Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 52

Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 52
 17. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● sængur og sængurver Allar sængur og koddar í IKEA eru flokkuð eftir ákveðnu kerfi sem hefur not- ið vinsælda. Verslunin býður einnig upp á rúmföt í miklu úrvali. „Fyrir um tveimur árum byrjuð- um við að gefa sængum hlýjustig og koddarnir eru flokkaðir eftir stífleika. Hlýjustig eitt er svöl sæng, hlýjustig tvö kallast með- alhlýtt en er í raun hlýtt, og hlýju- stig fimm þýðir að um mjög hlýja sæng er að ræða. Sængurnar eru hlýrri eftir því hversu mikið magn er í þeim, og koddarnir stífari ef meira er í þeim,“ segir Guðrún Þorgilsdóttir, svæðis- stjóri búsáhalda- og vefnaðar- vörudeilda hjá IKEA. IKEA býður bæði upp á sængur úr gerviefni og dúnsængur, sem allar eru ofnæmisprófaðar og fara í gegnum sömu gæðastuðuls- prófunina, og segir Guðrún hlýju- stigin hafa vakið mikla lukku. „Allar sængurnar í IKEA eru af gerðinni MYSA og eru miklar gæðasængur. Millihlýjustigið er vinsælast. Þær eru dálítið „djúsí“ og unga fólkið kann mjög vel að meta það, biður mikið um það sem það kallar hjónasæng, eða tvíbreiða sæng.“ Hún segir að sumum þyki sængur í fimmta hlýjustigi hrein- lega vera of hlýjar. „Til að bregð- ast við því vandamáli bjóðum við upp á sængur sem við köllum 1+3, en það eru í raun tvær sængur sem er smellt saman og sundur. Önnur þeirra er með hlýju stigið 1 og hin hlýjustig 3. Þegar hlýtt er á sumrin er hægur leikur að taka aðra sængina af og nota bara eina, og á köldum vetrar- nóttum er upplagt að nota tvær sængur. Þetta er mjög vinsælt. Við leggjum líka heilmikið upp úr góðu verði og hægt er að fá sængur frá allt niður í 795 krónur. En úrvalið er auðvitað fjölbreytt og verðið í samræmi við það,“ segir Guðrún. Koddarnir sem á boðstólum eru í IKEA skiptast einnig í þrennt eftir stífleika: Mjúka, millistífa og stífa. „Heilsukoddarnir eru af gerðinni GOSA og eru mjög góðir. Almennt séð virðist fólk í auknum mæli vera að gera sér grein fyrir því að það skiptir máli á hverju það sefur. Það á ekki síst við um blessuð börnin, því ekki má móta hálsinn á þeim of snemma. Mjúkir koddar eru bestir fyrir börnin og við seljum mikið af þeim,“ segir Guðrún. Auk sænga og kodda býður IKEA upp á sængurföt í miklu úrvali. Að sögn Guðrúnar hefur brúnn verið einn vinsælasti litur- inn hjá fullorðnu fólki undanfarin tvö til þrjú ár. Unglingarnir virð- ast hins vegar vera mest fyrir svart og hvítt, og ekki er verra ef ýmiss konar munstur fylgja með. „Það eru tískusveiflur í þessu eins og öllu öðru. En fyrir jólin selst allt sem er rautt og hvítt eins og heitar lummur, og gild- ir þá einu hvort um er að ræða rúmföt, handklæði, sturtuhengi eða baðmottur. Rauði liturinn heillar,“ segir Guðrún. Hlýjustigskerfið heillar ● AÐEINS Á FÆRI EFNAÐRA Koddar voru í upphafi ein- göngu notaðir af vellauðugu fólki. Til marks um það hafa þeir fundist í grafhvelfingum frá tímum Forn-Egypta. Vegna þess hversu vanda- samt þótti að sauma og lita efnin sem notuð voru í kodda var á tíma- bili litið á þá sem hálfgerð listaverk. Vandlega skreyttir koddar urðu því að dýrri verslunarvöru, fyrst í Kína og Persíu og síðar í Evrópu á miðöldum. Frá lokum fimmtándu aldar og til upphafs þeirrar sautj- ándu var álitið að aðeins barnshafandi konur þyrftu á koddum að halda. Það var ekki fyrr en í iðnbyltingunni sem tekið var að framleiða skreytta kodda og sömuleiðis textíl í stórum stíl. Við þetta má síðan bæta að ekki nota allir kodda með mjúkri fyllingu. Þeir kínversku eru til að mynda gerðir úr alls kyns steini, málmi og við. Að sögn Guðrúnar eru fullorðnir hrifnir af brúna litnum en unglingar af svörtu og hvítu. Allt sem er rautt og hvítt selst hins vegar eins og heitar lummur fyrir jólin. Allar sængurnar í IKEA eru ofnæmisprófaðar. Guðrún segir fyrirtækið leggja mikið upp úr góðu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.