Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 72

Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 72
52 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 17. desember 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Tónlistarhópurinn Mandal held- ur jólatónleika í Friðrikskapellu við Vals- heimilið að Hlíðarenda. 20.00 Gunnar Þórðarson og Svavar Knútur halda tónleika ásamt strengja- sveit í Fríkirkjunni í Reykjavík. 20.00 Orgeljól í Lágafellskirkju. Douglas Brotchie organisti flytur verk eftir m.a. Bach og D. Zipoli. Einnig kemur fram á tónleikun- um Sigrún Jónsdóttir söngkona. 20.30 Snorri Helgason heldur útgáfutóneika í Þjóðleikhús- kjallaranum við Hverfisgötu. Einnig koma fram Ríó tríó og Sigríður Thorlacius ásamt Heið- urspiltum. Húsið verður opnað kl. 20. 20.30 Esther Jökulsdóttir ásamt karlatríói og hljómsveit flytur lög Mahal- iu Jackson á tónleikum í Laugarneskirkju við Kirkjuteig. 20.30 Egill Sæbjörnsson verður með tónleika í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Enginn aðgangseyrir. 22.00 Kristjana Stefánsdóttir og tríó verða með jólatónleika í Borgarleikhús- inu við Listabraut. ➜ Opnanir 21.00 Ljóðskáld Nýhils og list- menn Crymo opna sýningu og verða með ljóðalestur hjá gallerí Crymo að Laugarvegi 41a. Allir velkomnir. ➜ Markaðir Jólamarkaður og opin vinnustofa í Hönnunarsafni Íslands að Lyng- ási 7-9 (efri hæð) í Garðabæ kl. 14-18. Fyrir markaðnum standa Lúka Art & Design. Það er mikið að gera hjá þeim Abba-bræðrum þessa dagana: bandið verður tekið inn í Frægðarhöll rokks og rólsins í Ameríku á Waldorf Astoria hinn 15. mars en þá eru 25 tilskilin ár liðin frá því hljómsveitin átti lag í fyrsta sæti vestanhafs. Hljómsveit Benny, BAO, var tilnefnd í vikunni til Grammy-verðlauna í Sví- þjóð sem besta dansbandið og á miðvikudag var til- kynnt að söngleikur þeirra, Kristín frá Dúfulandi, verði settur á svið öðru sinni í Sænska leikhúsinu í Helsinki í ársbyrjun 2012. Sænska leikhúsið hefur gengið í gegnum gagngera endurnýjun og verður söngleikurinn eftir vest- urfarasögum Vilhelms Moberg opnunarverkið en fyrsta bindið af þeirri sögu er einmitt gefið út öðru sinni í íslenskri þýðingu nú fyrir jólin. Miðasala til hópa hefst næsta vor. Verkið var frumflutt í Malmö 1995 og gekk í tvö ár, þar og í Stokkhólmi. Milljón áhorfendur sáu sýninguna sem útheimti stóra hljómsveit og kór. Fyrir sviðsetn- inguna í Helsinki verður hljóm- sveit skipuð 25 hljóðfæraleikur- um og hefur verið stytt en það tók þrjár og hálfa klukkustund í upp- haflegu sviðsetningunni. Sænska leikhúsið hefur tryggt sér sýning- arréttinn á finnsku, rétt í Eystra- saltslöndum og Rússlandi. Hafa samningaviðræður staðið í fimm ár. Þá er talið að í undirbúningi sé flutningur á enskri útgáfu í London en hún var flutt í konsert- formi í Carnegie Hall í New York í haust. Mun áætlað að gefa þá versjón út á diskum á næsta ári. Var það annar flutningur á verk- inu vestanhafs en sænska útgáf- an var flutt í Minnesota þar sem sögurnar gerast 1997. Hafa Björn og Benny lagt mikla fjármuni í að koma verkinu á framfæri í ensku- mælandi löndum í kjölfarið á sigurgöngu Mamma Mia, bæði á sviði og í kvikmynd. Undirritun samninga við sænska leikhúsið gaf blaðamönnum tæki- færi til að tala við þá félaga en þeir eru ekki mikið fyrir viðtöl. Þeir hyggjast dvelja í Helsinki meðan æfingar standa yfir. Anders Eljas mun stýra hljómsveitinni en hann hefur unnið með þeim síðan í Ástr- alíutúrnum 1977, útsetti Chess með þeim í frumútgáfunni, bæði á disk- um og í London og í sænsku svið- setningunni 1997. Lars Rudolfson sem vann með þeim þá og áður að