Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 54
 17. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● sængur og sængurver Rúmfatalagerinn heitir ekki svo út af engu. Þar er lager af rúmfötum sem alltaf er í stöðugri endurnýjun. Vala Karen Guðmundsdóttir er innkaupastjóri vefnaðarvöru fyrir allar verslanir Rúmfatalag- ersins á landinu og veit allt um nýjungar í heimi sængurfata. „Það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að gerast í sængur- fatadeildinni. Stór mynstur í rúm- fatnaði hafa verið áberandi á sýn- ingum erlendis og eru að skila sér hingað, röndótt hefur gengið mjög vel líka,“ segir Vala Karen og held- ur áfram. „Meirihlutinn af okkar rúmfatnaði kemur frá Jysk í Dan- mörku, þessu stóra danska batt- eríi sem við erum hluti af og það verður að segjast eins og er að það er ansi duglegt að koma með ný mynstur og nýja liti. Jysk-búð- irnar í heiminum skipta hundruð- um, fyrirtækið framleiðir sæng- urföt í þær allar og því getum við boðið svona gott verð eins og raun ber vitni.“ Rúmfatalagerinn kaupir einn- ig inn sængurverasett beint frá Kína sem saumuð eru eingöngu fyrir íslenskan markað að sögn Völu Karenar. „Settin okkar eru úr bómullarsatíni og damaski og eru gæðaleg og vönduð,“ segir hún og nefnir að meðal annars séu tvö sett seld saman í nokkurs konar möppu sem henti vel sem brúðargjöf eða jólagjöf handa pari. „Þetta eru damasksett, virkilega fín og þau eru til í hvítu og kremuðu, þessu klassíska sem alltaf gengur.“ Vala Karen segist þora að full- yrða að engin verslun á Íslandi sé með annað eins úrval af sængur- verasettum og Rúmfatalagerinn. „Hér er hægt að velja alveg frá því ódýrasta og upp í dýr og fín rúm- föt. Ég held að fólk þekki þetta. Því kemur það til okkar þegar það vantar sængurverasett, hvort sem er í ódýrari kantinum eða dýrari og vandaðri.“ Hún bendir á úrval ungbarnasetta og gleymir ekki að geta um barna- og unglingaverin með Hello Kitty, Bangsímoni og Spiderman, né heldur rúmfatnað- inn með merkjum ensku fótbolta- liðanna Manchester og Liverpool. Vala Karen kveðst hafa verið handavinnukennari í Álftanesskóla áður en hún gerðist innkaupastjóri en eiga þó líka fortíð í Rúmfata- lagersbúðunum, bæði í Holtagörð- um og í Hafnarfirði. Spurð hvort hún hafi ekki orðið yfirgripsmikla þekkingu á taui og vefnaðarvöru svarar hún að bragði. „Jú, ég þyk- ist hafa einhverja þekkingu á þessu og svo er ég alltaf að læra meira og meira. Þetta er mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf.“ Ný og skemmtileg mynstur „Hér er hægt að velja alveg frá því ódýrasta og upp í dýr og fín rúmföt,“ segir Vala Karen innkaupastjóri allrar vefnaðarvöru í Rúmfatalagernum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANOTN ● VALLI OG POTTER Á E-BAY Ótrúlegustu hlutir eru til í heiminum, og næsta víst að þeir fást á vefsvæð- inu www.e-bay.com. Fréttablaðið gerði stikkprufu á því hvað er í boði af sæng- urfötum á þessari heimsfrægu vefsíðu. Þar var meðal annars hægt að kaupa sængurföt frá 1991 með myndum af Valla, eða Hvar er Valli? Verðið á sængurfötunum var um 19 doll- arar. Einnig var hægt að fjárfesta í gamaldags litríku bútasaums- sængurveri í frábæru ásigkomu- lagi á 19,99 dollara. Svo má nefna Harry Potter-rúmfötin sem þegar var búið að bjóða 5,95 dollara í en enn er opið fyrir fleiri boð ef áhugi er fyrir hendi. Nú er bara að stökkva til, eða hvað? ● VER MEÐ MILLIVERKI Sængurver með hekluðum milliverkum hafa löngum þótt eiguleg enda mikil vinna verið í þau lögð. Þegar slíkt sængurver er búið til er byrjað á að setja milliverkið í áður en hliðarsaumar eru saumaðir. Fimm- tíu sentimetrar eiga að vera niður að milliverki frá efri brún versins og reikna þarf með tveimur sentimetrum í innafbrot. Verið er tekið í sundur með því að klippa svolítið upp í jaðar efnisins og rífa það að jaðrinum hinum megin og klippa hann sundur. Milliverkið er fyrst þrætt í og síðan handsaumað í með varpspori frá röngunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.