýrði Katherine Nicholls, mannauðsstjóri fyrirtækisins á sínum tíma. „Áður hefði fólk hringt sig inn veikt á slíkum dögum, en það sem er svo frábært við sængurdagana er að fólk þarf ekki að þykjast eða fá samviskubit yfir því að taka sér frí.“ Fleiri fyrirtæki munu hafa fylgt fordæminu, en líklega er best að hafa samráð við viðkomandi yfirmann eða skólayfirvöld áður en fólk tekur sér óundirbúinn sængurdag. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 ● GSM FORTÍÐAR Hvít lök geta haft víðtækara hlutverk en að vera undirvoð í rúm. Þau geta líka verið notuð til merkjasendinga. Á árum áður, þegar fjarskipti voru með frumstæðum hætti og engir GSM-símar komn- ir til sögunnar voru lök stundum notuð sem skilaboðatæki. Ef ná þurfti í einstakling sem var við vinnu langt frá bæ, en þó í sjónmáli, var stundum breitt hvítt lak á áberandi stað. Ef bæjarhóll var fyrir hendi var hann kjör- inn fyrir slík fjarskipti, annars steinn, gluggi eða þekja. Sá sem var úti á akrinum vissi þá að hann þyrfti að koma heim vegna áríðandi símtals eða af öðrum ástæðum. Þetta var kallað „að breiða á“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.