frumuppfærslunni af Kristínu mun leikstýra og Robert Wagner mun gera leikmynd en hann er virtur leikmyndahönnuður vestanhafs. Á blaðamannafundinum við- urkenndu þeir að enn er rætt um framhaldsmynd af Mamma Mia. Þeir segjast aðallega njóta þess að vera afar, en Benny á fimm barna- börn og Benny þrjú. Með eftir- gangsmunum viðurkenna þeir að alltaf séu ný verkefni í undirbún- ingi: Björn er að reisa sér hljóð- ver og einbýlishús á Gotlandi, en Benny rekur enn sitt stúdíó í Stokkhólmi. Mamma Mia frels- aði þá úr fjárhagsþrengingum en myndin er tekjuhæsta söngva- mynd í kvikmyndasögunni. „Það er talað um að gera eitthvað fyrir börnin,“ segir Benny og tekur í vörina, segir blaðamaður Helsinki sanomat í lýsingu á fundinum. Í janúar verður opnaður Abba- heimur með 25 sýningarsölum í Earls Court í London. Þar gefst gestum kostur á ferð um heim með áður óbirtu efni frá ferli bandsins, gestir geta troðið upp með holo- gröfum af þeim fjórmenningum og þeim er boðið upp á hljóðblöndun í margrása upptöku Mikaels Tretow sem vann með þeim alla tíð. Öll þátttaka gesta er skráð og aðgengi- leg á vef til síðari tíma skemmtun- ar. Þannig að seta þeirra í frægð- arhöll heimsins mun styrkjast enn um sinn. pbb@frettabladid.is ABBA HORFIR TIL FRAMTÍÐAR Dr. Bergsveinn Birgisson held- ur fyrirlesturinn „Menning og metafórur“ á vegum Hugvísinda- stofnunar, Hugsýnar − félags um hugræn fræði og tölvunarfræði- deildar Háskólans í Reykjavík í dag kl. 16 í stofu 130 í Öskju. Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að líkingum eða metafórum og þeirri nýju sýn á líkingar sem rekja má til hugrænna vísinda (e. cognitive science). Rætt verð- ur um skilgreiningu hugtakslík- inga (conceptual metaphors) og um hið gagnvirka samband milli líkinga og menningar almennt. Greint verður frá því hvernig sýn hugrænna vísinda á líkingar getur breytt viðhorfi okkar til þeirra sem heimilda um mannlega hugs- un og tilfinningar, og sem sögu- legra heimilda. Þetta verður að lokum tekið fyrir í dálítilli rann- sókn á dróttkvæðri vísu frá um 900 e.Kr. Bergsveinn Birgisson (f. 1971) er dr. art í norrænum fræðum frá Háskólanum í Björgvin og rit- höfundur. Síðasta skáldsaga hans heitir Handbók um hugarfar kúa – skáldfræðisaga. - pbb Menning og metafóra MENNING Bergsteinn skoðar hvernig við notum líkinguna í dag. MYND M YN D IM A G E FO R U M TÓNLIST Abba, hinn 9. febrúar 1974 fyrir ríflega 35 árum þegar augu Evrópu tóku fyrst eftir bandinu. Með átta plötum og þremur söngleikjum varð heimurinn allur heillaður af popplögum þeirra Björns og Bennys og er enn. Smásögur fyrir Ipod-kynslóðina eru nú fáanlegar hjá breska fyrirtækinu Spoken Ink. Það heldur úti vef- síðu fyrir þá sem vilja hlaða niður smásögum fyrir farartæki eins og poddinn, síma og heimatölvur. Kunnir enskir leikarar lesa. Úrvalið er mikið og hafa hjónin sem fyrir síðunni standa unnið að safninu í eitt og hálft ár. Smásöguformið hentar vel, segja þau, fyrir okkar tíma þar sem áheyrilegt efni verður að vera stutt og hnitmiðað og henta fyrir skamma hlust- un. Hafa lifandi höfundar reynst tiltækinu hliðhollir og efni liðinna skálda hefur nýst vel, einkum það sem komið er úr höfundarrétti. Áhugasamir geta sótt á síðu þeirra: www.spokenink.co.uk. - pbb Smásögur fyrir Ipodinn BÓKMENNTIR Smásögum dreift af vefsíðu fyrir upptekinn nútíma- mann, til dæmis eftir Ian McEwan. „Stórvirki í íslenskum þýðinga- bókmenntum sem mun lengi lifa.“ JÓN VIÐAR JÓNSSON / DV „… þau verða ekki mikið stærri tíðindin á íslenskum bókamarkaði á þessu ári.“ EIRÍKUR GUÐMUNDSSON / VÍÐSJÁ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.