Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 49
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 3sængur og sængurver ● fréttablaðið ●
Fjölskyldufyrirtækið RB rúm
stendur við Dalshraun í Hafn-
arfirði. Þar fást falleg rúmföt á
allar tegundir rekkjuvoða og
rúmin sjálf líka.
Húsgagnabólstrun Ragnars
Björnssonar ehf. stendur á göml-
um grunni í Hafnarfirði en fyr-
irtækið hefur búið til rúm fyrir
Íslendinga í sextíu og sex ár.
Fyrirtækið hefur frá upphafi
haft að markmiði að uppfylla þarf-
ir viðskiptavina sinna ásamt því
að vera í fararbroddi við þróun
og framleiðslu springdýna. Þetta
er fjölskyldufyrirtæki og nú er
það dóttir Ragnars, Birna, sem
rekur fyrirtækið. „Ég byrjaði á
kústinum og hef unnið mig upp,
er lærður bólstrari og hef verið
hérna síðan 1981,“ segir Birna og
er auðheyrt að hún er stolt af arf-
leifð sinni. Sem er ástæða til því
fyrirtækið hefur um árin selt þús-
undir rúma og dýna til ánægðra
viðskiptavina um land allt. Í dag
hefur fyrirtækið fært út kvíarnar
og selur nú flest það sem þarf í og
umhverfis rúmin sjálf líka. Birna
segist hafa fundið fyrir því að það
sé í tísku í dag að velja íslenskt og
þar komi RB rúm sterk inn. Og
hún fagnar því enda hefur hagur
verslunarinnar verið samofinn
fjölskyldu hennar í fjömörg ár og
ekki má gleyma því að með hverju
rúmi skapast störf á Íslandi.
„Við getum hannað rúmin hvern-
ig sem fólk vill, gert það sem fólk
biður okkur um,“ segir Birna og
bætir því við að allir fylgihlut-
ir með rúmum, kistur, gaflar og
þess háttar sem er til í búðinni séu
búnir til hjá fyrirtækinu. „Nema
sængurverin og rúmfötin sem eru
til í miklu úrvali hjá okkur og við
flytjum inn. Þó er silkidamaskið
saumað hérlendis og það er hægt að
fá í öllum stærðum og gerðum.“
Þegar ekki vinnst tími til að
búa um rúmið er rúmfatakista
mikið þarfaþing og aðspurð segir
Birna að þær séu mjög vinsælar.
„Svo erum við líka með náttborð
og gafla í stíl við þá,“ segir hún.
Þá er líka hægt að fá draumapúð-
ann sinn saumaðan í þeirri stærð
og lögun sem óskað er. „Við erum
með allar stærðir af púðum en svo
getum við líka búið til það sem fólk
vill.“
Allar nánari upplýsingar fást á
heimasíðunni www.rbrum.is.
Rúmfatakistur og allar
tegundir rekkjuvoða
Birna Ragnarsdóttir selur fjölbreytt úrval sængurfata í fjölskyldufyrirtækinu RB rúm.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Púðar geta oft sett punktinn yfir
i-ið þegar leitað er eftir heildar-
mynd stofu eða svefnherberg-
is. Fallegur púði gerir fallega
ábreiðu enn betri og lífgar upp á
sófasettið.
Að sama skapi geta ljótir púðar
gert illt verra en þó má oft hafa
gaman af þeim, sérstaklega þegar
húmorinn er hafður að leiðarljósi
eins og hönnuðir þessara púða sem
hér fylgja hafa greinilega haft.
Hér má sjá púða í formi búks
og handleggs fyrir einmana konur
sem langar í kærasta til að knúsa,
sushi-púðar fyrir þá sem vilja
leika við matinn sinn og leggja-
púðar fyrir karlmenn sem vilja
hvíla höfuðið í skauti einhvers.
Svo er það auðvitað hestshausinn
úr Godfather-myndunum, en varla
getur það verið þægilegt að vakna
upp við slíkan ófögnuð á hverjum
morgni. - sg
Pínlegir púðar
„Hizamakura“ eða kjöltupúði kallast
þessi stórfurðulegi koddi sem er
japönsk uppfinning. NORDICPHOTOS/AFP
Hestshausinn úr Godfather-myndinni var þessum púðahönnuði innblástur.
Hver þarf kærasta þegar maður á kær-
astapúða?
Sushi
er gott á
bragðið en
einnig er
gott að
liggja á
því.
Hafnarfirði