Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 70

Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 70
50 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Ari Kristinsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda Ágúst Guðmundsson Forseti BÍL Ásdís Thoroddsen f.h. Félags sjálf- stæðra kvikmyndaframleiðenda Björn Brynjúlfur Björnsson formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar. Friðrik Þór Friðriksson formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra Hjálmtýr Heiðdal formaður Félags kvikmyndagerðarmanna Randver Þorláksson formaður Félags íslenskra leikara Á laugardag mun Þjóðfræði- stofa blása til þjóðfræðiþings, útgáfuhófs og menningardag- skrár. Auk þess að miðla af rannsóknum verður leikin tónlist, sýndar kvikmyndir og haldið upp á nýjar útgáfur. Þá munu höfundar lesa upp úr nýútgefn- um ritum. Jólaspjallið verður haldið í Bragganum á Hólmavík en Café Riis býður upp á létt jólahlaðborð á vægu verði. Á dagskrá eru Kristinn Schram, for- stöðumaður Þjóðfræðistofu, sem segir frá starfseminni á árinu; Óli Gneisti Sóleyjarson þjóð- fræðingur segir frá nýútkominni bók sinni, Eve Online, sem gefin er út af Þjóðfræðistofu, Jón Þór Pétursson þjóðfræðingur segir frá doktorsrannsókn sinni og rann- sóknarverkefni Þjóðfræðistofu um íslenska matarhefð; Katla Kjartansdóttir, verkefnastjóri á Þjóðfræðistofu, segir frá sam- tímasöfnun á leikjum íslenskra barna; Sigurður Atlason, fram- kvæmdastjóri Strandagaldurs, kynnir samstarfsverkefni um jólaendurminningar Stranda- manna; Jón Jónsson, menning- arfulltrúi og þjóðfræðingur og flytur jólahugvekju. Söngflokk- urinn Fúmm fúmm fúmm flytur jólalög og höfundar lesa upp úr verkum sínum: Vilborg Davíðs- dóttir les úr Auði og Eiríkur Örn Nordahl úr Gæsku. Þá verður sýnd heimildarmyndin Leitin að Gísla Suurinpojka. - pbb Dagskrá í Bragganum á Hólmavíkath. kl. 20 í Friðrikskapellu við Valsheimilið. Tónlistarveisla í skammdeginu sem gleður sálu og hjörtu: Tónlistarhóp- urinn Mandal: Bára Grímsdóttir, Chris Foster, Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson, halda tón- leika í kvöld. Lögin eru bæði gömul við nýjar útsetningar og ný, samin af Báru og Helgu. Einnig verða flutt ensk jólalög úr þorpum frá heima- héraði Chris í Suður-Englandi. Lögin eru útsett af Mandal á ýmsan hátt, allt frá einni rödd upp í fjórar radd- ir og leikið verður á gítar, langspil, bouzouki og kantele. MENNING Óli Gneisti kynnir rannsókn sína á útrásarsögunni Eve Online. > Ekki missa af Kristjana Stefánsdóttir söngkona heldur tónleika í kvöld ásamt tríói skipuðu þeim Kjartani Valdemarssyni á píanó, Gunnari Hrafnssyni á bassa og Pétri Grétarssyni á trommur. Tónleikarnir hefjast í forsal Borgarleikhússins kl. 22. Þetta eru árlegir jólatónleikar kvartettsins sem hafa nú verið færðir inn í Borgarleikhúsið. Fullt hefur verið út úr dyrum undanfarin ár á tónleikum kvartettsins og mikil jóla- stemning. Þekktir gestir úr Borgarleikhúsinu munu taka lagið með Kristjönu og tríóinu. Á sunnudag verða jóla- tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju og þar verða fluttir þrír af Brandenborgarkonsertum Bachs, nr. 2., 4., og 5. Á tónleikunum kveður Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, sem leitt hefur allt starf Kammersveitarinnar frá upphafi 1974, sveitina og leikur einleikinn í nr. 5. Aðrir einleikarar á tónleikunum eru ekki af verri endanum: Ásgeir H. Steingrímsson á trompet, Martial G. Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir á flautur, en þau leika á japanskar tréflautur, sem eru smíðaðar í nútímastillingu og með klöppum, en hafa mýkri og þýðari tón en hinar hefðbundnu málm- flautur. Matthías Birgir Nardeau, sonur þeirra, leikur á óbó, Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu og Javi- er Núnes á sembal. Javier Nunes lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- háskólanum í Den Haag og kemur fram víða í Evrópu bæði sem ein- leikari og í barokksveitum. Javier býr nú og starfar í Palma á Mall- orca og lék þar á tónleikum með Skálholtskvartettinum sumar- ið 2008. Íslensku einleikararnir eru tónlistaráhugamönnum allir kunnir fyrir áralangt framlag sitt til flutnings á tónlist. þetta er ekki í fyrsta sinn sem kammersveitin leikur Branden- borgarkonsertana: Í tilefni af 25 ára afmæli Kammersveitarinn- ar voru á tvennum jólatónleikum 1998 fluttir allir Brandenborg- arkonsertar Bachs, sex að tölu. Jaap Schröder leiddi hljómsveit- ina og voru konsertarnir teknir upp til útgáfu. Sú útgáfa Smekk- leysu, SMC3, hlaut mikið lof bæði hér á landi og í hinu virta tímariti Grammophone. Kammersveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaun- in fyrir þessa upptöku. Þetta er 36. árið sem Kamm- ersveitin efnir til jólatónleika skömmu fyrir jól. Hefðin frá upp- hafi hefur verið að leika eingöngu tónlist frá barokktímanum á þess- um tónleikum. Þeir hefjast kl. 16. pbb@frettabladid.is Brandenborgarkonsertar fluttir á sunnudaginn MENNING Kammersveit Reykjavíkur kveður á jólatónleikum sínum í Áskirkju Rut Ingólfsdóttur sem hefur stýrt sveitinni frá upp- hafi, þjóðhátíðarárið 1974. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Öllum er ljóst að skera þarf niður útgjöld ríkisins. Það gildir jafnt um menningarmál sem aðra málaflokka. Okkur undirrituðum þykir hins vegar ótækt hve hart er gengið að kvikmyndagerð- inni umfram aðrar listgreinar og raunar umfram aðrar starfs- greinar þessa lands. Samkvæmt síðustu fregnum verður framlag til Kvikmynda- miðstöðvar lækkað um 140 millj- ónir frá framlagi síðasta árs, sem er tæplega fjórðungs lækkun. Sé hins vegar miðað við samning þann sem kvikmyndagerðin undir- ritaði ásamt þremur ráðherrum við hátíðlega athöfn í Ráðherra- bústaðnum árið 2006 er lækkunin rúmur þriðjungur. 140 milljónir jafngilda tveggja ára framlögum úr Sjónvarpssjóði. Varla er það vilji Alþingis að leggja af þær vinsælu og almennt vel heppn- uðu þáttaraðir sem framleiddar eru fyrir atbeina sjóðsins. Opinbert framlag nemur aldrei meira en helmingi kostnaðar við hvert einstakt verkefni. Niður- skurður um 140 milljónir nemur því a.m.k. helmingi hærri upp- hæð til greinarinnar eða a.m.k. 280 milljónum. Erfitt er að finna þá listgrein sem leggur jafnmikið til þjóð- arbúsins og kvikmyndagerð- in. Rök hafa verið að því leidd að ríkið fái allt sitt framlag til baka og vel það. Þau rök virðast ekki hafa sannfært þá sem ráða Íslandi nú. Því skal svo haldið til haga að verðmætasköpun í kvikmynda- gerðinni er tvenns konar: í bein- um tekjum og í menningarauði. Íslenskar kvikmyndir eru hið raunverulega þjóðarleikhús – myndirnar eru teknar upp um land allt og þær fara auðveldlega fyrir augu allra, hvar á landinu sem fólk býr. Þær hafna gjarnan í sjón- varpinu, þar sem þær hafa löng- um verið helsta leikna innlenda efnið, einkum á stórhátíðum. Enn fremur eru þær fluttar til útlanda, sýndar í kvikmyndahús- um og í sjónvarpi víða um heim. Kunnugir telja að fátt sé betri landkynning en íslenskar kvik- myndir. Þær eru hin óbeina aug- lýsing sem gagnast betur en bein sölumennska. Á tímum niður- lægingar Íslands er meiri þörf á slíku en nokkru sinni fyrr. Við skorum á ráðamenn þjóðar- innar að beita skynsemi og draga enn úr niðurskurði á framlögum til Kvikmyndamiðstöðvar. Opið bréf til ráðamanna: Kvikmyndahaustið? 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Meiri hamingja Tal Ben-Shahar Mannasiðir Egill “Gillz” Einarsson Heitar laugar á Íslandi Jón G. Snæland Núl núll 9 Þorgrímur Þráinsson Jólasyrpa 2009 Walt Disney Svörtuloft Arnaldur Indriðason Ef væri ég söngvari Ragnheiður Gestsdóttir Vigdís Páll Valsson Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Karlsvagninn Kristín Marja Baldursdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 09.12.09 – 15.12.09
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.