Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 53

Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 53
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 7sængur og sængurver ● fréttablaðið ● Svona sængurver er til þess fallið að lina næturþjáningar þeirra ein- hleypu sem dreymir um samband. Eða ekki. Stundum þarf ekki annað en að skipta um sængurver til að öðlast draumalíkamann. Líffæri líkamans á sængurveri eru til margra hluta nytsamleg, til dæmis að hræða pirrandi foreldra sem ætla að vekja þig í skólann. Gárungar finnast í flestum stéttum og störfum um allan heim og sængur- verageirinn er engin undantekning. Hér gefur að líta nokkur skemmti- leg og skrautleg sængurver. Sniðug sængurver Twister-spilið er vinsælt víða um heim. Með þessu sængurveri er hægt að spila og sofa um leið. Damask-bómull og springdýn- ur þekktust ekki í torfbæjun- um í gamla daga. Dúnsængur voru þó þekkt fyrirbrigði og hafa staðið fyrir sínu í gegnum aldirnar. „Eins og þetta var í torfbæjum fyrr á öldum þá sváfu menn í rúmum eins og í dag,“ segir Ágúst Georgsson, fagstjóri þjóðhátta á Þjóðminjasafni Íslands. Ágúst þekkir nokkuð til aðstæðna í torf- bæjum í gegnum starf sitt og segir að fólk hafi ekki haft sérlega merkilegar dýnur undir sér miðað við það sem þekkist í dag. „Margir notuðu hey í dýnurnar en þeir sem betur voru settir áttu svokallaðar undirsængur en í þeim var fiður, oft af sjófuglum eða rjúpum. Ofan á sér höfðu menn yfirsængur úr fiðri eða æðardúni, sérstaklega þar sem mikið var um æðarfugl. Dúnsængur voru léttari og hlýrri og hafa væntanlega verið dýrari.“ Hann bætir við að fiður hafi alltaf verið notað í kodda. „Sagt er að rúmin hafi verið styttri þá heldur en þau eru í dag, þannig að menn réttu ekki alveg eins mikið úr sér þegar þeir sváfu og hafa eitthvað þurft að draga saman skankana,“ segir Ágúst og áréttar að það hafi farið eftir efni og aðstæðum hvað Íslendingar gátu lagt mikið í rúmin, margir fá- tæklingar hafi til dæmis haft torf í botninn. „Yfirleitt sváfu tveir í hverju rúmi og alltaf af sama kyni nema ef um hjón var að ræða. Börn og unglingar sváfu oft hjá full- orðnum, móðir hjá dóttur og faðir hjá syni. Börn voru mörg saman í rúmi. Þetta var gert til að halda á sér hita og spara pláss en venju- lega var fólk allsbert í rúmunum. Á sumum betri bæjum voru sérstök húsbændaherbergi,“ segir Ágúst. Rúmin sjálf voru smíðuð úr fjölum og voru föst gafl í gafl og í raun hluti af innréttingunni. Í þeim var ekki einungis sofið heldur einnig matast og þar sat fólk við vinnu sína. - nrg Margt breyst í aldanna rás Á baðstofunni á þriðju hæð Þjóðminjasafns Íslands er að finna rúm eins og þau þekktust hér áður fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.